Tomsick: Finnum alltaf leiðir til að vinna Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 31. janúar 2020 22:50 Tomsick í leik með Stjörnunni fyrr í vetur. vísir/bára Nick Tomsick var að vonum kátur með seiglusigur gegn Njarðvík í kvöld í sveiflukenndum leik. Stjarnan vann að lokum 89-84. Njarðvíkingar tóku snemma forystuna í leiknum en þeir gerðu vel í að halda Tomsick í skefjum framan af. „Þeir gerðu vel í því að klippa mig út úr sókninni en aðrir í liðinu stigu upp á móti,“ sagði Tomsick um fyrsta leikhlutann. Hann skoraði ekki fyrr en á lokasekúndu fyrri hálfleiksins þegar hann setti flautuþrist. Nick hafði engar sérstakar áhyggjur þó að staðan hafi á tímabili verið erfið og kvaðst hafa treyst sínu liði til að tryggja þennan sigur. „Sama sagan hjá liðinu okkar á tímabilinu, við finnum alltaf leiðir til að vinna.“ Í seinni hálfleik tók Stjarnan öll völd fyrstu tíu mínúturnar og unnu þriðja leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Nick þakkaði vörninni gegn Njarðvík og því að Stjarnan keyrði upp hraðann. „Við förum að þröngva þá í fleiri mistök, pössuðum upp á að þeir næðu ekki sóknarfráköstum og vorum duglegir að keyra í hraðaupphlaupin,“ sagði Tomsick um leikhlutann. „Þegar við náum að hlaupa á lið þá erum við besta liðið í deildinni. Njarðvíkingar voru þó ekki af baki dottnir og náðu næstum því að stela sigrinum á lokamínútunum með feiknargóðum endaspretti. Chaz Williams var þar í fararbroddi, en hann skoraði m.a. ellefu stig í röð. „Þeir eru með gott lið og Chaz er flottur leikmaður, það er ekki hægt að halda svona góðum spilara í skefjum í heilan leik,“ sagði Nick um lokakafla leiksins. Njarðvík náði eins stiga forystu með rúma mínútu til leiksloka. Hlynur Bæringsson náði hins vegar að setja mikilvæga körfu í næstu sókn til að taka forystuna á ný og Stjörnumenn unnu leikinn á lokametrunum. „Við gerðum vel í að standa af okkur áhlaup þeirra í lokin, höfðum góða leiðtoga inn á vellinum til að halda okkur á beinu brautinni og við náðum í þennan sigu,“ sagði Tomsick um seinustu móment leiksins. Stjarnan hefur núna unnið tólf sigra í röð sem byrjaði einmitt á sigri gegn Njarðvík fyrir þremur mánuðum síðan. Það er ekki úr vegi að spyrja hvort að þeir muni tapa leik það sem eftir er af tímabilinu? „Við ætlum bara að horfa fram til næsta leiks, ekki lengra í bili,“ segir Nick Tomsick brosandi og heldur inn í búningsklefann eftir góðan sigur í mjög skemmtilegum leik. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-84 | Tólfti sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan náði aftur fjögurra stiga forskoti á toppi Domino's deildar karla með sigri á Njarðvík. 31. janúar 2020 22:00 Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira
Nick Tomsick var að vonum kátur með seiglusigur gegn Njarðvík í kvöld í sveiflukenndum leik. Stjarnan vann að lokum 89-84. Njarðvíkingar tóku snemma forystuna í leiknum en þeir gerðu vel í að halda Tomsick í skefjum framan af. „Þeir gerðu vel í því að klippa mig út úr sókninni en aðrir í liðinu stigu upp á móti,“ sagði Tomsick um fyrsta leikhlutann. Hann skoraði ekki fyrr en á lokasekúndu fyrri hálfleiksins þegar hann setti flautuþrist. Nick hafði engar sérstakar áhyggjur þó að staðan hafi á tímabili verið erfið og kvaðst hafa treyst sínu liði til að tryggja þennan sigur. „Sama sagan hjá liðinu okkar á tímabilinu, við finnum alltaf leiðir til að vinna.“ Í seinni hálfleik tók Stjarnan öll völd fyrstu tíu mínúturnar og unnu þriðja leikhlutann með 17 stigum, 33-16. Nick þakkaði vörninni gegn Njarðvík og því að Stjarnan keyrði upp hraðann. „Við förum að þröngva þá í fleiri mistök, pössuðum upp á að þeir næðu ekki sóknarfráköstum og vorum duglegir að keyra í hraðaupphlaupin,“ sagði Tomsick um leikhlutann. „Þegar við náum að hlaupa á lið þá erum við besta liðið í deildinni. Njarðvíkingar voru þó ekki af baki dottnir og náðu næstum því að stela sigrinum á lokamínútunum með feiknargóðum endaspretti. Chaz Williams var þar í fararbroddi, en hann skoraði m.a. ellefu stig í röð. „Þeir eru með gott lið og Chaz er flottur leikmaður, það er ekki hægt að halda svona góðum spilara í skefjum í heilan leik,“ sagði Nick um lokakafla leiksins. Njarðvík náði eins stiga forystu með rúma mínútu til leiksloka. Hlynur Bæringsson náði hins vegar að setja mikilvæga körfu í næstu sókn til að taka forystuna á ný og Stjörnumenn unnu leikinn á lokametrunum. „Við gerðum vel í að standa af okkur áhlaup þeirra í lokin, höfðum góða leiðtoga inn á vellinum til að halda okkur á beinu brautinni og við náðum í þennan sigu,“ sagði Tomsick um seinustu móment leiksins. Stjarnan hefur núna unnið tólf sigra í röð sem byrjaði einmitt á sigri gegn Njarðvík fyrir þremur mánuðum síðan. Það er ekki úr vegi að spyrja hvort að þeir muni tapa leik það sem eftir er af tímabilinu? „Við ætlum bara að horfa fram til næsta leiks, ekki lengra í bili,“ segir Nick Tomsick brosandi og heldur inn í búningsklefann eftir góðan sigur í mjög skemmtilegum leik.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-84 | Tólfti sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan náði aftur fjögurra stiga forskoti á toppi Domino's deildar karla með sigri á Njarðvík. 31. janúar 2020 22:00 Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-84 | Tólfti sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan náði aftur fjögurra stiga forskoti á toppi Domino's deildar karla með sigri á Njarðvík. 31. janúar 2020 22:00