Erlent

Höfðu loks hendur í hári pappakassaþjófa

Andri Eysteinsson skrifar
Skjáskot úr myndbandi Europol sem sýnir þjófnað úr gámi.
Skjáskot úr myndbandi Europol sem sýnir þjófnað úr gámi. Skjáskot/Europol

Spænska lögreglan hefur loksins náð að handsama meðlimi glæpagengis sem hefur smyglað stolnum pappa frá Madríd til Asíu í áraraðir. Fjörutíu og tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna gruns um brot á umhverfisverndarlöggjöf og peningaþvætti. BBC greinir frá.

Mönnunum er gert að hafa flutt yfir 67 þúsund tonn af pappa með ólögmætum hætti, talið er að athæfi mannanna hafi kostað Madrídarborg um 16 milljónir evra þar sem að pappinn hefur verið endurnýttur með ýmsum hætti í borginni. Lögregla segir að mennirnir hafi staðið að athæfinu frá árinu 2015.

Pappinn var tekinn úr endurvinnslugámum, blandað saman með öðru rusli og sendur til Suð-Austur-Asíu þar sem pappinn var unninn. Spænska lögreglan, Guardia Civil, vann að rannsókn málsins ásamt Europol, löggæslu ESB.

Auk þeirra 42 sem handteknir voru lagði lögreglan einnig hald á ellefu sendiferðabíla sem notaðir voru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×