Ástæðan fyrir því að Klopp er aldrei í jakkafötum á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 10:30 Jürgen Klopp er búinn að setja saman eitt besta fótboltalið heims hjá Liverpool. Getty/John Powell Sky Sports settist niður með Jürgen Klopp á dögunum og fékk að spyrja hann persónulegra og öðruvísi spurninga um knattspyrnustjóraferilinn. Jürgen Klopp er búinn að gera frábæra hluti á Anfield síðan að hann tók við liði Liverpool en undir hans stjórn hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn í sögu félagsins og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Viðtalið hjá Sky Sports er áhugavert fyrir þær sakir að þar fékk Klopp spurningar um sig sjálfan frekar en liðið sitt. Áhorfendur fengu því að vita meira um hvernig þýski knattspyrnustjórinn hugsar og lifir líf sínu. Jürgen Klopp var meðal annars spurður hvað væri best við það að vera knattspyrnustjóri og þar kom vel fram hversu mikið hann elskar fótbolta. Hann segir líka frá byrjun sinni í þjálfun og hvernig hann þróaðist sem knattspyrnustjóri. Klopp talar meðal annars um Arrigo Sacchi, fyrrum þjálfara AC Milan og ítalska landsliðsins en þökk sé Wolfgang Frank, fyrrum stjóra Klopp, þá sá Jürgen mikið af æfingum með AC Milan. Wolfgang Frank hafði tekið upp mjög margar æfingar Arrigo Sacchi. „Ég sá líklega tuttugu, þrjátíu eða jafnvel 500 æfingar með AC Milan af því af fyrrum stjórinn minn tók þær upp og sýndi okkur,“ sagði Klopp. Þegar Klopp var spurður út í hvað hann teldi vera mikilvægasta kost knattspyrnustjóra þá var hann harður á því að hegðun stjóra á hliðarlínunni skipti þar litlu máli. Klopp er mjög lifandi á hliðarlínunni en það er ekki af því að hann trúi á að hann breyti miklu þannig heldur aðeins af því að hann geti ekki setið kyrr. Ein athyglisverðasta spurningin var þó út í klæðnað kappans á hliðarlínunni því Jürgen Klopp er aldrei í jakkafötum á leikjum. Klopp mætir alltaf bara í Liverpool æfingagallanum. „Ég er ekki hrifinn af því að vera í jakkafötum. Ég er sáttur við jakkafötin undir réttum kringumstæðum en ekki á leikjum. Ég ber samt virðingu fyrir þeim stjórum sem vilja klæðast þeim á leikjum því þetta eru sérstakir dagar. Mitt vandamál er að ég hef engan tíma eða pláss í hausnum til að hugsa um það sem ég ætla að klæðast,“ sagði Jürgen Klopp og bætir við: „Ég detta eiginlega bara inn í leikinn. Það gengur ekki upp fyrir mig að vera kominn á kaf inn í leikinn og þurfa þá að fara hafa áhyggjur af bindishnútum eða einhverju slíku. Ég reyndi einu sinni að klæðast gallabuxum og skyrtu en það var þegar ég kom fyrst til Dortmund. Það dugði í nokkrar vikur en svo var ég kominn aftur í æfingagallann,“ sagði Klopp og aðalástæðan. „Félagið sér um að hafa til æfingagallann þegar ég mæti. Gallinn er því tilbúinn fyrir mig í klefanum sem hjálpar mér mikið og það er aðalástæðan fyrir því,“ sagði Klopp. Það má sjá allt þetta skemmtilega viðtal hér fyrir neðan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Sjá meira
Sky Sports settist niður með Jürgen Klopp á dögunum og fékk að spyrja hann persónulegra og öðruvísi spurninga um knattspyrnustjóraferilinn. Jürgen Klopp er búinn að gera frábæra hluti á Anfield síðan að hann tók við liði Liverpool en undir hans stjórn hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn í sögu félagsins og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Viðtalið hjá Sky Sports er áhugavert fyrir þær sakir að þar fékk Klopp spurningar um sig sjálfan frekar en liðið sitt. Áhorfendur fengu því að vita meira um hvernig þýski knattspyrnustjórinn hugsar og lifir líf sínu. Jürgen Klopp var meðal annars spurður hvað væri best við það að vera knattspyrnustjóri og þar kom vel fram hversu mikið hann elskar fótbolta. Hann segir líka frá byrjun sinni í þjálfun og hvernig hann þróaðist sem knattspyrnustjóri. Klopp talar meðal annars um Arrigo Sacchi, fyrrum þjálfara AC Milan og ítalska landsliðsins en þökk sé Wolfgang Frank, fyrrum stjóra Klopp, þá sá Jürgen mikið af æfingum með AC Milan. Wolfgang Frank hafði tekið upp mjög margar æfingar Arrigo Sacchi. „Ég sá líklega tuttugu, þrjátíu eða jafnvel 500 æfingar með AC Milan af því af fyrrum stjórinn minn tók þær upp og sýndi okkur,“ sagði Klopp. Þegar Klopp var spurður út í hvað hann teldi vera mikilvægasta kost knattspyrnustjóra þá var hann harður á því að hegðun stjóra á hliðarlínunni skipti þar litlu máli. Klopp er mjög lifandi á hliðarlínunni en það er ekki af því að hann trúi á að hann breyti miklu þannig heldur aðeins af því að hann geti ekki setið kyrr. Ein athyglisverðasta spurningin var þó út í klæðnað kappans á hliðarlínunni því Jürgen Klopp er aldrei í jakkafötum á leikjum. Klopp mætir alltaf bara í Liverpool æfingagallanum. „Ég er ekki hrifinn af því að vera í jakkafötum. Ég er sáttur við jakkafötin undir réttum kringumstæðum en ekki á leikjum. Ég ber samt virðingu fyrir þeim stjórum sem vilja klæðast þeim á leikjum því þetta eru sérstakir dagar. Mitt vandamál er að ég hef engan tíma eða pláss í hausnum til að hugsa um það sem ég ætla að klæðast,“ sagði Jürgen Klopp og bætir við: „Ég detta eiginlega bara inn í leikinn. Það gengur ekki upp fyrir mig að vera kominn á kaf inn í leikinn og þurfa þá að fara hafa áhyggjur af bindishnútum eða einhverju slíku. Ég reyndi einu sinni að klæðast gallabuxum og skyrtu en það var þegar ég kom fyrst til Dortmund. Það dugði í nokkrar vikur en svo var ég kominn aftur í æfingagallann,“ sagði Klopp og aðalástæðan. „Félagið sér um að hafa til æfingagallann þegar ég mæti. Gallinn er því tilbúinn fyrir mig í klefanum sem hjálpar mér mikið og það er aðalástæðan fyrir því,“ sagði Klopp. Það má sjá allt þetta skemmtilega viðtal hér fyrir neðan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Sjá meira