Arnar: Pavel var nú bara eins og Steph Curry Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 7. febrúar 2020 20:29 Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar. vísir/daníel Eftir að hafa unnið alla leiki síðan í október töpuðu Stjörnumenn óvænt á Hlíðarenda í kvöld. Það sem gerði úrslitin ennþá óvæntari var að gestirnir töpuðu með 30 stigum en það er klárlega þeirra stærsta tap á tímabilinu. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var eins og við mátti búast vonsvikinn eftir leik. „Við töpuðum bara fyrir liði sem spilaði miklu betur en við í dag.” Ægir Þór Steinarsson sem hefur verið einn af bestu mönnum Stjörnunnar í vetur var fjarverandi í kvöld og sást vel á leik liðsins að það munaði um hann. Arnar var þó ekki að leita sér að afsökunum. „Ægir var veikur en hann hefði ekki breytt þessu.” Aðspurður hvort að Ægir hefði ekki bætt leik liðsins sem hafði unnið þrettán leiki í röð með hann innanborðs svaraði Arnar aftur: „Ægir er góður í körfu en hann er samt enginn töfrakall. Þeir voru bara miklu betri en við. Orkustigið þeirra var betra en okkar orkustig var bara ansi lélegt.” Einn af þeim leikmönnum sem á oftast að reyna að leysa Ægi af er ungi heimamaðurinn Dúi Þór Jónsson. Dúi var klaufi í fyrri hálfleik og fékk snemma fjórar villur. Til þess að passa að Dúi myndi ekki villa útaf spilaði hann ekkert aftur fyrr en um miðjan fjórða leikhluta þegar leikurinn var búinn. Arnar var ekki tilbúinn að taka sénsinn fyrr að Dúi myndi fá fjórðu villuna sína. „Málið er að hann var með fjórar villur. Ef hann fær aðra villu þá spilar hann ekkert meira í leiknum. Við vitum alveg að Dúi er góður, við höfum trú á honum og hann hefur staðið sig vel með okkur og með Álftanesi í 1. deildinni þar sem hann er á venslasamning. En þegar þú ert kominn með fjórar villur svona snemma þá er bara mjög erfitt hvenær á að setja menn aftur inná.” „Það gekk enginn varnarleikur hér í kvöld. Við prófuðum ansi margt og það mistókst allt alveg hrikalega,” sagði Arnar um misheppnaðan varnarleik Stjörnunnar en Valsmenn skoruðu 108 stig í leiknum úr tæplega 90 sóknum. „Pavel var nú bara eins og Steph Curry þarna á tímabili hann var algjörlega frábær. Naor Sharabani var sömuleiðis mjög góður og Illugi Steingrímsson líka. Það voru margir leikmenn hjá þeim sem spiluðu vel og færri hjá okkur.” Stjarnan er að keppa í undanúrslitum í bikarnum í næstu viku þar sem þeir geta farið langleiðina með að tryggja sér fyrsta titil tímabilsins. Arnar vildi samt ekki niðurspila mikilvægi þessa leiks fyrir Garðbæingana. „Það eru bara allir leikir stórir. Núna erum við búnir að galopna fyrir Keflavík að taka deildarmeistaratitilinn. Það skipta allir leikir í þessari deild miklu máli og síðan er bikarinn bara svona sér ævintýri.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 106-76 | Ótrúleg úrslit á Hlíðarenda Valsmenn klifruðu í kvöld upp úr fallsæti með því að sigra Stjörnuna. Stjarnan var fyrir leikinn ekki búin að tapa leik síðan í október. 7. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Eftir að hafa unnið alla leiki síðan í október töpuðu Stjörnumenn óvænt á Hlíðarenda í kvöld. Það sem gerði úrslitin ennþá óvæntari var að gestirnir töpuðu með 30 stigum en það er klárlega þeirra stærsta tap á tímabilinu. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var eins og við mátti búast vonsvikinn eftir leik. „Við töpuðum bara fyrir liði sem spilaði miklu betur en við í dag.” Ægir Þór Steinarsson sem hefur verið einn af bestu mönnum Stjörnunnar í vetur var fjarverandi í kvöld og sást vel á leik liðsins að það munaði um hann. Arnar var þó ekki að leita sér að afsökunum. „Ægir var veikur en hann hefði ekki breytt þessu.” Aðspurður hvort að Ægir hefði ekki bætt leik liðsins sem hafði unnið þrettán leiki í röð með hann innanborðs svaraði Arnar aftur: „Ægir er góður í körfu en hann er samt enginn töfrakall. Þeir voru bara miklu betri en við. Orkustigið þeirra var betra en okkar orkustig var bara ansi lélegt.” Einn af þeim leikmönnum sem á oftast að reyna að leysa Ægi af er ungi heimamaðurinn Dúi Þór Jónsson. Dúi var klaufi í fyrri hálfleik og fékk snemma fjórar villur. Til þess að passa að Dúi myndi ekki villa útaf spilaði hann ekkert aftur fyrr en um miðjan fjórða leikhluta þegar leikurinn var búinn. Arnar var ekki tilbúinn að taka sénsinn fyrr að Dúi myndi fá fjórðu villuna sína. „Málið er að hann var með fjórar villur. Ef hann fær aðra villu þá spilar hann ekkert meira í leiknum. Við vitum alveg að Dúi er góður, við höfum trú á honum og hann hefur staðið sig vel með okkur og með Álftanesi í 1. deildinni þar sem hann er á venslasamning. En þegar þú ert kominn með fjórar villur svona snemma þá er bara mjög erfitt hvenær á að setja menn aftur inná.” „Það gekk enginn varnarleikur hér í kvöld. Við prófuðum ansi margt og það mistókst allt alveg hrikalega,” sagði Arnar um misheppnaðan varnarleik Stjörnunnar en Valsmenn skoruðu 108 stig í leiknum úr tæplega 90 sóknum. „Pavel var nú bara eins og Steph Curry þarna á tímabili hann var algjörlega frábær. Naor Sharabani var sömuleiðis mjög góður og Illugi Steingrímsson líka. Það voru margir leikmenn hjá þeim sem spiluðu vel og færri hjá okkur.” Stjarnan er að keppa í undanúrslitum í bikarnum í næstu viku þar sem þeir geta farið langleiðina með að tryggja sér fyrsta titil tímabilsins. Arnar vildi samt ekki niðurspila mikilvægi þessa leiks fyrir Garðbæingana. „Það eru bara allir leikir stórir. Núna erum við búnir að galopna fyrir Keflavík að taka deildarmeistaratitilinn. Það skipta allir leikir í þessari deild miklu máli og síðan er bikarinn bara svona sér ævintýri.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 106-76 | Ótrúleg úrslit á Hlíðarenda Valsmenn klifruðu í kvöld upp úr fallsæti með því að sigra Stjörnuna. Stjarnan var fyrir leikinn ekki búin að tapa leik síðan í október. 7. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 106-76 | Ótrúleg úrslit á Hlíðarenda Valsmenn klifruðu í kvöld upp úr fallsæti með því að sigra Stjörnuna. Stjarnan var fyrir leikinn ekki búin að tapa leik síðan í október. 7. febrúar 2020 21:15