Lífið

11 ára dóttir Jennifer Lopez söng með henni í hálfleiknum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jennifer Lopez og Emme á sviðinu í nótt.
Jennifer Lopez og Emme á sviðinu í nótt. Getty/Jeff Kravitz

Eins og kom fram fyrr í dag hér á Vísi virðist almenningur almennt ánægður með frammistöðu Shakiru og Jennifer Lopez í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar (e. Super Bowl) í nótt. Söngkonurnar fengu til sín nokkra óvænta gesti á svið, þar á meðal var Emme Maribel Muñiz, 11 ára dóttir Jennifer Lopez og Mark Anthony.

Emme kom fram í sérstakri útgáfu af Let’s Get Loud umkringd hóp af ungu fólki. Söngdívurnar tóku nokkur af sínum þekktustu lögum á sýningunni í nótt og sýningin endaði svo á mjaðmahnykkjum og flugeldum.

Emma stígur á svið á mínútu 11:38 í myndbandinu hér fyrir neðan.

Mark Anthony, fyrrverandi eiginmaður Lopez og faðir Emmu, fylgdist stoltur með og deildi mynd af atriðinu á Twitter. Tvíburabróðir Emmu var einnig á meðal áhorfenda. Alex Rodriguez unnusti Lopez mætti á leikinn ásamt börnum sínum tveimur.

Nokkrar stjörnur hafa líka hrósað Emmu, meðal annars Kim Kardashian West og Padma Lakshmi.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Emma kemur fram með móður sinni en Lopez hefur fengið hana á svið með sér, til dæmis í laginu Limitless og einnig birt myndbönd á samfélagsmiðlum af henni að syngja.

Lopez birti tvær fallegar myndir af dóttur sinni á meðan æfingaferlinu stóð en lét þó ekki vita að Emme myndi taka þátt í sýningunni í hálfleik Ofurskálarinnar. Emme er einungis 11 ára og á eflaust framtíðina fyrir sér í söngnum eins og foreldrarnir.

 
 
 
View this post on Instagram

Break from rehearsal for homework and snuggle time...

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) on Jan 15, 2020 at 9:13am PST

 
 
 
View this post on Instagram

I love when Lulu visits me at rehearsals.... #rehearsalbelike 5 DAYS!!!!

A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) on Jan 28, 2020 at 10:53am PST


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×