Erlent

Þrír stærstu flokkarnir hníf­jafnir

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Írar gengu til atkvæða í gær.
Írar gengu til atkvæða í gær. epA/STRINGER

Þrír stærstu flokkarnir á Írlandi, Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin eru allir með um 22% fylgi í þingkosningum til neðri deildar samkvæmt útgönguspám.

Stjórnarflokkur Leo Varadkar, Fine Gael, hefur setið í ríkisstjórn frá árinu 2016 með Sjálfstæðisflokknum og Sjálfstæðisbandalaginu. Hann kemur best út úr útgönguspám með 22,4% fylgi. Þá fylgir Sinn Féin með 22,3% og svo Fianna Fáil með 22,2% atkvæða.

Sjá einnig: Þingkosningar fara fram á Írlandi í dag

Talning atkvæða hófst klukkan níu í morgun að staðartíma en kjörstaðir voru opnir í gær en var lokað klukka tíu í gærkvöldi.

Margir telja að stjórnarmyndun verði strembin ef útgönguspár ganga eftir. Fine Gael og Fianna Fáil, sem skipst hafa á um að fara með völdin í landinu, hafa báðir lýst því yfir að stjórnarmyndun með Sinn Féin sé útilokuð.

Sinn Féin var lengi vel pólitískur armur írska lýðveldishersins og er flokkurinn starfræktur bæði í Írlandi og Norður-Írlandi. Flokkurinn er nú með 27 af níutíu sætum í norðurírska þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×