Mannlegar lausnir á manngerðum vanda Sigríður Guðjónsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 07:00 Ég bið þig um staldra við og hugsa um hvað veitir þér gleði og lífsfyllingu? Á þessum nótum hóf Pablo Jenkins vinnustofu sína á Janúarráðstefnu Festu sem haldin var í Hörpu síðastliðinn fimmtudag. Þar komu saman leiðtogar og starfsmenn fyrirtæka sem er annt um þróun samfélagsábyrgðar á Íslandi. Pablo er reyndur ráðgjafi í sjálfbærri stefnumótun og hefur meðal annars starfað með ríkisstjórn Kosta Ríka, smáríkis sem hefur náð miklum árangri í sjálfbærni markmiðum. Ísland og sjálfbær áratugur Á vinnustofu Pablo Jenkins var fjallað um hvernig við getum, sem einstaklingar og þjóð, tryggt að næsti áratugur verði sem sjálfbærastur. Meðal annars voru ræddir möguleikarnir sem felast í tækni og vísindum. Pablo lagði áherslu á hve mikilvægt væri að hefja samtali þvert á sérsvið, líkt og þegar fyrrum leiðbeinandi hans við Harvard, Daniel Kahneman birti tímamótagreinina “Prospect theory” ásamt Amon Tversky. Í greininni sameina þeir vitneskju af sviði hagfræði og sálfræði og er hún talin marka upphaf af ákveðinni byltingu í notkun atferlisvísinda (Behavioural Science). Eftir ráðstefnuna ræddi ég við Pablo um hvernig smáríki eins og Ísland gæti nýtt sér þessi fræði og var hann bjartsýnn á notagildi þeirra hérlendis. Þar sem ég hef á tilfinningunni að margir þekki ekki enn hugmyndir og lausnir atferlisvísindanna útskýri ég þær hér í grófum dráttum. Fyrirsjáanleiki óskynseminnar Á bak við stefnumótun stjórnvalda og vöruþróun fyrirtækja býr alltaf einhverskonar spá um hvernig fólk muni bregðast við. Atferlisvísindin sýna að slík spá byggir oft á forsendum sem samræmast ekki hvernig við raunverulega tökum ákvarðanir. Til dæmis er algeng mýta að ef við fáum nægan aðgang að upplýsingum munum við taka skynsama ákvörðun byggða á mati á valkostunum. En af hverju held ég þá áfram að stinga berskjölduðum banana í töskuna mína, þó ég viti mætavel að líkurnar á því að hann klínist í dótið mitt eru yfirgnæfandi hærri en að ég muni eftir að borða hann? Eins vitum við flest að vistvænar samgöngur eru mun betri en bílar fyrir heilsu okkar og plánetunnar, en samt ferðast margir nær eingöngu með bíl. Við erum vanaföst og kjósum helst það sem veldur minnstri fyrirhöfn, án þess að hugsa út í langtímaafleiðingarnar. Það einfaldar okkur þann gífurlega fjölda ákvarðana sem við tökum dag hvern. Lausnir atferlisvísindanna Áhugi á að móta lausnir sem taka mið af hinum „órökréttu“ hegðanaskekkjum mannsins hefur stigmagnast. Á innan við 10 árum hafa sérstökum atferlisvísindateymum á vegum ríkistjórna og einkafyrirtækja víðsvegar um heim fjölgað um rúmlega 300. Alþjóðlegar stofnanir á borð við Alþjóðabankann, OECD og Framkvæmdarstjórn Evrópusambandssins hafa tekið saman árangur þess að nýta atferlisvísindi í stefnumótun. Þar kemur meðal annars fram að úrræðin geti skilað sér í sparnaði fyrir almenning, stjórnvöld og fyrirtæki.Atferlisvísindin geta einnig veitt mikilvæga innsýn í hvernig hvetja má fólk og samfélög til að breyta hegðun sinni í þágu umhverfisins. Í gegnum söguna hafa umhverfisverndarúrræði mestmegnis falist í sektum, skattlagningu og vitundarvakningarherferðum. Þó slík úrræði virki í sumum tilfellum er synd að ekki sé verið að notfæra sér allar þær leiðir sem til eru. Rare, Centre for Behaviour and Environment og Behavioural Insights teymi Bretlands gáfu í fyrra út nokkurskonar verkfærasett til auka græna hegðun. Þar eru lagðar fram 15 aðferðir sem skiptast í þrjá flokka eftir því hvernig þær knýja fram hegðunarbreytingar: 1) Hvatar: breyta hegðun með því að nýta réttu hvatana, tilfinningarnar og hugsanaskekkjur. 2) Félagsáhrif: notfæra sér hversu mikil áhrif aðrir hafa á okkur, t.d. benda á jákvæð viðmið, nota fyrirmyndir og opinberar skuldbindingar (public commitment) 3) Auðvelda hegðunarbreytingu: með því að fjarlægja hindranir, hjálpa fólki að skipuleggja sig og hanna umhverfi sem styður við breytinguna. Atferlisvísindin og samfélagsábyrgð Ljóst er að fyrirtæki þurfa að breyta mælikvörðum sínum á árangur svo velgengni sé ekki einungis mæld í gróða heldur einnig út frá heildar áhrifum á umhverfi, starfsfólk og neytendur. Skýr stefna í samfélagsábyrgð og fjárhagslegur ávinningur haldast í hendur. Atferlisvísindin bjóða upp á öflug tól fyrir ábyrgari starfshætti, bæði fyrir breytingar innan vinnustaða á hegðun, vinnumenningu og stjórnun og til áhrifa út á við, t.d. með því að þróa vöru og þjónustu sem auðveldar kúnnum að taka ákvarðanir sér og umhverfi í hag. Máttur mannlegra tengsla Í upphafi greinar bað ég þig um að hugsa um hvað veitti þér lífsfyllingu. Líklega var þér, líkt og gestum vinnustofu Pablo Jenkins, samvera með ástvinum ofarlega í huga. Maðurinn er nefnilega félagsvera og þörfin til að tilheyra talin til eins af hans grunnþörfum. Það er áhugavert í ljósi þess að rauður þráður í vinnustofum, erindum og panelumræðunum Janúarráðstefnunnar var ákall um aukið samstarf svo sameiginlegum sjálfbærnimarkmiðum verði náð. Mannleg tengsl veita okkur bæði tilgang og færi á lausnum á stærri skala. En hvernig byggjum við traust og samvinnu þrátt fyrir hindranir eins og hagsmunaárekstra og hugmyndafræðilegan ágreining? Atferlisvísindin geta veitt mikilvæga innsýn í hvernig við yfirvinnum þessar hindranir og ljóst að mikil sóknarfæri liggja í hagnýtingu greinarinnar hérlendis. Loftlagsvandinn er tilkominn vegna mannlegrar hegðunar og ákvarðana og því skora ég á að stjórnvöld og fyrirtæki notfæri sér tól og vitneskju sem til er um hegðun til að móta mannlegar og árangursríkar lausnir.Höfundur er með meistaragráðu í hagnýtri félagssálfræði frá University of Amsterdam og tilheyrði skipulagsteymi Janúarráðstefnu Festu 2019. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég bið þig um staldra við og hugsa um hvað veitir þér gleði og lífsfyllingu? Á þessum nótum hóf Pablo Jenkins vinnustofu sína á Janúarráðstefnu Festu sem haldin var í Hörpu síðastliðinn fimmtudag. Þar komu saman leiðtogar og starfsmenn fyrirtæka sem er annt um þróun samfélagsábyrgðar á Íslandi. Pablo er reyndur ráðgjafi í sjálfbærri stefnumótun og hefur meðal annars starfað með ríkisstjórn Kosta Ríka, smáríkis sem hefur náð miklum árangri í sjálfbærni markmiðum. Ísland og sjálfbær áratugur Á vinnustofu Pablo Jenkins var fjallað um hvernig við getum, sem einstaklingar og þjóð, tryggt að næsti áratugur verði sem sjálfbærastur. Meðal annars voru ræddir möguleikarnir sem felast í tækni og vísindum. Pablo lagði áherslu á hve mikilvægt væri að hefja samtali þvert á sérsvið, líkt og þegar fyrrum leiðbeinandi hans við Harvard, Daniel Kahneman birti tímamótagreinina “Prospect theory” ásamt Amon Tversky. Í greininni sameina þeir vitneskju af sviði hagfræði og sálfræði og er hún talin marka upphaf af ákveðinni byltingu í notkun atferlisvísinda (Behavioural Science). Eftir ráðstefnuna ræddi ég við Pablo um hvernig smáríki eins og Ísland gæti nýtt sér þessi fræði og var hann bjartsýnn á notagildi þeirra hérlendis. Þar sem ég hef á tilfinningunni að margir þekki ekki enn hugmyndir og lausnir atferlisvísindanna útskýri ég þær hér í grófum dráttum. Fyrirsjáanleiki óskynseminnar Á bak við stefnumótun stjórnvalda og vöruþróun fyrirtækja býr alltaf einhverskonar spá um hvernig fólk muni bregðast við. Atferlisvísindin sýna að slík spá byggir oft á forsendum sem samræmast ekki hvernig við raunverulega tökum ákvarðanir. Til dæmis er algeng mýta að ef við fáum nægan aðgang að upplýsingum munum við taka skynsama ákvörðun byggða á mati á valkostunum. En af hverju held ég þá áfram að stinga berskjölduðum banana í töskuna mína, þó ég viti mætavel að líkurnar á því að hann klínist í dótið mitt eru yfirgnæfandi hærri en að ég muni eftir að borða hann? Eins vitum við flest að vistvænar samgöngur eru mun betri en bílar fyrir heilsu okkar og plánetunnar, en samt ferðast margir nær eingöngu með bíl. Við erum vanaföst og kjósum helst það sem veldur minnstri fyrirhöfn, án þess að hugsa út í langtímaafleiðingarnar. Það einfaldar okkur þann gífurlega fjölda ákvarðana sem við tökum dag hvern. Lausnir atferlisvísindanna Áhugi á að móta lausnir sem taka mið af hinum „órökréttu“ hegðanaskekkjum mannsins hefur stigmagnast. Á innan við 10 árum hafa sérstökum atferlisvísindateymum á vegum ríkistjórna og einkafyrirtækja víðsvegar um heim fjölgað um rúmlega 300. Alþjóðlegar stofnanir á borð við Alþjóðabankann, OECD og Framkvæmdarstjórn Evrópusambandssins hafa tekið saman árangur þess að nýta atferlisvísindi í stefnumótun. Þar kemur meðal annars fram að úrræðin geti skilað sér í sparnaði fyrir almenning, stjórnvöld og fyrirtæki.Atferlisvísindin geta einnig veitt mikilvæga innsýn í hvernig hvetja má fólk og samfélög til að breyta hegðun sinni í þágu umhverfisins. Í gegnum söguna hafa umhverfisverndarúrræði mestmegnis falist í sektum, skattlagningu og vitundarvakningarherferðum. Þó slík úrræði virki í sumum tilfellum er synd að ekki sé verið að notfæra sér allar þær leiðir sem til eru. Rare, Centre for Behaviour and Environment og Behavioural Insights teymi Bretlands gáfu í fyrra út nokkurskonar verkfærasett til auka græna hegðun. Þar eru lagðar fram 15 aðferðir sem skiptast í þrjá flokka eftir því hvernig þær knýja fram hegðunarbreytingar: 1) Hvatar: breyta hegðun með því að nýta réttu hvatana, tilfinningarnar og hugsanaskekkjur. 2) Félagsáhrif: notfæra sér hversu mikil áhrif aðrir hafa á okkur, t.d. benda á jákvæð viðmið, nota fyrirmyndir og opinberar skuldbindingar (public commitment) 3) Auðvelda hegðunarbreytingu: með því að fjarlægja hindranir, hjálpa fólki að skipuleggja sig og hanna umhverfi sem styður við breytinguna. Atferlisvísindin og samfélagsábyrgð Ljóst er að fyrirtæki þurfa að breyta mælikvörðum sínum á árangur svo velgengni sé ekki einungis mæld í gróða heldur einnig út frá heildar áhrifum á umhverfi, starfsfólk og neytendur. Skýr stefna í samfélagsábyrgð og fjárhagslegur ávinningur haldast í hendur. Atferlisvísindin bjóða upp á öflug tól fyrir ábyrgari starfshætti, bæði fyrir breytingar innan vinnustaða á hegðun, vinnumenningu og stjórnun og til áhrifa út á við, t.d. með því að þróa vöru og þjónustu sem auðveldar kúnnum að taka ákvarðanir sér og umhverfi í hag. Máttur mannlegra tengsla Í upphafi greinar bað ég þig um að hugsa um hvað veitti þér lífsfyllingu. Líklega var þér, líkt og gestum vinnustofu Pablo Jenkins, samvera með ástvinum ofarlega í huga. Maðurinn er nefnilega félagsvera og þörfin til að tilheyra talin til eins af hans grunnþörfum. Það er áhugavert í ljósi þess að rauður þráður í vinnustofum, erindum og panelumræðunum Janúarráðstefnunnar var ákall um aukið samstarf svo sameiginlegum sjálfbærnimarkmiðum verði náð. Mannleg tengsl veita okkur bæði tilgang og færi á lausnum á stærri skala. En hvernig byggjum við traust og samvinnu þrátt fyrir hindranir eins og hagsmunaárekstra og hugmyndafræðilegan ágreining? Atferlisvísindin geta veitt mikilvæga innsýn í hvernig við yfirvinnum þessar hindranir og ljóst að mikil sóknarfæri liggja í hagnýtingu greinarinnar hérlendis. Loftlagsvandinn er tilkominn vegna mannlegrar hegðunar og ákvarðana og því skora ég á að stjórnvöld og fyrirtæki notfæri sér tól og vitneskju sem til er um hegðun til að móta mannlegar og árangursríkar lausnir.Höfundur er með meistaragráðu í hagnýtri félagssálfræði frá University of Amsterdam og tilheyrði skipulagsteymi Janúarráðstefnu Festu 2019.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun