Sportpakkinn: Janúar mjög krefjandi fyrir starfsmenn Laugardalsvallar en völlurinn leit vel út í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 16:00 Grasið á Laugardalsvellinum í dag og Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Vísir/Sigurjón Nú eru sjö vikur þangað til Íslendingar mæta Rúmenum í umspili um sæti í Evrópukeppni landsliða í fótbolta. Leikurinn verður á Laugardalsvellinum 26. mars. Starfsmenn vallarins hafa unnið hörðum höndum að verja hann frá skemmdum í vetur. Arnar Björnsson skoðaði hvernig staðan var á vellinum í dag. „Staðan er bara fín. Við erum ansi ánægð með hitann síðustu daga. Fyrir viku var allt í snjó og kulda en núna er eins og þú sérð er völlurinn auður og engir pollar,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Væri hægt að spila á vellinum í dag? „Ekki í dag en á morgun,“ sagði Kristinn brosandi en er þetta búið að vera endalaust kapphlaup að verja völlinn? „Þetta er búið að vera mjög krefjandi frá áramótum þótt að desember hafi verið góður. Janúar var mjög krefjandi og við eyddum mörgum stundum hér úti að moka snjó til að koma í veg fyrir svellmyndum,“ sagði Kristinn. Í mars verður hlífðardúkur settur á völlinn en þangað til þurfa starfsmenn að vakta völlinn. Klippa: Sportpakkinn: Við erum mjög sátt með Laugardalsvöll eins og staðan er núna „Við þurfum að koma í veg fyrir að einhverjar skemmdir myndist, eins og pollar, svell, snjór, ísing eða kal. Í byrjun mars kemur pulsan og verður í þrjár vikur. Það er bara annað plan þá því þá ertu að vinna með aðrar aðstæður. Byrjaður að mynda smá hita á yfirborðinu og við að verja völlinn fyrir vindi, kulda og vatni,“ sagði Kristinn. Verða þeir komnir fyrir horn ef allt verður í góðu lagi þegar pulsan fræga kemur í mars. „Já ég myndi segja það en maður er aldrei sloppinn svo sem. Pulsan er þannig að hún getur ekki verið uppi í ákveðnum vindhraða. Ef mars verður skelfilegur hvað það varðar og ef við þurfum alltaf að vera með pulsuna niðri þá geta myndast vandræði,“ sagði Kristinn sem er samt bjartsýnn á að þetta gangi áfram vel. „Við vonum það og ég hugsa það, miðað við alla þá vinnu sem við höfum lagt í völlinn í vetur, að við ættum að vera ansi örugg í lok febrúar,“ sagði Kristinn. Völlurinn leit mjög vel út í dag þegar Arnar Björnsson leit við í Laugardalnum. „Hann er fjarska fallegur en hann er enn þá blautur og það er smá frost í honum. Við erum mjög sátt með hann eins og staðan er núna,“ sagði Kristinn en það má finna viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir ofan. EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Nú eru sjö vikur þangað til Íslendingar mæta Rúmenum í umspili um sæti í Evrópukeppni landsliða í fótbolta. Leikurinn verður á Laugardalsvellinum 26. mars. Starfsmenn vallarins hafa unnið hörðum höndum að verja hann frá skemmdum í vetur. Arnar Björnsson skoðaði hvernig staðan var á vellinum í dag. „Staðan er bara fín. Við erum ansi ánægð með hitann síðustu daga. Fyrir viku var allt í snjó og kulda en núna er eins og þú sérð er völlurinn auður og engir pollar,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Væri hægt að spila á vellinum í dag? „Ekki í dag en á morgun,“ sagði Kristinn brosandi en er þetta búið að vera endalaust kapphlaup að verja völlinn? „Þetta er búið að vera mjög krefjandi frá áramótum þótt að desember hafi verið góður. Janúar var mjög krefjandi og við eyddum mörgum stundum hér úti að moka snjó til að koma í veg fyrir svellmyndum,“ sagði Kristinn. Í mars verður hlífðardúkur settur á völlinn en þangað til þurfa starfsmenn að vakta völlinn. Klippa: Sportpakkinn: Við erum mjög sátt með Laugardalsvöll eins og staðan er núna „Við þurfum að koma í veg fyrir að einhverjar skemmdir myndist, eins og pollar, svell, snjór, ísing eða kal. Í byrjun mars kemur pulsan og verður í þrjár vikur. Það er bara annað plan þá því þá ertu að vinna með aðrar aðstæður. Byrjaður að mynda smá hita á yfirborðinu og við að verja völlinn fyrir vindi, kulda og vatni,“ sagði Kristinn. Verða þeir komnir fyrir horn ef allt verður í góðu lagi þegar pulsan fræga kemur í mars. „Já ég myndi segja það en maður er aldrei sloppinn svo sem. Pulsan er þannig að hún getur ekki verið uppi í ákveðnum vindhraða. Ef mars verður skelfilegur hvað það varðar og ef við þurfum alltaf að vera með pulsuna niðri þá geta myndast vandræði,“ sagði Kristinn sem er samt bjartsýnn á að þetta gangi áfram vel. „Við vonum það og ég hugsa það, miðað við alla þá vinnu sem við höfum lagt í völlinn í vetur, að við ættum að vera ansi örugg í lok febrúar,“ sagði Kristinn. Völlurinn leit mjög vel út í dag þegar Arnar Björnsson leit við í Laugardalnum. „Hann er fjarska fallegur en hann er enn þá blautur og það er smá frost í honum. Við erum mjög sátt með hann eins og staðan er núna,“ sagði Kristinn en það má finna viðtal Arnars Björnssonar við hann hér fyrir ofan.
EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira