Demókratar íhuga að stefna Bolton til að bera vitni Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2020 15:46 Bolton vildi ekki bera vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar en skaut skyndilega upp kollinum þegar réttarhöldin yfir Trump stóðu sem hæst. Vísir/EPA Líklegt er að demókratar sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings stefni John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump forseta, til að bera vitni og haldi áfram rannsókn á forsetanum eftir að hann verður sýknaður af kæru um embættisbrot í öldungadeild þingsins. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump af kæru um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins og bindi enda á réttarhöldin yfir forsetanum þegar í dag. Engin ný vitni voru kölluð til og engin ný gögn voru lögð fram við réttarhöldin. Atkvæðagreiðsla um sekt eða sýknu er á dagskránni um klukkan 21:00 að íslenskum tíma, að sögn Washington Post. Sýkna öldungadeildarinnar virðist þó ekki ætla að marka endalok rannsóknarinnar á meintum embættisbrotum Trump í tengslum við þrýsting hans á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans. Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar, segir að demókratar muni „líklega“ stefna Bolton til að bera vitni og halda frekari rannsóknum áfram. „Mér finnst það líklegt, já,“ sagði Nadler við fréttamann CNN-fréttastöðvarinnar í dag. Breaking: House Judiciary Chairman Jerry Nadler says House Democrats will “likely” subpoena John Bolton and continue with more investigations after today. “I think it's likely yes,” he told @mkraju.— Jim Sciutto (@jimsciutto) February 5, 2020 Bolton, sem hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump í fússi í september, neitaði að bera vitni sjálfviljugur í rannsókn fulltrúadeildarinnar. Demókratar kusu að stefna honum ekki til að bera vitni til þess að draga rannsóknina ekki á langinn á meðan beðið væri niðurstöðu dómstóla um hvort Bolton væri skylt að verða við henni. Á meðan á réttarhöldunum yfir Trump stóð í öldungadeildinni sagðist Bolton skyndilega tilbúinn að bera vitni. New York Times hafði þá greint frá fullyrðingum Bolton um að Trump hafi sjálfur skilyrt hundruð milljóna hernaðaraðstoð til Úkraínu við að þarlend stjórnvöld féllust á rannsóknir sem hefðu gagnast forsetanum pólitískt. Fullyrðingarnar komu fram í handriti að bók sem Bolton skrifaði og Hvíta húsið hafði fengið til umsagnar. Embættismenn sem báru vitni í réttarhöldunum lýstu þrýstingsherferð Trump og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns forsetans, gegn úkraínskum stjórnvöldum sem miðaði að því að fá þau til að tilkynna um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum í haust. Enginn þeirra gat þó borið afdráttarlaust vitni um að Trump hefði persónulega staðið að herferðinni þó að það hafi verið skilningur þeirra. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48 Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. 31. janúar 2020 23:55 Trump að öllum líkindum sýknaður á miðvikudag Allar líkur eru á að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði sýknaður af ákærum um embættisbrot í öldungadeild bandaríska þingsins, eftir að republikanar felldu tillögu demókrata um að vitni yrðu kölluð til yfirheyrslu vegna málsins í gærkvöldi. 1. febrúar 2020 21:08 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Líklegt er að demókratar sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings stefni John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump forseta, til að bera vitni og haldi áfram rannsókn á forsetanum eftir að hann verður sýknaður af kæru um embættisbrot í öldungadeild þingsins. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump af kæru um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins og bindi enda á réttarhöldin yfir forsetanum þegar í dag. Engin ný vitni voru kölluð til og engin ný gögn voru lögð fram við réttarhöldin. Atkvæðagreiðsla um sekt eða sýknu er á dagskránni um klukkan 21:00 að íslenskum tíma, að sögn Washington Post. Sýkna öldungadeildarinnar virðist þó ekki ætla að marka endalok rannsóknarinnar á meintum embættisbrotum Trump í tengslum við þrýsting hans á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans. Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar, segir að demókratar muni „líklega“ stefna Bolton til að bera vitni og halda frekari rannsóknum áfram. „Mér finnst það líklegt, já,“ sagði Nadler við fréttamann CNN-fréttastöðvarinnar í dag. Breaking: House Judiciary Chairman Jerry Nadler says House Democrats will “likely” subpoena John Bolton and continue with more investigations after today. “I think it's likely yes,” he told @mkraju.— Jim Sciutto (@jimsciutto) February 5, 2020 Bolton, sem hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump í fússi í september, neitaði að bera vitni sjálfviljugur í rannsókn fulltrúadeildarinnar. Demókratar kusu að stefna honum ekki til að bera vitni til þess að draga rannsóknina ekki á langinn á meðan beðið væri niðurstöðu dómstóla um hvort Bolton væri skylt að verða við henni. Á meðan á réttarhöldunum yfir Trump stóð í öldungadeildinni sagðist Bolton skyndilega tilbúinn að bera vitni. New York Times hafði þá greint frá fullyrðingum Bolton um að Trump hafi sjálfur skilyrt hundruð milljóna hernaðaraðstoð til Úkraínu við að þarlend stjórnvöld féllust á rannsóknir sem hefðu gagnast forsetanum pólitískt. Fullyrðingarnar komu fram í handriti að bók sem Bolton skrifaði og Hvíta húsið hafði fengið til umsagnar. Embættismenn sem báru vitni í réttarhöldunum lýstu þrýstingsherferð Trump og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns forsetans, gegn úkraínskum stjórnvöldum sem miðaði að því að fá þau til að tilkynna um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum í haust. Enginn þeirra gat þó borið afdráttarlaust vitni um að Trump hefði persónulega staðið að herferðinni þó að það hafi verið skilningur þeirra.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48 Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. 31. janúar 2020 23:55 Trump að öllum líkindum sýknaður á miðvikudag Allar líkur eru á að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði sýknaður af ákærum um embættisbrot í öldungadeild bandaríska þingsins, eftir að republikanar felldu tillögu demókrata um að vitni yrðu kölluð til yfirheyrslu vegna málsins í gærkvöldi. 1. febrúar 2020 21:08 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48
Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. 31. janúar 2020 23:55
Trump að öllum líkindum sýknaður á miðvikudag Allar líkur eru á að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði sýknaður af ákærum um embættisbrot í öldungadeild bandaríska þingsins, eftir að republikanar felldu tillögu demókrata um að vitni yrðu kölluð til yfirheyrslu vegna málsins í gærkvöldi. 1. febrúar 2020 21:08