Kostnaður vegna utanlandsferða um 60 milljónir árið 2018 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 13:15 Kostnaður vegna utanlandsferða þingmanna á árinu 2018 er í nokkru samræmi við kostnaðinn undanfarin tíu ár. vísir/vilhelm Kostnaður vegna utanlandsferða þingmanna og embættis forseta Alþingis nam tæplega 60,5 milljónum króna á árinu 2018. Það er nokkru meira en árið þar á undan þegar heildarkostnaður vegna utanlandsferða nam rétt rúmum 43 milljónum. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Þorsteinn óskaði eftir svörum við því hver kostnaður Alþingis hefur verið síðastliðin 10 ár, annars vegar vegna utanlandsferða þingmanna á vegum þingsins og hins vegar vegna ferða embættis forseta Alþingis. Svarið nær til áranna 2009 til 2018 og er sundurliðað fyrir kostnað vegna þingmanna annars vegar og embættis forseta þingsins hins vegar. Þótt heildarkostnaður árið 2018 hafi verið nokkru meiri en á árinu 2017 er upphæðin þó í nokkru samræmi við þann kostnað sem þingið hefur borið vegna utanlandsferða á þessu tíu ára tímabili. Minnstur var kostnaðurinn á árinu 2009, árið eftir hrun, þegar hann nam um 32,5 milljónum króna. Mestur var kostnaðurinn á tímabilinu árið 2015 eða tæpar 74,4 milljónir.Hér má sjá sundurliðað svar forseta Alþingis en í svarinu er tekið fram að upphæðirnar séu settar fram á verðlagi hvers árs. „Undir kostnað við ferðir þingmanna fellur jafnframt kostnaður við ferðir starfsfólks sem fylgja þingmönnum. Þá fellur jafnframt undir kostnað við ferðir á vegum embættis forseta allur kostnaður við ferðir þeirra þingmanna sem eru í fylgd með forseta ásamt starfsfólki sem er með í ferð,“ segir ennfremur í svarinu. Alþingi Utanríkismál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
Kostnaður vegna utanlandsferða þingmanna og embættis forseta Alþingis nam tæplega 60,5 milljónum króna á árinu 2018. Það er nokkru meira en árið þar á undan þegar heildarkostnaður vegna utanlandsferða nam rétt rúmum 43 milljónum. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Þorsteinn óskaði eftir svörum við því hver kostnaður Alþingis hefur verið síðastliðin 10 ár, annars vegar vegna utanlandsferða þingmanna á vegum þingsins og hins vegar vegna ferða embættis forseta Alþingis. Svarið nær til áranna 2009 til 2018 og er sundurliðað fyrir kostnað vegna þingmanna annars vegar og embættis forseta þingsins hins vegar. Þótt heildarkostnaður árið 2018 hafi verið nokkru meiri en á árinu 2017 er upphæðin þó í nokkru samræmi við þann kostnað sem þingið hefur borið vegna utanlandsferða á þessu tíu ára tímabili. Minnstur var kostnaðurinn á árinu 2009, árið eftir hrun, þegar hann nam um 32,5 milljónum króna. Mestur var kostnaðurinn á tímabilinu árið 2015 eða tæpar 74,4 milljónir.Hér má sjá sundurliðað svar forseta Alþingis en í svarinu er tekið fram að upphæðirnar séu settar fram á verðlagi hvers árs. „Undir kostnað við ferðir þingmanna fellur jafnframt kostnaður við ferðir starfsfólks sem fylgja þingmönnum. Þá fellur jafnframt undir kostnað við ferðir á vegum embættis forseta allur kostnaður við ferðir þeirra þingmanna sem eru í fylgd með forseta ásamt starfsfólki sem er með í ferð,“ segir ennfremur í svarinu.
Alþingi Utanríkismál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira