Sporin hræða Marta Guðjónsdóttir skrifar 22. janúar 2020 07:00 Tillaga meirihlutaflokkana í borgarstjórn Reykjavíkur um skerðingu á viðverutíma barna á leikskólum hefur mætt mikilli andstöðu og háværri umræðu í samfélaginu. Þrátt fyrir það sá meirihlutinn ekki ástæðu til að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn, um að fallið verði frá skerðingunni, heldur þráaðist við og vísaði tillögunni frá og sagðist ætla að taka málið til nánari skoðunar í borgarráði. Sporin hræða í þeim efnum enda hafa dæmin sýnt að tilgangurinn með að taka mál til skoðunar í ráðum og nefndum hefur gjarnan verið sá að svæfa þau eða drepa þeim á dreif. Ef meirihlutinn meinar raunverulega eitthvað með því að endurskoða málið þá hefði hann að sjálfsögðu átt að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna og skoða málið upp á nýtt með því að byrja á réttum enda en ekki á öfugum enda eins og gert var. Tillagan um skerðinguna kom eins og þruma úr heiðskíru lofti því foreldrar fréttu fyrst af henni í fjölmiðlum. Það er ámælisvert að borgaryfirvöld hafi farið fram með þessum hætti án alls samráðs við foreldra. Enda snertir breytingin á opnunartíma leikskólanna 521 barn með samning við leikskóla borgarinnar til 17:00 og 417 börn með samning til 16:45 eða samtals 938 börn. Verði ekki fallið frá þessari breytingu þegar tillagan kemur til borgarráðs mun allur þessi fjöldi barna missa þá þjónustu sem borgin er nú þegar að veita. Það er ekki ásættanlegt að Reykjavíkurborg sem er með hæsta útsvar sem lög leyfa forgangsraði í gæluverkefni en á sama tíma skeri niður nauðsynlega grunnþjónustu við börnin í borginni. Stóra spurningin sem meirihluti borgarstjórnar þarf nú að svara er þessi: Er kerfið fyrir börnin eða börnin fyrir kerfið. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tillaga meirihlutaflokkana í borgarstjórn Reykjavíkur um skerðingu á viðverutíma barna á leikskólum hefur mætt mikilli andstöðu og háværri umræðu í samfélaginu. Þrátt fyrir það sá meirihlutinn ekki ástæðu til að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn, um að fallið verði frá skerðingunni, heldur þráaðist við og vísaði tillögunni frá og sagðist ætla að taka málið til nánari skoðunar í borgarráði. Sporin hræða í þeim efnum enda hafa dæmin sýnt að tilgangurinn með að taka mál til skoðunar í ráðum og nefndum hefur gjarnan verið sá að svæfa þau eða drepa þeim á dreif. Ef meirihlutinn meinar raunverulega eitthvað með því að endurskoða málið þá hefði hann að sjálfsögðu átt að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna og skoða málið upp á nýtt með því að byrja á réttum enda en ekki á öfugum enda eins og gert var. Tillagan um skerðinguna kom eins og þruma úr heiðskíru lofti því foreldrar fréttu fyrst af henni í fjölmiðlum. Það er ámælisvert að borgaryfirvöld hafi farið fram með þessum hætti án alls samráðs við foreldra. Enda snertir breytingin á opnunartíma leikskólanna 521 barn með samning við leikskóla borgarinnar til 17:00 og 417 börn með samning til 16:45 eða samtals 938 börn. Verði ekki fallið frá þessari breytingu þegar tillagan kemur til borgarráðs mun allur þessi fjöldi barna missa þá þjónustu sem borgin er nú þegar að veita. Það er ekki ásættanlegt að Reykjavíkurborg sem er með hæsta útsvar sem lög leyfa forgangsraði í gæluverkefni en á sama tíma skeri niður nauðsynlega grunnþjónustu við börnin í borginni. Stóra spurningin sem meirihluti borgarstjórnar þarf nú að svara er þessi: Er kerfið fyrir börnin eða börnin fyrir kerfið. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar