Ætla að kveða niður Foodco grýluna Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 08:00 Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Gleðipinna. Vísir/Frosti Veitingastaðir sem vaxa hratt geta oft fengið á sig stórfyrirtækjabrag sem svo bitnar á orðsporinu. Þannig er ákveðin „Foodco-grýla í gangi í þjóðfélaginu“ að sögn Jóhannesar Ásbjörnssonar, eins eigenda Gleðipinna, sem einhver innistæða er þó fyrir. Hann segir að íslenskir veitingamenn séu „alltaf drulluhræddir“ við slæmt umtal, Ísland sé lítill markaður og almannarómur því sterkur. Þannig geti fjölmennir Facebook-hópar haft sitthvað að segja um orðspor veitingastaða. Jóhannes segir að þá þýði ekkert að fara í fýlu heldur sé lykilinn að hlusta á gagnrýnina og laga það sem hefur farið aflaga. Jóhannes var til viðtals í Harmageddon eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna Foodco og Gleðipinna á þriðjudag. Með því varð til ein stærsta veitingastaðakeðja landsins en undir hatti Gleðipinna eru 26 staðir og 11 vörumerki; Hamborgarafabrikkan, Saffran, Keiluhöllin, Shake&Pizza, American Style, Blackbox, Roadhouse, Eldsmiðjan, Aktu Taktu, Pítan og Kaffivagninn. Það er líklega ekki að ástæðulausu að hið sameinaða fyrirtæki hafi ákveðið að reiða sig á nafn Gleðipinna en ekki Foodco. Óhætt er að fullyrða að fáar skyndibitakeðjur hafi á sér verra orð en Foodco, sem stofnað var árið 2002. Með tíð og tíma hefur félagið sankað að sér þekktum vörumerkjum á veitingamarkaði við litla hrifningu netverja sem telja að gæði þjónustu og vöru rýrni eftir yfirtöku Foodco. Þetta viðhorf má til að mynda sjá í athugasemdakerfinu við þessa frétt um yfirvofandi samruna Gleðipinna og Foodco. Jóhannes með stofnefndum Blackbox, Karli Viggó Vigfússyni og Jóni Gunnari Geirdal þegar Gleðipinnar keyptu pizzastaðinn. Jóhannes segist sjálfur ekki hafa farið varhluta af þessari gagnrýni. Hann hafi séð fjölda fólks úthúða Foodco á netinu, Jóhannes telur fyrirtækið jafnvel eiga sér hatursmenn. „Það er ákveðin Foodco-grýla í gangi í þjóðfélaginu,“ segir Jóhannes sem rekur hatrið til stórfyrirtækjaásýndarinnar sem félagið hafði. Hið stóra, vonda móðurfélag sem drepur allt það sem gerði litlu veitingastaðina sérstaka. Eldsmiðjan var nefnd í þessu samhengi í Harmageddon, sem Foodco gleypti árið 2007. Jóhannes segir ekki útilokað að einhver fótur kunni að vera fyrir gagnrýni á staðinn eftir yfirtökuna, enda sé auðvelt að „missa fókusinn“ þegar fyrirtæki stækka hratt. „Það er auðvelt að beygja af leið þegar kemur að smáatriðunum,“ segir Jóhannes og nefnir að aðstandendur Gleðipinna hafi lagst yfir það sem betur má fara í rekstri Eldsmiðjunnar. Til að mynda þurfi meiri stöðugleika í pizzubaksturinn og passa upp á þjónustuna. Yfirhalning stendur yfir „Ég held að það sé alveg rétt að Eldsmiðjan hefur dalað hvað þetta varðar síðustu ár,“ segir Jóhannes. Þetta þurfi að taka í gegn og segir hann það standa til. „Absalút.“ Að sama skapi er þegar hafin vinna við að uppfæra Saffran, American Style og Roadhouse. Sem dæmi má nefna að hamborgarabuffin á American Style hafa verið stækkuð, úr 90 grömmum í 120, auk þess sem skipt hefur verið um brauð. Aðspurður um hvort ekki verði enn erfiðara að halda utan um rekstur staðanna í sameinuðum Gleðipinnum, nú þegar vörumerkin eru orðin 11 talsins og starfsmennirnir rúmlega 600, segist Jóhannes ekki efast um að það verði „örugglega hellings mál.“ Því sé mikilvægt að fá inn fagfólk sem kann til verka, eins og hæfileikaríka kokka, til að passa upp á gæðastjórnunina. „Það er engin stutt leið að þessu,“ segir Jóhannes. „Þú verður bara að fara svolítið einlægur inn í þetta og gera þitt besta. Segja fólki hvað þú ætlar að gera, standa síðan við það sem þú segir og ef það heppnast þá hef ég engar áhyggjur af því að það komi ekki viðskiptavinir.“ Fúlir viðskiptavinir eru gjarnir á að láta óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum.Getty/Westend61 Dauðhrædd við slæmt umtal Það þurfi þó meira til svo að tryggja megi viðskipti. Á litlum markaði eins og á Íslandi skiptir umtalið (e. word of mouth) líka miklu máli. Jóhannes segir ekkert launungarmál að íslenskir veitingamenn séu „alltaf drulluhræddir“ um að lenda í neikvæðri umræðu, sem geti dreifst hratt út meðal landsmanna. Þannig geti fjölmennir Facebook-hópar eins og Matartips, þar sem 37 þúsund íslenskir matgæðingar ræða um veitingastaði og matreiðslu, haft töluverð áhrif. Jóhannes segist sjálfur hafa sett sig í samband við gagnrýnendur sína á netinu, til að mynda fólk sem sett hefur út á veitingar á Hamborgarafabrikkunni. „Lykilinn að þessu er að það þýðir ekkert að fara í fýlu,“ segir Jóhannes. „Þú verður að hlusta á það sem fólk er að segja og taka umræðuna. Stundum er einhver innistæða fyrir því og þá verður að bera kennsl á það og laga það.“ Í tilfelli Foodco neitar Jóhannes ekki að þar kunni að vera vandamál til staðar. Umræðan um félagið sé þó sterkari en raunveruleg vandamál. „Þannig blasir þetta við mér. Menn þurfa bara að vera svolítið heiðarlegir og reyna að hlusta og lesa það sem fólk er að segja,“ segir Jóhannes. Þannig megi laga það sem aflaga fer. Viðtal Jóhannesar Ásbjörnssonar við Harmageddon má heyra hér að neðan. Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Hvítt verður svart í Mosfellsbænum Fyrsta stækkun Blackbox eftir að nýir eigendur komu inn verður í Mosfellsbæ. Gleðipinnarnir í eigendahópnum hafa keypt húsið þar sem Hvíti riddarinn var áður starfræktur í Mosfellsbænum. 7. janúar 2019 07:30 FoodCo og Gleðipinnar sameinast Með samruna veitingafyrirtækjanna FoodCo og Gleðipinna verður lögð meiri áhersla á gæði og hlúð betur að sérkennum og kjarna staðanna. 30. ágúst 2019 08:47 Múlakaffi og Jói kaupa Blackbox Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni. 6. desember 2018 09:37 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Veitingastaðir sem vaxa hratt geta oft fengið á sig stórfyrirtækjabrag sem svo bitnar á orðsporinu. Þannig er ákveðin „Foodco-grýla í gangi í þjóðfélaginu“ að sögn Jóhannesar Ásbjörnssonar, eins eigenda Gleðipinna, sem einhver innistæða er þó fyrir. Hann segir að íslenskir veitingamenn séu „alltaf drulluhræddir“ við slæmt umtal, Ísland sé lítill markaður og almannarómur því sterkur. Þannig geti fjölmennir Facebook-hópar haft sitthvað að segja um orðspor veitingastaða. Jóhannes segir að þá þýði ekkert að fara í fýlu heldur sé lykilinn að hlusta á gagnrýnina og laga það sem hefur farið aflaga. Jóhannes var til viðtals í Harmageddon eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna Foodco og Gleðipinna á þriðjudag. Með því varð til ein stærsta veitingastaðakeðja landsins en undir hatti Gleðipinna eru 26 staðir og 11 vörumerki; Hamborgarafabrikkan, Saffran, Keiluhöllin, Shake&Pizza, American Style, Blackbox, Roadhouse, Eldsmiðjan, Aktu Taktu, Pítan og Kaffivagninn. Það er líklega ekki að ástæðulausu að hið sameinaða fyrirtæki hafi ákveðið að reiða sig á nafn Gleðipinna en ekki Foodco. Óhætt er að fullyrða að fáar skyndibitakeðjur hafi á sér verra orð en Foodco, sem stofnað var árið 2002. Með tíð og tíma hefur félagið sankað að sér þekktum vörumerkjum á veitingamarkaði við litla hrifningu netverja sem telja að gæði þjónustu og vöru rýrni eftir yfirtöku Foodco. Þetta viðhorf má til að mynda sjá í athugasemdakerfinu við þessa frétt um yfirvofandi samruna Gleðipinna og Foodco. Jóhannes með stofnefndum Blackbox, Karli Viggó Vigfússyni og Jóni Gunnari Geirdal þegar Gleðipinnar keyptu pizzastaðinn. Jóhannes segist sjálfur ekki hafa farið varhluta af þessari gagnrýni. Hann hafi séð fjölda fólks úthúða Foodco á netinu, Jóhannes telur fyrirtækið jafnvel eiga sér hatursmenn. „Það er ákveðin Foodco-grýla í gangi í þjóðfélaginu,“ segir Jóhannes sem rekur hatrið til stórfyrirtækjaásýndarinnar sem félagið hafði. Hið stóra, vonda móðurfélag sem drepur allt það sem gerði litlu veitingastaðina sérstaka. Eldsmiðjan var nefnd í þessu samhengi í Harmageddon, sem Foodco gleypti árið 2007. Jóhannes segir ekki útilokað að einhver fótur kunni að vera fyrir gagnrýni á staðinn eftir yfirtökuna, enda sé auðvelt að „missa fókusinn“ þegar fyrirtæki stækka hratt. „Það er auðvelt að beygja af leið þegar kemur að smáatriðunum,“ segir Jóhannes og nefnir að aðstandendur Gleðipinna hafi lagst yfir það sem betur má fara í rekstri Eldsmiðjunnar. Til að mynda þurfi meiri stöðugleika í pizzubaksturinn og passa upp á þjónustuna. Yfirhalning stendur yfir „Ég held að það sé alveg rétt að Eldsmiðjan hefur dalað hvað þetta varðar síðustu ár,“ segir Jóhannes. Þetta þurfi að taka í gegn og segir hann það standa til. „Absalút.“ Að sama skapi er þegar hafin vinna við að uppfæra Saffran, American Style og Roadhouse. Sem dæmi má nefna að hamborgarabuffin á American Style hafa verið stækkuð, úr 90 grömmum í 120, auk þess sem skipt hefur verið um brauð. Aðspurður um hvort ekki verði enn erfiðara að halda utan um rekstur staðanna í sameinuðum Gleðipinnum, nú þegar vörumerkin eru orðin 11 talsins og starfsmennirnir rúmlega 600, segist Jóhannes ekki efast um að það verði „örugglega hellings mál.“ Því sé mikilvægt að fá inn fagfólk sem kann til verka, eins og hæfileikaríka kokka, til að passa upp á gæðastjórnunina. „Það er engin stutt leið að þessu,“ segir Jóhannes. „Þú verður bara að fara svolítið einlægur inn í þetta og gera þitt besta. Segja fólki hvað þú ætlar að gera, standa síðan við það sem þú segir og ef það heppnast þá hef ég engar áhyggjur af því að það komi ekki viðskiptavinir.“ Fúlir viðskiptavinir eru gjarnir á að láta óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum.Getty/Westend61 Dauðhrædd við slæmt umtal Það þurfi þó meira til svo að tryggja megi viðskipti. Á litlum markaði eins og á Íslandi skiptir umtalið (e. word of mouth) líka miklu máli. Jóhannes segir ekkert launungarmál að íslenskir veitingamenn séu „alltaf drulluhræddir“ um að lenda í neikvæðri umræðu, sem geti dreifst hratt út meðal landsmanna. Þannig geti fjölmennir Facebook-hópar eins og Matartips, þar sem 37 þúsund íslenskir matgæðingar ræða um veitingastaði og matreiðslu, haft töluverð áhrif. Jóhannes segist sjálfur hafa sett sig í samband við gagnrýnendur sína á netinu, til að mynda fólk sem sett hefur út á veitingar á Hamborgarafabrikkunni. „Lykilinn að þessu er að það þýðir ekkert að fara í fýlu,“ segir Jóhannes. „Þú verður að hlusta á það sem fólk er að segja og taka umræðuna. Stundum er einhver innistæða fyrir því og þá verður að bera kennsl á það og laga það.“ Í tilfelli Foodco neitar Jóhannes ekki að þar kunni að vera vandamál til staðar. Umræðan um félagið sé þó sterkari en raunveruleg vandamál. „Þannig blasir þetta við mér. Menn þurfa bara að vera svolítið heiðarlegir og reyna að hlusta og lesa það sem fólk er að segja,“ segir Jóhannes. Þannig megi laga það sem aflaga fer. Viðtal Jóhannesar Ásbjörnssonar við Harmageddon má heyra hér að neðan.
Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Hvítt verður svart í Mosfellsbænum Fyrsta stækkun Blackbox eftir að nýir eigendur komu inn verður í Mosfellsbæ. Gleðipinnarnir í eigendahópnum hafa keypt húsið þar sem Hvíti riddarinn var áður starfræktur í Mosfellsbænum. 7. janúar 2019 07:30 FoodCo og Gleðipinnar sameinast Með samruna veitingafyrirtækjanna FoodCo og Gleðipinna verður lögð meiri áhersla á gæði og hlúð betur að sérkennum og kjarna staðanna. 30. ágúst 2019 08:47 Múlakaffi og Jói kaupa Blackbox Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni. 6. desember 2018 09:37 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Hvítt verður svart í Mosfellsbænum Fyrsta stækkun Blackbox eftir að nýir eigendur komu inn verður í Mosfellsbæ. Gleðipinnarnir í eigendahópnum hafa keypt húsið þar sem Hvíti riddarinn var áður starfræktur í Mosfellsbænum. 7. janúar 2019 07:30
FoodCo og Gleðipinnar sameinast Með samruna veitingafyrirtækjanna FoodCo og Gleðipinna verður lögð meiri áhersla á gæði og hlúð betur að sérkennum og kjarna staðanna. 30. ágúst 2019 08:47
Múlakaffi og Jói kaupa Blackbox Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni. 6. desember 2018 09:37