Erlent

Minnst átta látnir í á­tökum milli þjóðar­hópa í Kasakstan

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kassym-Jomart Tokayev, forseti landsins.
Kassym-Jomart Tokayev, forseti landsins. getty/Andrea Verdelli

Minnst áttar eru látnir og tugir slasaðir í átökum sem sögð eru vera á milli þjóðernishópa í Kasakstan. Um þrjátíu íbúðarhús og fimmtán verslunarhús skemmdust í átökunum í þorpinu Masanchi á föstudag. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Kasakar tókust á við Dungan fólk og Hui múslima, þjóð sem fluttist frá Kína á 19. öld. Kassym-Jomart Tokayev, forseti landsins, sagði að búið væri að tryggja svæðið af lögreglunni og þjóðvarðliði landsins.

Tekist var á í nokkrum byggðum í Kordai héraði á milli heimamanna sagði Tokayev á blaðamannafundi. Lögreglan hefur handtekið 47 einstaklinga.

Tokayev hefur skipað öryggissveitum fyrir að lögsækja þá sem dreifa hatursorðræðu, storkandi slúðri og falsfréttum.

Myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum á föstudag sýndi nokkra unga menn, vonaða kylfum, þrammandi eftir götu í þorpinu og brennandi byggingar beggja vegna götunnar. Að sögn bílstjóra sem keyrir fram hjá bænum á hverjum degi er búið að loka bæinn af.

„Það er allt í kyrrum kjörum en þú kemst ekki þangað núna. Lögreglan og herinn eru þar,“ bætti hann við.

Upplýsingaráðherrann, Dauren Abayev, hélt því fram að átökin hafi sprottið frá „hversdagslegu rifrildi.“

Margir af þjóð Dungan auk Hui múslima eru búsettir á svæðinu þar sem átökin áttu sér stað.


Tengdar fréttir

Farþegaþota fórst í Kasakstan

Að minnsta kosti fjórtán fórust þegar farþegaþota með 98 innanborðs brotlenti við Almaty-flugvöllinn í suðausturhluta Kasakstan í nótt.

Frið­samir mót­mælendur hand­teknir í Kasakstan

Lögreglan í Kasakstan hefur handtekið hundruð mótmælenda sem flykktust á götur Almaty borgar til að mótmæla kosningum til forseta, sem verður fyrsti nýi forseti landsins í 30 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×