Erlent

Óveðrið Gloria herjar á austurströnd Spánar

Samúel Karl Ólason skrifar
Gloria hefur sett met í ölduhæð á svæðinu og er óhætt að segja að gamla metinu hafi verið rústað.
Gloria hefur sett met í ölduhæð á svæðinu og er óhætt að segja að gamla metinu hafi verið rústað. EPA/Juan Carlos Cardenas

Mikið óveður hefur ollið usla á austurströnd Spánar í gær og í dag með sterkum vindi, háum öldum, rigningu og snjókomu. Þúsundir heimila í Alicante eru án rafmagns og miklar tafir hafa orðið á samgöngum á svæðinu. Minnst þrír eru dáinr vegna óveðursins, sem ber nafnið Gloria.

Gloria hefur sett met í ölduhæð á svæðinu og er óhætt að segja að gamla metinu hafi verið rústað. Ölduhæðin hefur náð átta metrum að meðaltali og sú hæsta hefur mælst 14,2 metrar. Gamla metið, frá janúar 2017, var sex metra meðalhæð.

Viðvörunarstig hefur verið sett á í Teruel og Castellón, þar sem búist er við 40 sentímetra snjókomu og í Barcelona, Girona og Tarragona vegna ölduhæðar.

Einn þeirra sem er dáinn var útigangsmaður sem varð úti. Annar 63 ára maður dó þegar hluti af klæðningu húss hans lenti á honum og þar að auki dó kona sem var í útilegu með manni sínum. Þau voru beðin um að leita skjóls en neituðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×