Alfreð Gíslason nýr landsliðsþjálfari Þýskalands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 15:54 Alfreð Gíslson fagnar titli með Kiel Getty/Martin Rose Alfreð Gíslson var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari þýska landsliðsins í handbolta en hann mun taka við starfinu 9. mars næstkomandi. Fyrsti landsleikur Þjóðverjar undir stjórn Alfreðs verður „Íslendingaslagur“ en Þjóðverjar mæta þá Hollandi 13. mars. Erlingur Richardsson er þjálfari Hollendinga. Alfreð Gíslason hætti með Kiel síðasta vor eftir ellefu ára starf. Hann hafði þjálfað í þýsku deildinni samfellt frá árinu 1997. +++ Breaking News +++ Trainer-Wechsel beim DHB: Alfred Gislason ist neuer Bundestrainer der Männer-Nationalmannschaft. Alle Infos ⤵ #aufgehtsDHB#Handballhttps://t.co/1ORxJbqe53— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) February 6, 2020 Fyrsta stóra verkefni Alfreðs með þýska landsliðið verður að koma þýska landsliðinu á Ólympíuleikana í Tókýó. Þýskaland er í riðli með Svíþjóð, Slóveníu og Alsír í umspilinu og tvær þjóðir komast áfram. Umspilið fer fram frá 17. til 19. apríl og ferill riðill Þjóðverja fram í Berlín. Þetta verður annað landsliðsþjálfarastarf Alfreðs á þjálfaraferlinum en hann stýrði íslenska landsliðinu frá 2006 til 2008. Samningur Alfreðs er til tveggja ára eða fram yfir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í ársbyrjun 2022. Alfreð er einn sigursælasti þjálfari í sögu þýsku deildarinnar. Hann vann þýska titilinn sjö sinnum með Kiel (6) og Magdeburg (1) og þýsku bikarkeppnina sex sinnum þar af á síðasta tímabili sínu með Kiel. Alfreð vann einnig Meistaradeildina þrisvar sinnum, árið 2002 með Magdeburg og árin 2010 og 2012 með Kiel. Alfreð Gíslason er annar Íslendingurinn sem þjálfar þýska landsliðið því Dagur Sigurðsson þjálfaði það frá 15. september 2014 til 31. janúar 2017. Dagur gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum árið 2016 og liðið vann brons á Ólympíuleikunum sama ár. Alfreð tekur við starfi Christian Prokop sem hefur farið með þýska landsliðið á síðustu þrjú stórmót. Þjóðverjar lentu undir hans stjórn í 9. sæti á EM 2018, í 4. sæti á HM 2019 og nú síðast í 5. sæti á EM 2020 eftir sigur á Portúgal í leiknum um fimmta sætið. Handbolti Íslendingar erlendis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þýskaland Þýski handboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira
Alfreð Gíslson var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari þýska landsliðsins í handbolta en hann mun taka við starfinu 9. mars næstkomandi. Fyrsti landsleikur Þjóðverjar undir stjórn Alfreðs verður „Íslendingaslagur“ en Þjóðverjar mæta þá Hollandi 13. mars. Erlingur Richardsson er þjálfari Hollendinga. Alfreð Gíslason hætti með Kiel síðasta vor eftir ellefu ára starf. Hann hafði þjálfað í þýsku deildinni samfellt frá árinu 1997. +++ Breaking News +++ Trainer-Wechsel beim DHB: Alfred Gislason ist neuer Bundestrainer der Männer-Nationalmannschaft. Alle Infos ⤵ #aufgehtsDHB#Handballhttps://t.co/1ORxJbqe53— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) February 6, 2020 Fyrsta stóra verkefni Alfreðs með þýska landsliðið verður að koma þýska landsliðinu á Ólympíuleikana í Tókýó. Þýskaland er í riðli með Svíþjóð, Slóveníu og Alsír í umspilinu og tvær þjóðir komast áfram. Umspilið fer fram frá 17. til 19. apríl og ferill riðill Þjóðverja fram í Berlín. Þetta verður annað landsliðsþjálfarastarf Alfreðs á þjálfaraferlinum en hann stýrði íslenska landsliðinu frá 2006 til 2008. Samningur Alfreðs er til tveggja ára eða fram yfir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í ársbyrjun 2022. Alfreð er einn sigursælasti þjálfari í sögu þýsku deildarinnar. Hann vann þýska titilinn sjö sinnum með Kiel (6) og Magdeburg (1) og þýsku bikarkeppnina sex sinnum þar af á síðasta tímabili sínu með Kiel. Alfreð vann einnig Meistaradeildina þrisvar sinnum, árið 2002 með Magdeburg og árin 2010 og 2012 með Kiel. Alfreð Gíslason er annar Íslendingurinn sem þjálfar þýska landsliðið því Dagur Sigurðsson þjálfaði það frá 15. september 2014 til 31. janúar 2017. Dagur gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum árið 2016 og liðið vann brons á Ólympíuleikunum sama ár. Alfreð tekur við starfi Christian Prokop sem hefur farið með þýska landsliðið á síðustu þrjú stórmót. Þjóðverjar lentu undir hans stjórn í 9. sæti á EM 2018, í 4. sæti á HM 2019 og nú síðast í 5. sæti á EM 2020 eftir sigur á Portúgal í leiknum um fimmta sætið.
Handbolti Íslendingar erlendis Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þýskaland Þýski handboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira