Lífið

Sýnir nákvæmlega hvernig þyrluflugið afdrifaríka var

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kobe og Gianna fórust bæði ásamt sjö öðrum.
Kobe og Gianna fórust bæði ásamt sjö öðrum.

Körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant og 13 ára dóttur hans Gianna létust í skelfilegu þyrluslysi á sunnudaginn skammt fyrir utan borgina Calabasas, sem er vestur af Los Angeles.

Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum um allan heim en þyrla Kobe Bryant, eins besta körfuboltamanns sögunnar, sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni.

Flugmaðurinn fékk leyfið frá flugumferðarstjórn. Nokkrum mínútum síðar hrapaði þyrlan í fjallshlíð.

Á YouTube-síðunni Wolficorn er búið að taka saman myndband í gegnum Google Earth sem sýnir í raun nákvæmlega hvernig þyrluflugið afdrifaríka var frá a-ö. Upplýsingarnar eru fengnar á vefsíðunni Flight Radar 24 en hér að neðan má sjá myndbandið.


Tengdar fréttir

Flugmaður Kobe flaug líka margoft með Kawhi Leonard

Kobe Bryant var ekki eina körfuboltastjarnan sem flaug með þyrluflugmanninum sem var við stjórnina þegar þyrlan hrapaði og tók með sér líf níu manns á sunnudaginn. Kobe Bryant og dóttir hans Gianna fórust með þyrlunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.