Bombshell kemur á óvart Heiðar Sumarliðason skrifar 4. febrúar 2020 15:00 Kvikmyndin Bombshell er byggð á atburðum sem áttu sér stað í höfuðstöðvum Fox News í New York og segir frá þegar hópur kvenna sagði hingað og ekki lengra og kvartaði undan kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanns stöðvarinnar, Roger Ailes. Það er svolítið snúið að vera gagnrýnandi á tímum alnetsins með allt þetta Internet Movie Database, Metacritic og Rotten Tomatoes sem upp á er boðið. Þessar síður eru að að mörgu leyti væntingamótandi og við skulum bara vera alveg hreinskilin með það, áhorfendur eru að ráðfæra sig við þessar síður áður en þeir velja kvikmyndir til áhorfs. Einkunnir Bombshell á þessum síðum eru líklegast undir væntingum framleiðenda hennar, sjálfsagt áttu þeir von á mjög góðum dómum og helling af verðlaunatilnefningum, en annað kom á daginn. T.d. er meðaleinkunn hennar frá gagnrýnendum á Metacritic-síðunni einungis 64 á meðan meðaleinkunn þeirra mynda sem eru að næla sér í tilnefningar er yfirleitt í kringum 90. Þessar einkunnir eru náttúrulega skoðanamyndandi þegar kemur að því ég velji þær myndir sem ég fjalla um. Ég hef engan áhuga á að horfa á lélegar kvikmyndir og skrifa neikvæða dóma og þar sem meðaltal gagnrýnendaeinkunna Bombshell var ekki sérlega hátt hikaði ég við að sjá hana. Sem betur fer lét ég á slag standa, skellti mér á hana og sé ekki eftir því.Þekkti lítið til málsinsMargot Robbie og Nicole Kidman í hlutverkum sínum.Mig grunar að málefni FOX News snúi öðruvísi að Íslendingum en Bandaríkjamönnum. Við búum í eilítið mildara þjóðfélagi þar sem raddir fordómafullra íhaldsmanna eru ekki jafn áberandi og vinsælar. Því er áhorf á þessa mynd með augum þess saklausa sveitamanns, sem ég Íslendingurinn óneitanlega er, meira í ætt við mannfræðirannsókn heldur en hversdagsleika. Það veldur því mögulega að mér þyki meira til hennar koma en þeim sem lifa og hrærast í þessari Trump-geðveiki alla daga.Ég þekkti söguna ekki áður en ég sá myndina, enda FOX News ekki sérlega ofarlega á radarnum hjá mér. Því gat ég nálgast efniviðinn með algerlega opnum hug og fékk því kvikmyndin að tala sínu máli án þess að ég hefði einhverjar sérstakar hugmyndir um hvernig bæri að tækla atburðina sem hún byggir á.Fyrir mér var þetta áhugaverð og frekar spennandi framsetning á efni sem ég vissi lítið um. Það er erfitt að segja sögu með svona mörgum persónum og gera það á fullnægjandi máta og ferst leikstjóranum Jay Roach og handritshöfundinum Charles Randolph vel úr hendi að halda jafnvægi í öllum sögueindunum.Mikil stemning í Hollywood fyrir myndinniHér gefur að líta Roger Ailes og Megyn Kelly, sem John Lithgow og Charlize Theron leika í Bombshell.Þetta er að sjálfsögðu mikil leikkonumynd. Hér er það Charlize Theron sem drottnar yfir öllu sem aðalleikona og einn af framleiðendum myndarinnar. Theron hefur spilað mjög gáfulega úr sínum ferli og er orðin ein helsta leikkona Hollywood. Hinar áströlsku Nicole Kidman og Margot Robbie leika hin aðalhlutverkin tvö, því er augljóst að ekki vantaði áhuga helstu leikkvenna Hollywood á að taka þátt í myndinni. Það virðist reyndar annar hver leikari í Hollywood koma fram í henni. Ég veit ekki hvað ég átti mörg nei þessi augnablik þegar ég sá kunnuglegt andlit á meðan áhorfinu stóð. Ég taldi sautján nöfn sem ég kannaðist við þegar ég fór yfir leikaralistann á Imdb.com, sem er töluvert yfir meðaltalinu. Greinilegt er að mikil stemning var fyrir þessari framleiðslu meðal fólks í bransanum, því fyrir utan alla þessa þekktu leikara eru skráðir framleiðendur myndarinnar þrettán talsins, þetta hefur því verið gott vandlætingarpartí.Fyrst ég var á annað borð að tala um erlenda dóma, þá fundu bandarískir gagnrýnendur það helst að myndinni að ekki væri kafað nógu djúpt í málefnið. Það hefði örugglega verið hægt að kafa dýpra í efniviðinn en þá hefði þurft að fókusera á færri persónur eða hreinlega gera nokkurra þátta sjónvarpsseríu úr þessu (sem hefði e.t.v. verið betri úrvinnsla). En ef gera á staka kvikmynd í eðlilegri lengd (tæplega tveir tímar) sem fjallar nákvæmlega um þessar persónur í þessu FOX News-máli þá er Bombshell einstaklega vel úr garði gerð og á það fjölmarga fólk sem að henni kom hrós skilið.Niðurstaða:Fjórar stjörnur. Skýr og áhugaverð frásögn af einu helsta hneykslismáli #metoo-byltingarinnar. Hvergi er dauðan punkt að finna og það er vel þess virði að sjá Bombshell sem verður sjálfsagt ekki mikið lengur í kvikmyndahúsum, því er um að gera að drífa sig. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndin Bombshell er byggð á atburðum sem áttu sér stað í höfuðstöðvum Fox News í New York og segir frá þegar hópur kvenna sagði hingað og ekki lengra og kvartaði undan kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanns stöðvarinnar, Roger Ailes. Það er svolítið snúið að vera gagnrýnandi á tímum alnetsins með allt þetta Internet Movie Database, Metacritic og Rotten Tomatoes sem upp á er boðið. Þessar síður eru að að mörgu leyti væntingamótandi og við skulum bara vera alveg hreinskilin með það, áhorfendur eru að ráðfæra sig við þessar síður áður en þeir velja kvikmyndir til áhorfs. Einkunnir Bombshell á þessum síðum eru líklegast undir væntingum framleiðenda hennar, sjálfsagt áttu þeir von á mjög góðum dómum og helling af verðlaunatilnefningum, en annað kom á daginn. T.d. er meðaleinkunn hennar frá gagnrýnendum á Metacritic-síðunni einungis 64 á meðan meðaleinkunn þeirra mynda sem eru að næla sér í tilnefningar er yfirleitt í kringum 90. Þessar einkunnir eru náttúrulega skoðanamyndandi þegar kemur að því ég velji þær myndir sem ég fjalla um. Ég hef engan áhuga á að horfa á lélegar kvikmyndir og skrifa neikvæða dóma og þar sem meðaltal gagnrýnendaeinkunna Bombshell var ekki sérlega hátt hikaði ég við að sjá hana. Sem betur fer lét ég á slag standa, skellti mér á hana og sé ekki eftir því.Þekkti lítið til málsinsMargot Robbie og Nicole Kidman í hlutverkum sínum.Mig grunar að málefni FOX News snúi öðruvísi að Íslendingum en Bandaríkjamönnum. Við búum í eilítið mildara þjóðfélagi þar sem raddir fordómafullra íhaldsmanna eru ekki jafn áberandi og vinsælar. Því er áhorf á þessa mynd með augum þess saklausa sveitamanns, sem ég Íslendingurinn óneitanlega er, meira í ætt við mannfræðirannsókn heldur en hversdagsleika. Það veldur því mögulega að mér þyki meira til hennar koma en þeim sem lifa og hrærast í þessari Trump-geðveiki alla daga.Ég þekkti söguna ekki áður en ég sá myndina, enda FOX News ekki sérlega ofarlega á radarnum hjá mér. Því gat ég nálgast efniviðinn með algerlega opnum hug og fékk því kvikmyndin að tala sínu máli án þess að ég hefði einhverjar sérstakar hugmyndir um hvernig bæri að tækla atburðina sem hún byggir á.Fyrir mér var þetta áhugaverð og frekar spennandi framsetning á efni sem ég vissi lítið um. Það er erfitt að segja sögu með svona mörgum persónum og gera það á fullnægjandi máta og ferst leikstjóranum Jay Roach og handritshöfundinum Charles Randolph vel úr hendi að halda jafnvægi í öllum sögueindunum.Mikil stemning í Hollywood fyrir myndinniHér gefur að líta Roger Ailes og Megyn Kelly, sem John Lithgow og Charlize Theron leika í Bombshell.Þetta er að sjálfsögðu mikil leikkonumynd. Hér er það Charlize Theron sem drottnar yfir öllu sem aðalleikona og einn af framleiðendum myndarinnar. Theron hefur spilað mjög gáfulega úr sínum ferli og er orðin ein helsta leikkona Hollywood. Hinar áströlsku Nicole Kidman og Margot Robbie leika hin aðalhlutverkin tvö, því er augljóst að ekki vantaði áhuga helstu leikkvenna Hollywood á að taka þátt í myndinni. Það virðist reyndar annar hver leikari í Hollywood koma fram í henni. Ég veit ekki hvað ég átti mörg nei þessi augnablik þegar ég sá kunnuglegt andlit á meðan áhorfinu stóð. Ég taldi sautján nöfn sem ég kannaðist við þegar ég fór yfir leikaralistann á Imdb.com, sem er töluvert yfir meðaltalinu. Greinilegt er að mikil stemning var fyrir þessari framleiðslu meðal fólks í bransanum, því fyrir utan alla þessa þekktu leikara eru skráðir framleiðendur myndarinnar þrettán talsins, þetta hefur því verið gott vandlætingarpartí.Fyrst ég var á annað borð að tala um erlenda dóma, þá fundu bandarískir gagnrýnendur það helst að myndinni að ekki væri kafað nógu djúpt í málefnið. Það hefði örugglega verið hægt að kafa dýpra í efniviðinn en þá hefði þurft að fókusera á færri persónur eða hreinlega gera nokkurra þátta sjónvarpsseríu úr þessu (sem hefði e.t.v. verið betri úrvinnsla). En ef gera á staka kvikmynd í eðlilegri lengd (tæplega tveir tímar) sem fjallar nákvæmlega um þessar persónur í þessu FOX News-máli þá er Bombshell einstaklega vel úr garði gerð og á það fjölmarga fólk sem að henni kom hrós skilið.Niðurstaða:Fjórar stjörnur. Skýr og áhugaverð frásögn af einu helsta hneykslismáli #metoo-byltingarinnar. Hvergi er dauðan punkt að finna og það er vel þess virði að sjá Bombshell sem verður sjálfsagt ekki mikið lengur í kvikmyndahúsum, því er um að gera að drífa sig.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira