Ýmir treystir Valsliðinu til að klára titilinn án sín en lofar að koma aftur í Val: „Frábært tækifæri“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 18:00 Ýmir Örn Gíslason spilar ekki fleiri leiki með Val á þessu tímabili en ætlar að koma aftur í Val eftir atvinnumennskuna. Mynd/S2 Sport Valsarinn Ýmir Örn Gíslason hefur skrifað undir samning í hálft þriðja ár við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Þetta er mikil áskorun fyrir landsliðsmanninn unga sem hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val. Ýmir Örn var kynntur til leiks sem leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Mannheim í kvöld. „Þetta kom upp rétt fyrir helgi og er búið að ganga hratt fyrir sig. Ég er mjög ánægður með að fá þetta frábæra tækifæri,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við Guðjón Guðmundsson. Ýmir gerir sér grein fyrir því að þetta sé stór áskorun fyrir hann að hefja atvinnumannaferilinn hjá einu af stóru félögunum í þýska handboltanum. „Þetta er stór klúbbur og frábært lið með góða leikmenn og góðan þjálfara. Það er allt mjög stórt í kringum þetta og ég er mjög spenntur fyrir því að fá að spila fyrir þá, sýna hvað ég get og standa mig,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir er búinn að bíða eftir því lengi að komast út en hann hefur verið í mjög stóru hlutverki hjá Valsliðinu undanfarin tímabil. „Ég er búinn að bíða því ég vildi finna mér rétt lið. Ég ákvað að vera þolinmóður og taka eitt auka tímabil með Val. Ég er mjög ánægður með það sem ég er kominn með núna og er virkilega sáttur,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. „Ég var ekki orðinn eitthvað óþolinmóður en smá. Ég var samt sallarólegur yfir þessu, beið og tel mig hafa valið rétt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir stóð sig mjög vel með íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í síðasta mánuði og það hjálpaði örugglega til. „Það hjálpaði vissulega til og það varð til meiri áhugi en vanalega. Það var jákvætt fyrir mig og líka fyrir Val. Ég er uppalinn í Val og hef verið hér alla mína tíð. Ég elska þennan klúbb og mun koma aftur hingað seinna,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Hann er spenntur að fá að spreyta sig í sterkustu deild heims. „Það er brjáluð samkeppni í þessu liði, á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik. Þú getur átt lélega viku og þá spilar þú ekki í mínútu en átt síðan frábæru viku næst og þá spilar þú bara í 60 mínútur. Það er það sem ég vill og ég er tilbúinn í það,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Var Ýmir búinn að kynna sér klúbbinn? „Ég vissi nú alveg hvaða klúbbur þetta var. Þetta er stór klúbbur og maður hefur fylgst með þeim lengi. Ég vissi hvaða leikmenn voru þarna og hver væri þjálfarinn. Ég fæ hins vegar að kynnast klúbbnum aðeins betur þegar við förum út,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Þetta er mikið áfall fyrir Valsmenn en Ýmir hefur lagt mikið á sig til að koma sér í toppstand. „Ég treysti þeim alveg til að klára þetta og ég hef trú á þeim. Við erum með frábæra leikmenn og það er ákveðinn liðsandi og karakter í þessu liði hérna. Ég treysti þeim því fullkomlega til þess að klára þetta,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir notaði sumarið vel og hann sýndi það sérstaklega á EM hversu vel hann stendur líkamlega eftir sjö landsleiki á stuttum tíma. „Ég setti miklu meiri kraft í þetta í sumar en lenti í smá meiðslum og veikindum og léttist mikið. Ég fór að æfa með Boga og fór að lyfta og hlaupa eins og vitleysingur í tvo tíma í hádeginu, tvisvar til þrisvar í viku. Svo var allur handboltinn hjá Snorra þar sem við hlaupum, hlaupum og hlaupum,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. „Þetta er búið að vera brjálæðislega mikið núna í lyftingunum og svo er ég búinn að vera í skóla og vinna líka með þessu. Það er búið að vera þrusu mikið að gera og ég er ánægður með að ég sé að uppskera vel,“ sagði Ýmir Örn Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Ýmir: Mjög ánægður með að fá þetta frábæra tækifæri Olís-deild karla Þýski handboltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Sjá meira
Valsarinn Ýmir Örn Gíslason hefur skrifað undir samning í hálft þriðja ár við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Þetta er mikil áskorun fyrir landsliðsmanninn unga sem hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val. Ýmir Örn var kynntur til leiks sem leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Mannheim í kvöld. „Þetta kom upp rétt fyrir helgi og er búið að ganga hratt fyrir sig. Ég er mjög ánægður með að fá þetta frábæra tækifæri,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við Guðjón Guðmundsson. Ýmir gerir sér grein fyrir því að þetta sé stór áskorun fyrir hann að hefja atvinnumannaferilinn hjá einu af stóru félögunum í þýska handboltanum. „Þetta er stór klúbbur og frábært lið með góða leikmenn og góðan þjálfara. Það er allt mjög stórt í kringum þetta og ég er mjög spenntur fyrir því að fá að spila fyrir þá, sýna hvað ég get og standa mig,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir er búinn að bíða eftir því lengi að komast út en hann hefur verið í mjög stóru hlutverki hjá Valsliðinu undanfarin tímabil. „Ég er búinn að bíða því ég vildi finna mér rétt lið. Ég ákvað að vera þolinmóður og taka eitt auka tímabil með Val. Ég er mjög ánægður með það sem ég er kominn með núna og er virkilega sáttur,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. „Ég var ekki orðinn eitthvað óþolinmóður en smá. Ég var samt sallarólegur yfir þessu, beið og tel mig hafa valið rétt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir stóð sig mjög vel með íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í síðasta mánuði og það hjálpaði örugglega til. „Það hjálpaði vissulega til og það varð til meiri áhugi en vanalega. Það var jákvætt fyrir mig og líka fyrir Val. Ég er uppalinn í Val og hef verið hér alla mína tíð. Ég elska þennan klúbb og mun koma aftur hingað seinna,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Hann er spenntur að fá að spreyta sig í sterkustu deild heims. „Það er brjáluð samkeppni í þessu liði, á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik. Þú getur átt lélega viku og þá spilar þú ekki í mínútu en átt síðan frábæru viku næst og þá spilar þú bara í 60 mínútur. Það er það sem ég vill og ég er tilbúinn í það,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Var Ýmir búinn að kynna sér klúbbinn? „Ég vissi nú alveg hvaða klúbbur þetta var. Þetta er stór klúbbur og maður hefur fylgst með þeim lengi. Ég vissi hvaða leikmenn voru þarna og hver væri þjálfarinn. Ég fæ hins vegar að kynnast klúbbnum aðeins betur þegar við förum út,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Þetta er mikið áfall fyrir Valsmenn en Ýmir hefur lagt mikið á sig til að koma sér í toppstand. „Ég treysti þeim alveg til að klára þetta og ég hef trú á þeim. Við erum með frábæra leikmenn og það er ákveðinn liðsandi og karakter í þessu liði hérna. Ég treysti þeim því fullkomlega til þess að klára þetta,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir notaði sumarið vel og hann sýndi það sérstaklega á EM hversu vel hann stendur líkamlega eftir sjö landsleiki á stuttum tíma. „Ég setti miklu meiri kraft í þetta í sumar en lenti í smá meiðslum og veikindum og léttist mikið. Ég fór að æfa með Boga og fór að lyfta og hlaupa eins og vitleysingur í tvo tíma í hádeginu, tvisvar til þrisvar í viku. Svo var allur handboltinn hjá Snorra þar sem við hlaupum, hlaupum og hlaupum,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. „Þetta er búið að vera brjálæðislega mikið núna í lyftingunum og svo er ég búinn að vera í skóla og vinna líka með þessu. Það er búið að vera þrusu mikið að gera og ég er ánægður með að ég sé að uppskera vel,“ sagði Ýmir Örn Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Ýmir: Mjög ánægður með að fá þetta frábæra tækifæri
Olís-deild karla Þýski handboltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Sjá meira