Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 10:30 Erling Braut Håland fagnar sigrinum á PSG í gær með félögum sínum í Dortmund. Getty/Erwin Spek Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. Erling Braut Håland skoraði bæði mörk Borussia Dortmund í 2-1 sigri á Paris Saint Germain í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það má sjá mörkin hans hér fyrir neðan. Mörkin hans á tímabilinu eru nú orðin 39 talsins þar af ellefu mörk í aðeins sjö leikjum með Borussia Dortmund. The real deal. Erling Haaland - the teenager with more Champions League goals than Barcelona.https://t.co/Kxfr3oBOxGpic.twitter.com/kbxWxnZEkg— BBC Sport (@BBCSport) February 19, 2020 Eftir þessi tvö mörk í gærkvöldi er Erling Braut Håland búinn að skora tíu mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. Þessi nítján ára strákur er þannig búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni á þessu tímabili en allt Barcelona liðið til samans. Barcelona hefur skorað 9 mörk samanlagt í sex leikjum sínum í Meistaradeildinni en á reyndar inni einn leik á Erling Braut Håland. Atlético Madrid (9 mörk), Valencia (9 mörk), Lyon (9 mörk) og Atalanta (8 mörk) hafa líka skorað færri mörk en Norðmaðurinn öflugi. Erling Braut Håland var fjórum leikjum á undan í sitt tíunda Meistaradeildarmark en fyrri methafi og er eini táningurinn í sögunni sem nær að skora tíu mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni. Kylian Mbappe, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi byrjuðu allir snemma að láta af sér kveða en enginn þeirra náði þessu. 39 goals in 28 games this season 11 goals in 7 games since joining Dortmund Joint top scorer in the Champions League Fastest player ever to reach 10 Champions League goals@ErlingHaaland is ridiculous. pic.twitter.com/CmhmpfEjIr— B/R Football (@brfootball) February 18, 2020 Håland er fyrsti leikmaðurinn í glæsilegri sögu Borussia Dortmund sem nær að skora í fyrsta deildarleiknum, fyrsta bikarleiknum og fyrsta Meistaradeildarleiknum. Hann er þegar kominn með ellefu mörk fyrir þýska félagið þrátt fyrir að hafa spilað „aðeins“ í 450 mínútur í búningi félagsins. Það þýðir mark á 41 mínútna fresti sem leikmaður Borussia Dortmund.Flest mörk í Meistaradeildinni 2019-20: 1. Erling Braut Håland, Red Bull Salzburg og Dortmund 10 1. Robert Lewandowski, Bayern München 10 3. Harry Kane, Tottenham 6 4. Kylian Mbappé, Paris Saint-Germain 5 4. Son Heung-min, Tottenham 4 4. Memphis Depay, Lyon 4 4. Mauro Icardi, Paris Saint-Germain 4 4. Raheem Sterling, Manchester City 4 4. Dries Mertens, Napoli 4 4. Lautaro Martínez, Internazionale 4 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. Erling Braut Håland skoraði bæði mörk Borussia Dortmund í 2-1 sigri á Paris Saint Germain í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það má sjá mörkin hans hér fyrir neðan. Mörkin hans á tímabilinu eru nú orðin 39 talsins þar af ellefu mörk í aðeins sjö leikjum með Borussia Dortmund. The real deal. Erling Haaland - the teenager with more Champions League goals than Barcelona.https://t.co/Kxfr3oBOxGpic.twitter.com/kbxWxnZEkg— BBC Sport (@BBCSport) February 19, 2020 Eftir þessi tvö mörk í gærkvöldi er Erling Braut Håland búinn að skora tíu mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. Þessi nítján ára strákur er þannig búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni á þessu tímabili en allt Barcelona liðið til samans. Barcelona hefur skorað 9 mörk samanlagt í sex leikjum sínum í Meistaradeildinni en á reyndar inni einn leik á Erling Braut Håland. Atlético Madrid (9 mörk), Valencia (9 mörk), Lyon (9 mörk) og Atalanta (8 mörk) hafa líka skorað færri mörk en Norðmaðurinn öflugi. Erling Braut Håland var fjórum leikjum á undan í sitt tíunda Meistaradeildarmark en fyrri methafi og er eini táningurinn í sögunni sem nær að skora tíu mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni. Kylian Mbappe, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi byrjuðu allir snemma að láta af sér kveða en enginn þeirra náði þessu. 39 goals in 28 games this season 11 goals in 7 games since joining Dortmund Joint top scorer in the Champions League Fastest player ever to reach 10 Champions League goals@ErlingHaaland is ridiculous. pic.twitter.com/CmhmpfEjIr— B/R Football (@brfootball) February 18, 2020 Håland er fyrsti leikmaðurinn í glæsilegri sögu Borussia Dortmund sem nær að skora í fyrsta deildarleiknum, fyrsta bikarleiknum og fyrsta Meistaradeildarleiknum. Hann er þegar kominn með ellefu mörk fyrir þýska félagið þrátt fyrir að hafa spilað „aðeins“ í 450 mínútur í búningi félagsins. Það þýðir mark á 41 mínútna fresti sem leikmaður Borussia Dortmund.Flest mörk í Meistaradeildinni 2019-20: 1. Erling Braut Håland, Red Bull Salzburg og Dortmund 10 1. Robert Lewandowski, Bayern München 10 3. Harry Kane, Tottenham 6 4. Kylian Mbappé, Paris Saint-Germain 5 4. Son Heung-min, Tottenham 4 4. Memphis Depay, Lyon 4 4. Mauro Icardi, Paris Saint-Germain 4 4. Raheem Sterling, Manchester City 4 4. Dries Mertens, Napoli 4 4. Lautaro Martínez, Internazionale 4
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira