Lífið

Sindri leit við í sjö hundruð fermetra einbýlishúsi í Garðabæ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Berglind Berndsen sá um innanhúshönnun hússins.
Berglind Berndsen sá um innanhúshönnun hússins.

Í Heimsókn í gær skoðaði Sindri Sindrason þrjú athyglisverð heimili. Penthouse í Kópavogi, einbýlishús í Garðabæ og svo glæsihýsi á Manhattan. Hann fékk að hitta arkitektana sem hönnuði þessi heimili.

Sindri leit við í sjö hundruð fermetra einbýlishús í Garðabænum en það var Berglind Berndsen, innanhúshönnuður, sem hannaði eignina fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Berglind segir að húsið hafi verið það stórt að hún hafi unnið mest megnis með dökka liti til að skapa gott andrúmsloft í húsinu.

Í kjallaranum er heljarinnar bar og afþreyingarherbergi og margt annað. Berglind vann mikið með marmara þegar hún hannaði eignina og innréttingar en hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2. 

Klippa: Sindri leit við í sjö hundruð fermetra einbýlishúsi í Garðabæ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×