Stigaskorið fer í 0-0 eftir annan og þriðja leikhluta í Stjörnuleik NBA í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 11:00 Kobe Bryant og Michael Jordan í Stjörnuleiknum 2003. Getty/Andrew D. Bernstein NBA deildin ætlar að bjóða upp á glænýtt og gerbreytt fyrirkomulag á Stjörnuleik deildarinnar í ár en breytingarnar voru kynntar í gær. Kobe Bryant verður heiðraður á Stjörnuleiknum og í nótt kom í ljós hvaða leikmenn spila. Stjörnuleikur NBA í ár verður með mörgum nýjum reglum sem snúa að stigaskori hans en leikurinn fer fram í Chicago. NBA tilkynnti að Kobe Bryanst verði heiðraður með ýmsum hætti á Stjörnuhelginni og í Stjörnuleiknum. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði í kosningunni og munu kjósa í lið eins og hefur verið síðustu árin. Lið þeirra mun síðan mætast í Stjörnuleiknum. #TeamGiannis x #TeamLeBron Team Captains Giannis Antetokounmpo and LeBron James will select from the #NBAAllStar player pool in the NBA All-Star 2020 Draft Show. Thursday Feb. 6, 7:00pm/et, @NBAonTNTpic.twitter.com/Qk5gcisvam— 2020 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 31, 2020 Stigaskor liðanna í Stjörnuleiknum fer aftur í 0-0 í upphafi annars og þriðja leikhluta og fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír litlir leikir þar sem sigurvegari hvers leiks mun færa góðgerðasamtökum af eigin vali 100 þúsund dollara eða 12,3 milljónir króna. Leikklukkan verður síðan tekin úr sambandi og það lið vinnur sem fyrr nær ákveðni stigatölu. Sú tala er fundin út með því að leggja 24, til heiðurs Kobe Bryant, við stigatölu þess liðs sem skoraði meira í fyrstu þremur leikhlutanum. Sem dæmi ef staðan væri 100-95 þá væri lokatalan 124. Liðið með 100 stig þyrfti þá að skora 24 stig til að vinna en hitt liðið þyrfti að skora 129 stig til að vinna. Sigurlið leiksins fær síðan að gefa tvö hundruð þúsund dollara, 24,6 milljónir, til sinna góðgerðasamtaka. Það má sjá þetta betur hér fyrir neðan. The NBA announced today a new format for the 2020 NBA All-Star Game that makes the outcome of every quarter count for charity. The changes include a new fourth-quarter format that will honor the late Kobe Bryant. Full release: https://t.co/l6e25lgQCapic.twitter.com/C3gDppTYiw— NBA (@NBA) January 30, 2020 Varamenn í Stjörnuleiknum voru einnig tilkynntir í gær. Það má sjá alla leikmennina í Stjörnuleiknum hér fyrir neðan. LeBron James og Giannis Antetokounmpo velja fjóra leikmenn úr byrjunarliðshópnum og sjö leikmenn úr hinum hópnum. Luka Doncic, Trae Young og Pascal Siakam voru kosnir í byrjunarliðin og munu spila sinn fyrsta Stjörnuleik. Sex aðrir nýliðar voru valdir sem varamenn eða þeir Donovan Mitchell, Rudy Gobert, Brandon Ingram, Bam Adebayo, Domantas Sabonis og Jayson Tatum. Chris Paul og Russell Westbrook voru líka valdir, Paul í ellefta skiptið og Westbrook í níunda skiptið. San Antonio Spurs er aftur á móti án leikmanns í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn síðan 1997. All-Star starters and reserves: pic.twitter.com/J9kObeVosL— Marc Stein (@TheSteinLine) January 31, 2020 NBA Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
NBA deildin ætlar að bjóða upp á glænýtt og gerbreytt fyrirkomulag á Stjörnuleik deildarinnar í ár en breytingarnar voru kynntar í gær. Kobe Bryant verður heiðraður á Stjörnuleiknum og í nótt kom í ljós hvaða leikmenn spila. Stjörnuleikur NBA í ár verður með mörgum nýjum reglum sem snúa að stigaskori hans en leikurinn fer fram í Chicago. NBA tilkynnti að Kobe Bryanst verði heiðraður með ýmsum hætti á Stjörnuhelginni og í Stjörnuleiknum. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði í kosningunni og munu kjósa í lið eins og hefur verið síðustu árin. Lið þeirra mun síðan mætast í Stjörnuleiknum. #TeamGiannis x #TeamLeBron Team Captains Giannis Antetokounmpo and LeBron James will select from the #NBAAllStar player pool in the NBA All-Star 2020 Draft Show. Thursday Feb. 6, 7:00pm/et, @NBAonTNTpic.twitter.com/Qk5gcisvam— 2020 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 31, 2020 Stigaskor liðanna í Stjörnuleiknum fer aftur í 0-0 í upphafi annars og þriðja leikhluta og fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír litlir leikir þar sem sigurvegari hvers leiks mun færa góðgerðasamtökum af eigin vali 100 þúsund dollara eða 12,3 milljónir króna. Leikklukkan verður síðan tekin úr sambandi og það lið vinnur sem fyrr nær ákveðni stigatölu. Sú tala er fundin út með því að leggja 24, til heiðurs Kobe Bryant, við stigatölu þess liðs sem skoraði meira í fyrstu þremur leikhlutanum. Sem dæmi ef staðan væri 100-95 þá væri lokatalan 124. Liðið með 100 stig þyrfti þá að skora 24 stig til að vinna en hitt liðið þyrfti að skora 129 stig til að vinna. Sigurlið leiksins fær síðan að gefa tvö hundruð þúsund dollara, 24,6 milljónir, til sinna góðgerðasamtaka. Það má sjá þetta betur hér fyrir neðan. The NBA announced today a new format for the 2020 NBA All-Star Game that makes the outcome of every quarter count for charity. The changes include a new fourth-quarter format that will honor the late Kobe Bryant. Full release: https://t.co/l6e25lgQCapic.twitter.com/C3gDppTYiw— NBA (@NBA) January 30, 2020 Varamenn í Stjörnuleiknum voru einnig tilkynntir í gær. Það má sjá alla leikmennina í Stjörnuleiknum hér fyrir neðan. LeBron James og Giannis Antetokounmpo velja fjóra leikmenn úr byrjunarliðshópnum og sjö leikmenn úr hinum hópnum. Luka Doncic, Trae Young og Pascal Siakam voru kosnir í byrjunarliðin og munu spila sinn fyrsta Stjörnuleik. Sex aðrir nýliðar voru valdir sem varamenn eða þeir Donovan Mitchell, Rudy Gobert, Brandon Ingram, Bam Adebayo, Domantas Sabonis og Jayson Tatum. Chris Paul og Russell Westbrook voru líka valdir, Paul í ellefta skiptið og Westbrook í níunda skiptið. San Antonio Spurs er aftur á móti án leikmanns í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn síðan 1997. All-Star starters and reserves: pic.twitter.com/J9kObeVosL— Marc Stein (@TheSteinLine) January 31, 2020
NBA Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira