Körfubolti

Topp­liðin í vand­ræðum með botn­liðin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valur og KR unnu bæði sína leiki í kvöld.
Valur og KR unnu bæði sína leiki í kvöld. vísir/bára

Topplið Vals og KR unnu bæði sína leiki í Dominos-deild kvenna í kvöld en liðin voru að spila við neðstu tvö lið deildarinnar.

KR vann tíu stiga sigur á Grindavík, 67-57. Allt var jafnt í hálfleik, 17-17, en KR hafði betur að endingu eftir að hafa unnið síðasta leikhlutann með fimm stigum.

Danielle Victoria Rodriguez gerði 15 stig fyrir KR. Hún tók þar að auki átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 20 stig, gaf þrjár stoðsendingar og tók fjögur fráköst.

Jordan Airess Reynolds skoraði 14 stig hjá Grindavík. Að auki tók hún tólf fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Bríet Sif Hinriksdóttir var með tólf stig, sex fráköst og fjórar stoðsendingar.

KR er með 28 stig í öðru sæti en Grindavík er á botninum með tvö.

Valur vann ellefu stiga sigur á Breiðabliki, 87-76, eftir að staðan hafi verið 45-45 yfir í hálfleik. Breiðablik leiddi fyrir síðasta leikhlutann en Valsstúlkur voru sterkari í lokaleikhlutanum og unnu hann með tólf stigum.

Kiana Johnson skoraði 25 stig, tók sex fráköst og gaf níu stoðsendingar í liði Vals. Helena Sverrisdóttir var með 16 stig, sex fráköst og sex stoðsendingar.

Hjá Blikum var Danni L Williams í sérflokki. Hún skoraði 40 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Telma Lind Ásgeirsdóttir gerði 14 stig og var með fimm stoðsendingar.

Valur er með sex stiga forskot á KR á toppi deildarinnar en Breiðablik er í sjöunda sætinu með fjögur stig.

Haukar unnu 84-62 sigur á Snæfelli á útivelli en Haukastúlkur rúlluðu yfir heimastúlkur í síðari hálfleik.

Randi Keonsha Brown skoraði 31 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar hjá Haukum. Lovísa Björt Henningsdóttir bætti við fjórtán stigum og fimm fráköstum.

Emese Vida skoraði 17 stig og tók ellefu fráköst í liði Snæfell og Veera Annika Pirttinen var með fimmtán stig.

Haukar eru nú í 3. sætinu með 26 stig en Snæfell er í 6. sætinu með 12 stig.

Skallagrímur hafði svo betur gegn Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×