Arnar: Pavel var nú bara eins og Steph Curry Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 7. febrúar 2020 20:29 Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar. vísir/daníel Eftir að hafa unnið alla leiki síðan í október töpuðu Stjörnumenn óvænt á Hlíðarenda í kvöld. Það sem gerði úrslitin ennþá óvæntari var að gestirnir töpuðu með 30 stigum en það er klárlega þeirra stærsta tap á tímabilinu. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var eins og við mátti búast vonsvikinn eftir leik. „Við töpuðum bara fyrir liði sem spilaði miklu betur en við í dag.” Ægir Þór Steinarsson sem hefur verið einn af bestu mönnum Stjörnunnar í vetur var fjarverandi í kvöld og sást vel á leik liðsins að það munaði um hann. Arnar var þó ekki að leita sér að afsökunum. „Ægir var veikur en hann hefði ekki breytt þessu.” Aðspurður hvort að Ægir hefði ekki bætt leik liðsins sem hafði unnið þrettán leiki í röð með hann innanborðs svaraði Arnar aftur: „Ægir er góður í körfu en hann er samt enginn töfrakall. Þeir voru bara miklu betri en við. Orkustigið þeirra var betra en okkar orkustig var bara ansi lélegt.” Einn af þeim leikmönnum sem á oftast að reyna að leysa Ægi af er ungi heimamaðurinn Dúi Þór Jónsson. Dúi var klaufi í fyrri hálfleik og fékk snemma fjórar villur. Til þess að passa að Dúi myndi ekki villa útaf spilaði hann ekkert aftur fyrr en um miðjan fjórða leikhluta þegar leikurinn var búinn. Arnar var ekki tilbúinn að taka sénsinn fyrr að Dúi myndi fá fjórðu villuna sína. „Málið er að hann var með fjórar villur. Ef hann fær aðra villu þá spilar hann ekkert meira í leiknum. Við vitum alveg að Dúi er góður, við höfum trú á honum og hann hefur staðið sig vel með okkur og með Álftanesi í 1. deildinni þar sem hann er á venslasamning. En þegar þú ert kominn með fjórar villur svona snemma þá er bara mjög erfitt hvenær á að setja menn aftur inná.” „Það gekk enginn varnarleikur hér í kvöld. Við prófuðum ansi margt og það mistókst allt alveg hrikalega,” sagði Arnar um misheppnaðan varnarleik Stjörnunnar en Valsmenn skoruðu 108 stig í leiknum úr tæplega 90 sóknum. „Pavel var nú bara eins og Steph Curry þarna á tímabili hann var algjörlega frábær. Naor Sharabani var sömuleiðis mjög góður og Illugi Steingrímsson líka. Það voru margir leikmenn hjá þeim sem spiluðu vel og færri hjá okkur.” Stjarnan er að keppa í undanúrslitum í bikarnum í næstu viku þar sem þeir geta farið langleiðina með að tryggja sér fyrsta titil tímabilsins. Arnar vildi samt ekki niðurspila mikilvægi þessa leiks fyrir Garðbæingana. „Það eru bara allir leikir stórir. Núna erum við búnir að galopna fyrir Keflavík að taka deildarmeistaratitilinn. Það skipta allir leikir í þessari deild miklu máli og síðan er bikarinn bara svona sér ævintýri.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 106-76 | Ótrúleg úrslit á Hlíðarenda Valsmenn klifruðu í kvöld upp úr fallsæti með því að sigra Stjörnuna. Stjarnan var fyrir leikinn ekki búin að tapa leik síðan í október. 7. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Eftir að hafa unnið alla leiki síðan í október töpuðu Stjörnumenn óvænt á Hlíðarenda í kvöld. Það sem gerði úrslitin ennþá óvæntari var að gestirnir töpuðu með 30 stigum en það er klárlega þeirra stærsta tap á tímabilinu. Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var eins og við mátti búast vonsvikinn eftir leik. „Við töpuðum bara fyrir liði sem spilaði miklu betur en við í dag.” Ægir Þór Steinarsson sem hefur verið einn af bestu mönnum Stjörnunnar í vetur var fjarverandi í kvöld og sást vel á leik liðsins að það munaði um hann. Arnar var þó ekki að leita sér að afsökunum. „Ægir var veikur en hann hefði ekki breytt þessu.” Aðspurður hvort að Ægir hefði ekki bætt leik liðsins sem hafði unnið þrettán leiki í röð með hann innanborðs svaraði Arnar aftur: „Ægir er góður í körfu en hann er samt enginn töfrakall. Þeir voru bara miklu betri en við. Orkustigið þeirra var betra en okkar orkustig var bara ansi lélegt.” Einn af þeim leikmönnum sem á oftast að reyna að leysa Ægi af er ungi heimamaðurinn Dúi Þór Jónsson. Dúi var klaufi í fyrri hálfleik og fékk snemma fjórar villur. Til þess að passa að Dúi myndi ekki villa útaf spilaði hann ekkert aftur fyrr en um miðjan fjórða leikhluta þegar leikurinn var búinn. Arnar var ekki tilbúinn að taka sénsinn fyrr að Dúi myndi fá fjórðu villuna sína. „Málið er að hann var með fjórar villur. Ef hann fær aðra villu þá spilar hann ekkert meira í leiknum. Við vitum alveg að Dúi er góður, við höfum trú á honum og hann hefur staðið sig vel með okkur og með Álftanesi í 1. deildinni þar sem hann er á venslasamning. En þegar þú ert kominn með fjórar villur svona snemma þá er bara mjög erfitt hvenær á að setja menn aftur inná.” „Það gekk enginn varnarleikur hér í kvöld. Við prófuðum ansi margt og það mistókst allt alveg hrikalega,” sagði Arnar um misheppnaðan varnarleik Stjörnunnar en Valsmenn skoruðu 108 stig í leiknum úr tæplega 90 sóknum. „Pavel var nú bara eins og Steph Curry þarna á tímabili hann var algjörlega frábær. Naor Sharabani var sömuleiðis mjög góður og Illugi Steingrímsson líka. Það voru margir leikmenn hjá þeim sem spiluðu vel og færri hjá okkur.” Stjarnan er að keppa í undanúrslitum í bikarnum í næstu viku þar sem þeir geta farið langleiðina með að tryggja sér fyrsta titil tímabilsins. Arnar vildi samt ekki niðurspila mikilvægi þessa leiks fyrir Garðbæingana. „Það eru bara allir leikir stórir. Núna erum við búnir að galopna fyrir Keflavík að taka deildarmeistaratitilinn. Það skipta allir leikir í þessari deild miklu máli og síðan er bikarinn bara svona sér ævintýri.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 106-76 | Ótrúleg úrslit á Hlíðarenda Valsmenn klifruðu í kvöld upp úr fallsæti með því að sigra Stjörnuna. Stjarnan var fyrir leikinn ekki búin að tapa leik síðan í október. 7. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 106-76 | Ótrúleg úrslit á Hlíðarenda Valsmenn klifruðu í kvöld upp úr fallsæti með því að sigra Stjörnuna. Stjarnan var fyrir leikinn ekki búin að tapa leik síðan í október. 7. febrúar 2020 21:15