Alþjóða íþróttadómstóllinn taldi sig ekki hafa vald til að hjálpa konunum að ná fram jafnrétti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 16:30 Andreea Arsine frá Rúmeníu í keppni í 20 km göngu á ÓL í Ríó 2016. Getty/ Julian Finney Nokkrar af bestu göngukonum heims vildu fá jafnrétti í keppnisgreinum á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar en verður ekki ágengt í baráttunni sinni. Alþjóða íþróttadómstóllinn hafnaði kröfu þeirra. Hópur af bestu göngukonum heims hefur barist fyrir því að þær fái að keppa í 50 km göngu á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar alveg eins og karlarnir. Íþróttakonurnar eru sjö talsins og í þeim hóp er portúgalski heimsmeistarinn frá 2017, Ines Henriques. Hópurinn áfrýjaði ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar og World Athletics til Alþjóða íþróttadómstólsins en þeirri áfrýjun hefur nú verið vísað frá. Ástæðan var sú að Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, taldi það ekki vera á sínu valdi að ákveða keppnisgreinar á Ólympíuleikum. In 2020 gender equality is still not there at @Olympics. Women’s 50km walk not included in the program while it has been in @WorldAthletics WC since 2017. IOC rejects fault on IAAF. Women were allowed to compete in marathon 88 years after men at the Olympics, pole vault 104 years https://t.co/d2jc9LiZpk— PJ Vazel (@pjvazel) February 4, 2020 World Athletics stýrir frjálsíþróttakeppninni á Ólympíuleikunum og hafði bætt 50 kílómetra göngu kvenna inn á síðustu tvö heimsmeistaramót, 2017 og 2019. Það hefur aftur á móti aldrei verið keppt í 50 km göngu kvenna á Ólympíuleikum og Alþjóðaólympíunefndin hefur engan áhuga á að breyta því. Karlarnir hafa hins vegar keppt í 50 km göngu síðan á Ólympíuleikunum 1932, fyrir utan leikana í Montreal 1976. Karlarnir hafa einnig keppt í 20 km göngu frá því á leikunum í Helsinki 1952. Konurnar hafa keppt í 20 kílómetra göngu frá leikunum í Sydney árið 2000 en þær hafa ekki fengið að keppa í löngu göngunni. Göngukonurnar vildu fá að keppa í jafnmörgum greinum og karlarnir á leikunum í sumar en því verður ekki breytt. Göngukarlarnir geta unnið tvö gull á ÓL 2020 en konurnar aðeins eitt. Jafnréttismál Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Nokkrar af bestu göngukonum heims vildu fá jafnrétti í keppnisgreinum á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar en verður ekki ágengt í baráttunni sinni. Alþjóða íþróttadómstóllinn hafnaði kröfu þeirra. Hópur af bestu göngukonum heims hefur barist fyrir því að þær fái að keppa í 50 km göngu á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar alveg eins og karlarnir. Íþróttakonurnar eru sjö talsins og í þeim hóp er portúgalski heimsmeistarinn frá 2017, Ines Henriques. Hópurinn áfrýjaði ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar og World Athletics til Alþjóða íþróttadómstólsins en þeirri áfrýjun hefur nú verið vísað frá. Ástæðan var sú að Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, taldi það ekki vera á sínu valdi að ákveða keppnisgreinar á Ólympíuleikum. In 2020 gender equality is still not there at @Olympics. Women’s 50km walk not included in the program while it has been in @WorldAthletics WC since 2017. IOC rejects fault on IAAF. Women were allowed to compete in marathon 88 years after men at the Olympics, pole vault 104 years https://t.co/d2jc9LiZpk— PJ Vazel (@pjvazel) February 4, 2020 World Athletics stýrir frjálsíþróttakeppninni á Ólympíuleikunum og hafði bætt 50 kílómetra göngu kvenna inn á síðustu tvö heimsmeistaramót, 2017 og 2019. Það hefur aftur á móti aldrei verið keppt í 50 km göngu kvenna á Ólympíuleikum og Alþjóðaólympíunefndin hefur engan áhuga á að breyta því. Karlarnir hafa hins vegar keppt í 50 km göngu síðan á Ólympíuleikunum 1932, fyrir utan leikana í Montreal 1976. Karlarnir hafa einnig keppt í 20 km göngu frá því á leikunum í Helsinki 1952. Konurnar hafa keppt í 20 kílómetra göngu frá leikunum í Sydney árið 2000 en þær hafa ekki fengið að keppa í löngu göngunni. Göngukonurnar vildu fá að keppa í jafnmörgum greinum og karlarnir á leikunum í sumar en því verður ekki breytt. Göngukarlarnir geta unnið tvö gull á ÓL 2020 en konurnar aðeins eitt.
Jafnréttismál Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira