Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 10:20 Kjósendur bíða í röð eftir að kjörfundur hefjist í Hoover-framhaldsskólanum í Des Moines í Iowa í gær. AP/Charlie Neibergall Demókrataflokkurinn í Iowa segist búast við því að greint verði frá úrslitum í forvali flokksins þar síðar í dag. Miklar tafir hafa orðið á birtingu úrslita í forvalinu sem fór fram í gær vegna tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. Ringulreið hefur ríkt á meðal frambjóðenda og stuðningsmanna þeirra í forvali demókrata vegna tafanna. Fulltrúar flokksins sögðu í gærkvöldi að úrslitin tefðust vegna „misræmis“ í tilkynningum kjörstaða um úrslit. Troy Price, formaður Demókrataflokksins í Iowa, sagði við fréttamenn í nótt að hann byggist við úrslitum þegar búið væri að handtelja gögn um úrslitin „síðar í dag“. Lagði hann áherslu á að tafirnar væru vegna tæknilegra vandamála, ekki vegna þess að brotist hefði verið inn í tölvukerfi. „Þetta tekur lengur en við bjuggumst við. Kerfið er til staðar til að tryggja að við getum greint frá úrslitum með fullri vissu,“ sagði Price og New York Times hefur eftir. Nota myndir, skjöl og tölvukerfi til að telja aftur Forvalið í Iowa er ekki hefðbundin atkvæðagreiðsla heldur safnast kjósendur saman á kjörfundum í íþróttahúsum og samkomusölum þar sem þeir skipta sér í hópa eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Auk tölvukerfis sem var notað til að skrásetja úrslitin styðjast fulltrúar flokksins við myndir af úrslitum og skjölum um þau til að staðfesta úrslit. Ellefu frambjóðendur keppast um að hljóta útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forvalinu. Framboð Bernie Sanders, óháðs öldungadeildarþingmanns frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóra frá South Bend í Indiana, birtu eigin tölur um úrslit í gærkvöldi og töldu sig hafa gert vel. Forval Repúblikanaflokksins í Iowa fór einnig fram í gær en þar hafði Donald Trump forseti öruggan sigur. Tveir buðu sig fram gegn honum, þeir Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, og Joe Walsh, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Illinois. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forval demókrata hefst í Iowa Bernie Sanders og Joe Biden mælast með mestan stuðning frambjóðenda í Iowa þar sem val demókrata á forsetaframbjóðanda sínum hefst í dag. 3. febrúar 2020 08:31 Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar. 3. febrúar 2020 19:00 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Demókrataflokkurinn í Iowa segist búast við því að greint verði frá úrslitum í forvali flokksins þar síðar í dag. Miklar tafir hafa orðið á birtingu úrslita í forvalinu sem fór fram í gær vegna tæknilegra örðugleika í nýju snjallforriti sem var notað til að halda utan um talninguna. Ringulreið hefur ríkt á meðal frambjóðenda og stuðningsmanna þeirra í forvali demókrata vegna tafanna. Fulltrúar flokksins sögðu í gærkvöldi að úrslitin tefðust vegna „misræmis“ í tilkynningum kjörstaða um úrslit. Troy Price, formaður Demókrataflokksins í Iowa, sagði við fréttamenn í nótt að hann byggist við úrslitum þegar búið væri að handtelja gögn um úrslitin „síðar í dag“. Lagði hann áherslu á að tafirnar væru vegna tæknilegra vandamála, ekki vegna þess að brotist hefði verið inn í tölvukerfi. „Þetta tekur lengur en við bjuggumst við. Kerfið er til staðar til að tryggja að við getum greint frá úrslitum með fullri vissu,“ sagði Price og New York Times hefur eftir. Nota myndir, skjöl og tölvukerfi til að telja aftur Forvalið í Iowa er ekki hefðbundin atkvæðagreiðsla heldur safnast kjósendur saman á kjörfundum í íþróttahúsum og samkomusölum þar sem þeir skipta sér í hópa eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Auk tölvukerfis sem var notað til að skrásetja úrslitin styðjast fulltrúar flokksins við myndir af úrslitum og skjölum um þau til að staðfesta úrslit. Ellefu frambjóðendur keppast um að hljóta útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í forvalinu. Framboð Bernie Sanders, óháðs öldungadeildarþingmanns frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóra frá South Bend í Indiana, birtu eigin tölur um úrslit í gærkvöldi og töldu sig hafa gert vel. Forval Repúblikanaflokksins í Iowa fór einnig fram í gær en þar hafði Donald Trump forseti öruggan sigur. Tveir buðu sig fram gegn honum, þeir Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, og Joe Walsh, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Illinois.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forval demókrata hefst í Iowa Bernie Sanders og Joe Biden mælast með mestan stuðning frambjóðenda í Iowa þar sem val demókrata á forsetaframbjóðanda sínum hefst í dag. 3. febrúar 2020 08:31 Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar. 3. febrúar 2020 19:00 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Forval demókrata hefst í Iowa Bernie Sanders og Joe Biden mælast með mestan stuðning frambjóðenda í Iowa þar sem val demókrata á forsetaframbjóðanda sínum hefst í dag. 3. febrúar 2020 08:31
Kosningar í Bandaríkjunum: Biden og Bernie þykja sigurstranglegastir Demókratar í Iowa í Bandaríkjunum kjósa um forsetaframbjóðanda flokksins í dag. Nokkuð mjótt er á munum og fyrirkomulag kosninganna óútreiknanlegt. Útlit er því fyrir spennandi kosningar. 3. febrúar 2020 19:00
Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00