Fjórir ákærðir fyrir njósnir í Danmörku í „afar flóknu“ máli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2020 15:14 Frá aðgerðum lögreglu árið 2018. Vísir/EPA Yfirvöld í Danmörku hafa handtekið og ákært þrjá íranska ríkisborgara fyrir njósnir í þágu Sádí-Arabíu. Fjórði maðurinn hefur verið ákærður fyrir þátt sinn í að skipuleggja árás innan danskra landamæra, árás sem átti að beinast gegn hóps aðskilnaðarsinna sem mennirnir þrír fyrrnefndu eru meðlimir í. Frá þessu var greint á blaðamannafundi dönsku öryggislögreglunnar PET. Mennirnir þrír sem eru í haldi í Danmörku eru sagðir vera meðlimir ASMLA-hópsins, hreyfingar sem berst fyrir sjálfstæði Ahwaz-héraðs í suðvesturhluta Írans. Er þeim gefið að sök að hafa njósnað um einstaklinga í Danmörku í þágu yfirvalda í Sádí-Arabíu á árunum 2012 til 2018. Fjórði maðurinn er ekki í haldi lögreglu í Danmörku en hann er sagður vera meðlimur írönsku leyniþjónustunnar. Er honum gefið að sök að hafa átt þátt í að skipuleggja fyrirhugaða árás írönsku leyniþjónustunnar gegn einstaklingum í Danmörku árið 2018.Árásin var aldrei framin en norskur ríkisborgari af írönskum uppruna var handtekinn í Svíþjóð í október 2018, grunaður um að hafa aðstoðað írönsku leyniþjónustuna við að skipuleggja árás á danskri jörð. Er leyniþjónustumanninum sem nú hefur verið ákærður gefið að sök að hafa verið í sambandi við norska ríkisborgarannan sem átti að fremja árásina, sem að sögn danskra fjölmiðla átti að beinast gegn leiðtoga ASMLA-hópsins, samtakanna sem hinir mennirnir þrír eru meðlimir í. Finn Borch Andersen, yfirmaður PET, segir málið afar flókið en það teygir anga sína til Hollands, sem handtók nokkra í tengslum við málið í dag. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur hefur kallað utanríkismálanefnd danska þingsins á sérstakan fund vegna málsins, en hann segir málið algjörlega óásættanlegt. Danmörk Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir hugðu á árás á danskri jörð Lögregla í Danmörku telur að útsendarar írönsku leyniþjónustunnar hafi haft í hyggju að framkvæma árás gegn fólki í Danmörku. 30. október 2018 13:05 Refsiaðgerðir gegn Íran vegna áforma um launmorð í Evrópu Dönsk og frönsk stjórnvöld hafa sakað Írani um að skipuleggja launmorð þar. 8. janúar 2019 11:57 Standa með Dönum í deilunni vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Norðurlöndin sýni dönskum yfirvöldum fulla samstöðu vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar á danskri jörð og greint var frá í gær. 31. október 2018 18:47 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Yfirvöld í Danmörku hafa handtekið og ákært þrjá íranska ríkisborgara fyrir njósnir í þágu Sádí-Arabíu. Fjórði maðurinn hefur verið ákærður fyrir þátt sinn í að skipuleggja árás innan danskra landamæra, árás sem átti að beinast gegn hóps aðskilnaðarsinna sem mennirnir þrír fyrrnefndu eru meðlimir í. Frá þessu var greint á blaðamannafundi dönsku öryggislögreglunnar PET. Mennirnir þrír sem eru í haldi í Danmörku eru sagðir vera meðlimir ASMLA-hópsins, hreyfingar sem berst fyrir sjálfstæði Ahwaz-héraðs í suðvesturhluta Írans. Er þeim gefið að sök að hafa njósnað um einstaklinga í Danmörku í þágu yfirvalda í Sádí-Arabíu á árunum 2012 til 2018. Fjórði maðurinn er ekki í haldi lögreglu í Danmörku en hann er sagður vera meðlimur írönsku leyniþjónustunnar. Er honum gefið að sök að hafa átt þátt í að skipuleggja fyrirhugaða árás írönsku leyniþjónustunnar gegn einstaklingum í Danmörku árið 2018.Árásin var aldrei framin en norskur ríkisborgari af írönskum uppruna var handtekinn í Svíþjóð í október 2018, grunaður um að hafa aðstoðað írönsku leyniþjónustuna við að skipuleggja árás á danskri jörð. Er leyniþjónustumanninum sem nú hefur verið ákærður gefið að sök að hafa verið í sambandi við norska ríkisborgarannan sem átti að fremja árásina, sem að sögn danskra fjölmiðla átti að beinast gegn leiðtoga ASMLA-hópsins, samtakanna sem hinir mennirnir þrír eru meðlimir í. Finn Borch Andersen, yfirmaður PET, segir málið afar flókið en það teygir anga sína til Hollands, sem handtók nokkra í tengslum við málið í dag. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur hefur kallað utanríkismálanefnd danska þingsins á sérstakan fund vegna málsins, en hann segir málið algjörlega óásættanlegt.
Danmörk Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir hugðu á árás á danskri jörð Lögregla í Danmörku telur að útsendarar írönsku leyniþjónustunnar hafi haft í hyggju að framkvæma árás gegn fólki í Danmörku. 30. október 2018 13:05 Refsiaðgerðir gegn Íran vegna áforma um launmorð í Evrópu Dönsk og frönsk stjórnvöld hafa sakað Írani um að skipuleggja launmorð þar. 8. janúar 2019 11:57 Standa með Dönum í deilunni vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Norðurlöndin sýni dönskum yfirvöldum fulla samstöðu vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar á danskri jörð og greint var frá í gær. 31. október 2018 18:47 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Íranir hugðu á árás á danskri jörð Lögregla í Danmörku telur að útsendarar írönsku leyniþjónustunnar hafi haft í hyggju að framkvæma árás gegn fólki í Danmörku. 30. október 2018 13:05
Refsiaðgerðir gegn Íran vegna áforma um launmorð í Evrópu Dönsk og frönsk stjórnvöld hafa sakað Írani um að skipuleggja launmorð þar. 8. janúar 2019 11:57
Standa með Dönum í deilunni vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Norðurlöndin sýni dönskum yfirvöldum fulla samstöðu vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar á danskri jörð og greint var frá í gær. 31. október 2018 18:47