Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2020 22:50 Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. AP/Craig Ruttle Lögmenn E. Jean Carroll, sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hafa nauðgað sér í lok ársins 1995 eða upphafi 1996 hafa farið fram á að fá sýni af erfðaefni forsetans. Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. Carroll sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Hún hefur höfðað mál gegn Trump fyrir meiðyrði eftir að hann neitaði ásökunum hennar og sagðist aldrei hafa hitt hana. Það er þó til mynd af þeim frá árinu 1987 þar sem Trump og Carroll eru saman með mökum sínum. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun AP fréttaveitan segir að sérfræðingar hafi fundið erfðaefni úr minnst fjórum einstaklingum á áðurnefndum kjól og að þar af sé einn óþekktur karlmaður. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir skýrslu sérfræðinganna sem framkvæmdu rannsóknina. Í yfirlýsingu frá Carroll segir að með því að bera það erfðaefni við Trump væri hægt að sanna að hann hafi hitt hana, hann hafi brotið á henni og svo logið því að hafa ekki hitt hana. Roberta Kaplan, einn lögmanna Carroll, sagði AP fréttaveitunni að það eina sem þau þyrftu væri munnvatn úr forsetanum og hann ætti í raun ekki að geta neitað því. Hingað til hafa lögmenn Trump reynt að fá málinu vísað frá dómstólum en dómari hafnaði því í fyrra. Kærur fyrir meiðyrði í tengslum við kynferðisbrot eru tíðar í Bandaríkjunum. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Hvorki Hvíta húsið né einkalögmaður Trump vildu tjá sig við AP vegna fréttarinnar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira
Lögmenn E. Jean Carroll, sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hafa nauðgað sér í lok ársins 1995 eða upphafi 1996 hafa farið fram á að fá sýni af erfðaefni forsetans. Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. Carroll sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Hún hefur höfðað mál gegn Trump fyrir meiðyrði eftir að hann neitaði ásökunum hennar og sagðist aldrei hafa hitt hana. Það er þó til mynd af þeim frá árinu 1987 þar sem Trump og Carroll eru saman með mökum sínum. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun AP fréttaveitan segir að sérfræðingar hafi fundið erfðaefni úr minnst fjórum einstaklingum á áðurnefndum kjól og að þar af sé einn óþekktur karlmaður. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir skýrslu sérfræðinganna sem framkvæmdu rannsóknina. Í yfirlýsingu frá Carroll segir að með því að bera það erfðaefni við Trump væri hægt að sanna að hann hafi hitt hana, hann hafi brotið á henni og svo logið því að hafa ekki hitt hana. Roberta Kaplan, einn lögmanna Carroll, sagði AP fréttaveitunni að það eina sem þau þyrftu væri munnvatn úr forsetanum og hann ætti í raun ekki að geta neitað því. Hingað til hafa lögmenn Trump reynt að fá málinu vísað frá dómstólum en dómari hafnaði því í fyrra. Kærur fyrir meiðyrði í tengslum við kynferðisbrot eru tíðar í Bandaríkjunum. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Hvorki Hvíta húsið né einkalögmaður Trump vildu tjá sig við AP vegna fréttarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira