Fyrstu farþegunum hleypt frá borði Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2020 06:33 Um borð í skemmtiferðaskipinu er stærsta þyrping sýktra fyrir utan landamæri Kína. AP/Jae C. Hong Fyrstu farþegunum hefur verið hleypt í land úr skemmtiferðaskipinu Diamond Princess í Japan. Fólkinu hefur verið haldið um borð í sóttkví í tvær vikur en minnst 542 farþegar og áhafnarmeðlimir, af um 3.700, eru sýktir af Covid-19 kórónaveirunni. Yfirvöld Bandaríkjanna höfðu þó flutt rúmlega 300 manns frá skipinu og til Bandaríkjanna um síðustu helgi. Um borð í skemmtiferðaskipinu er stærsta þyrping sýktra fyrir utan landamæri Kína. Einungis farþegar sem greinast ekki með veiruna og sína ekki einkenni fá að yfirgefa skipið að svo stöddu. Aðrir þurfa að halda þar til áfram. Þó verið sé að sleppa fólkinu úr skemmtiferðaskipinu er útlit fyrir að raunum þeirra sé ekki lokið enn. Þeir farþegar sem fluttir voru til Bandaríkjanna þurfa til að mynda að verja öðrum tveimur vikum í sóttkví og önnur ríki stefna einnig á sambærilegar aðgerðir. Farþegar Diamond Princess komu frá um 50 löndum. Óttast er að farþegarnir gætu flutt veiruna víða um heim. Skemmtiferðaskipið var sett í sóttkví í byrjun mánaðarins þegar maður um borð greindist með Covid-19. Í fyrstu var farþegum ekki leyft að yfirgefa káetur sínar en því var svo breytt. Þrátt fyrir sóttkví fjölgaði sýkingum þó hratt um borð. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum öll mjög stressuð og hrædd“ Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. 12. febrúar 2020 23:30 Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33 Úr einni sóttkvínni í aðra vegna kórónaveirunnar Bandaríkjamenn sem voru á skemmtiferðaskipinu Diamond Princess, sem er í sóttkví í Japan vegna nýju kórónaveirunnar, Covid-19, voru fluttir heim í nótt. Fleiri ríki vinna að því að koma sínu fólki frá borði. 17. febrúar 2020 19:00 Flogið með bandaríska farþega Diamond Princess frá Japan Tvær flugvélar með bandaríska ferðamenn innanborðs hófu sig til flugs frá flugvellinum í Tókýó í nótt en fólkið hafði verið í sóttkví í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess frá því í byrjun þessa mánaðar. 17. febrúar 2020 07:31 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Fyrstu farþegunum hefur verið hleypt í land úr skemmtiferðaskipinu Diamond Princess í Japan. Fólkinu hefur verið haldið um borð í sóttkví í tvær vikur en minnst 542 farþegar og áhafnarmeðlimir, af um 3.700, eru sýktir af Covid-19 kórónaveirunni. Yfirvöld Bandaríkjanna höfðu þó flutt rúmlega 300 manns frá skipinu og til Bandaríkjanna um síðustu helgi. Um borð í skemmtiferðaskipinu er stærsta þyrping sýktra fyrir utan landamæri Kína. Einungis farþegar sem greinast ekki með veiruna og sína ekki einkenni fá að yfirgefa skipið að svo stöddu. Aðrir þurfa að halda þar til áfram. Þó verið sé að sleppa fólkinu úr skemmtiferðaskipinu er útlit fyrir að raunum þeirra sé ekki lokið enn. Þeir farþegar sem fluttir voru til Bandaríkjanna þurfa til að mynda að verja öðrum tveimur vikum í sóttkví og önnur ríki stefna einnig á sambærilegar aðgerðir. Farþegar Diamond Princess komu frá um 50 löndum. Óttast er að farþegarnir gætu flutt veiruna víða um heim. Skemmtiferðaskipið var sett í sóttkví í byrjun mánaðarins þegar maður um borð greindist með Covid-19. Í fyrstu var farþegum ekki leyft að yfirgefa káetur sínar en því var svo breytt. Þrátt fyrir sóttkví fjölgaði sýkingum þó hratt um borð.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum öll mjög stressuð og hrædd“ Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. 12. febrúar 2020 23:30 Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33 Úr einni sóttkvínni í aðra vegna kórónaveirunnar Bandaríkjamenn sem voru á skemmtiferðaskipinu Diamond Princess, sem er í sóttkví í Japan vegna nýju kórónaveirunnar, Covid-19, voru fluttir heim í nótt. Fleiri ríki vinna að því að koma sínu fólki frá borði. 17. febrúar 2020 19:00 Flogið með bandaríska farþega Diamond Princess frá Japan Tvær flugvélar með bandaríska ferðamenn innanborðs hófu sig til flugs frá flugvellinum í Tókýó í nótt en fólkið hafði verið í sóttkví í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess frá því í byrjun þessa mánaðar. 17. febrúar 2020 07:31 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
„Við erum öll mjög stressuð og hrædd“ Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. 12. febrúar 2020 23:30
Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33
Úr einni sóttkvínni í aðra vegna kórónaveirunnar Bandaríkjamenn sem voru á skemmtiferðaskipinu Diamond Princess, sem er í sóttkví í Japan vegna nýju kórónaveirunnar, Covid-19, voru fluttir heim í nótt. Fleiri ríki vinna að því að koma sínu fólki frá borði. 17. febrúar 2020 19:00
Flogið með bandaríska farþega Diamond Princess frá Japan Tvær flugvélar með bandaríska ferðamenn innanborðs hófu sig til flugs frá flugvellinum í Tókýó í nótt en fólkið hafði verið í sóttkví í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess frá því í byrjun þessa mánaðar. 17. febrúar 2020 07:31