Flýttu þér hægt Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 08:30 Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna hlutirnir í kringum mig þurfi alltaf að gerast svona hratt. Hver kannast ekki við að vakna að morgni og drífa sig af stað í kappi við klukkuna. Reka á eftir börnunum og hlaupa af stað út úr dyrunum til móts við annasaman daginn? Skutla, sækja, versla, elda, læra og allt sem viðkemur þessu daglega lífi. Daggæsla, hraði í skólakerfi og kappleikir. Hvað ætli börnin okkar heyri oft orðin: „drífðu þig” á einum degi? Erum við hlaðin nauðsynlegum verkefnum eða gerviþörfum? Getur verið að við setjum of miklar kröfur á okkur sjálf eða gerir umhverfið það? Það er margt uppbyggilegt, gefandi og fallegt í daglegu lífi og alls ekki allt sem veldur okkur streitu. En umræðan um kulnun og örmögnun hefur aukist til muna. Við viljum ekki þjóðafélag hlaðið örmagna og kulnuðum fjölskyldum. Það er mikilvægt að forðast það og til þess þurfum við að skoða okkur sjálf og okkar innsta kjarna - heimilin. Ég hef stundum áhyggjur af börnunum sem alast upp við þennan hraða. Þegar þau fæðast er það þeim ekki eðlislægt að drífa sig, en áður en við vitum af erum við farin að kenna þeim þennan taktfasta dans við klukkuna. Við gætum þurft inngrip og hjálp eða léttvægari áminningar til að vinna gegn streitunni og hægja á okkur. Að mínu mati er eitt lykilhugtakið í þessu meðvitund, meiri meðvitund fyrir okkur og börnin okkar. Erum við tengd okkur sjálfum eða er hugurinn sífellt á flakki? Erum við sífellt að slökkva elda í eigin lífi og uppeldinu? Veljum við það sem er orkugefandi frekar en það sem tekur frá okkur orku? Erum við meðvituð um það hvað hefur áhrif á líðan okkar og hegðun? Erum við til staðar og á staðnum fyrir okkur sjálf og aðra? Gerum við okkur grein fyrir að þol einstaklinga gagnvart streitu er misjafnt?Áttum við okkur á því að við getum stjórnað streitunni og hraðanum í kringum okkur og inn á okkar eigin heimilum? Gerum við okkur grein fyrir hve gríðarlega mikilvægt núverandi augnablik er? Við þurfum ekkert að umbreyta lífi okkar til að ná fram hægari takti. Bara taka lítil skref í rétta átt. Öll viljum við að okkur og börnunum okkar líði vel. Það er þannig að ef við hlúum af okkur sjálfum erum við fær um að hlúa að öðrum. Dempum hraðann, stígum á bremsuna, okkur og öllum öðrum til hagsbóta! Höfundur er grunnskólakennari að mennt og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna hlutirnir í kringum mig þurfi alltaf að gerast svona hratt. Hver kannast ekki við að vakna að morgni og drífa sig af stað í kappi við klukkuna. Reka á eftir börnunum og hlaupa af stað út úr dyrunum til móts við annasaman daginn? Skutla, sækja, versla, elda, læra og allt sem viðkemur þessu daglega lífi. Daggæsla, hraði í skólakerfi og kappleikir. Hvað ætli börnin okkar heyri oft orðin: „drífðu þig” á einum degi? Erum við hlaðin nauðsynlegum verkefnum eða gerviþörfum? Getur verið að við setjum of miklar kröfur á okkur sjálf eða gerir umhverfið það? Það er margt uppbyggilegt, gefandi og fallegt í daglegu lífi og alls ekki allt sem veldur okkur streitu. En umræðan um kulnun og örmögnun hefur aukist til muna. Við viljum ekki þjóðafélag hlaðið örmagna og kulnuðum fjölskyldum. Það er mikilvægt að forðast það og til þess þurfum við að skoða okkur sjálf og okkar innsta kjarna - heimilin. Ég hef stundum áhyggjur af börnunum sem alast upp við þennan hraða. Þegar þau fæðast er það þeim ekki eðlislægt að drífa sig, en áður en við vitum af erum við farin að kenna þeim þennan taktfasta dans við klukkuna. Við gætum þurft inngrip og hjálp eða léttvægari áminningar til að vinna gegn streitunni og hægja á okkur. Að mínu mati er eitt lykilhugtakið í þessu meðvitund, meiri meðvitund fyrir okkur og börnin okkar. Erum við tengd okkur sjálfum eða er hugurinn sífellt á flakki? Erum við sífellt að slökkva elda í eigin lífi og uppeldinu? Veljum við það sem er orkugefandi frekar en það sem tekur frá okkur orku? Erum við meðvituð um það hvað hefur áhrif á líðan okkar og hegðun? Erum við til staðar og á staðnum fyrir okkur sjálf og aðra? Gerum við okkur grein fyrir að þol einstaklinga gagnvart streitu er misjafnt?Áttum við okkur á því að við getum stjórnað streitunni og hraðanum í kringum okkur og inn á okkar eigin heimilum? Gerum við okkur grein fyrir hve gríðarlega mikilvægt núverandi augnablik er? Við þurfum ekkert að umbreyta lífi okkar til að ná fram hægari takti. Bara taka lítil skref í rétta átt. Öll viljum við að okkur og börnunum okkar líði vel. Það er þannig að ef við hlúum af okkur sjálfum erum við fær um að hlúa að öðrum. Dempum hraðann, stígum á bremsuna, okkur og öllum öðrum til hagsbóta! Höfundur er grunnskólakennari að mennt og fjögurra barna móðir.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar