Körfubolti

Sportpakkinn: Israel Martin fær gömlu lærisveinana í heimsókn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Israel Martin þekkir mjög vel til leikmanna Stólanna eftir að hafa þjálfað liðið í nokkur tímabil.
Israel Martin þekkir mjög vel til leikmanna Stólanna eftir að hafa þjálfað liðið í nokkur tímabil. Vísir/Daníel

Það er spennandi leikur fram undan í kvöld í Dómínósdeild karla í körfubolta þegar Haukar og Tindastól berjast um stigin tvö í Hafnarfirði. Liðin eru jöfn að stigum og eiga í harðri baráttu um að verða í fjórum efstu sætum deildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði þennan leik betur.

Israel Martin fyrrverandi þjálfari Tindastóls stýrir Haukum í vetur en Hafnarfjarðarliðið hefur verið á fljúgandi ferð í deildinni og unnið fimm leiki í röð. Síðasti ósigur Hauka var gegn Þór Akureyri fyrir norðan í fyrsta leiknum á þessu ári, 5. janúar.

Frá þeim ósigri hafa Haukar unnið; KR, Grindavík, Fjölni, Þór Þorlákshöfn og ÍR. Þegar Haukar mættu Tindastóli fyrir norðan í 13. nóvember þá höfðu Stólarnir betur og sigruðu 89-77. Tindastóll hélt forystunni allan tímann.

Tindastóll tapaði þremur af fjórum fyrstu leikjum á þessu ári en hefur unnið tvo síðustu leiki, gegn Þór og KR.

FlenardWhitfield er stigahæsti og frákastahæsti leikmaður Hauka, meðaltalið hjá honum er 20,6 stig og 10,9 fráköst. Kári Jónsson er að ná sínum fyrri styrk og er búinn að skora 20 stig eða meira í tveimur síðustu leikjum. Hann er með 16,6 stig að meðaltali og hefur tekið flestar stoðsendingar í liðinu, 6,8.

SinisaBilic er stigahæstur hjá Tindastóli með 20,6 stig að meðaltali. Jaka Brodnik er með 15,1 stig, 7,3 fráköst og 2,8 stoðsendingar. Nýjasti liðsmaður Stólanna, DeremyTerrellGeiger spilar sinn fjórða leik í kvöld. Hann hefur skilað 18,7 stigum, 1,7 frákasti og 3,3 stoðsendingum. 

Það má sjá Arnar Björnsson fara yfir þennan leik hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Umfjöllun um Tindastóll - Haukar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×