VG hrynur í Norðvesturkjördæmi Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2020 14:16 Lilja Rafney er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi. visir/vilhelm Fylgi Vinstri grænna mælist einungis 4,4 prósent í Norðvesturkjördæmi í nýjustu könnum MMR um fylgi flokkanna. Vikmörk eru 3 prósent en Bæjarins besta greinir frá þessu sérstaklega. Í síðustu Alþingiskosningum hlaut VG 17,8 prósenta fylgi í kjördæminu. Sé litið til landsins alls þá mælist fylgi við VG nú 11 prósent á landsvísu. Könnun MMR fór fram dagana 3. til 13. þessa mánaðar, svarndur alls voru 2000 og rúmlega 200 í umræddu kjördæmi. Oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi er Lilja Rafney Magnúsdóttir en hún fellur af þingi fari kosningarnar eins og þessi könnun gefur til kynna að geti orðið. En samkvæmt könnuninni skiptast sjö þingsæti kjördæmisins þannig að Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fengju 2 þingsæti hver flokkur um sig en Framsókn einn. Miðflokkurinn mælist stærstur í kjördæminu, með 20,7 prósenta fylgi og þá sætir tíðindum að samkvæmt þessari mælingu er Sósíalistaflokkurinn með 7,1 prósenta fylgi og það mesta sem sá flokkur hefur fengið í mælingum, er með meira en í öðrum kjördæmum. Veruleg ánægja er í þeirra röðum með þessa stöðu að sögn Gunnars Smára Egilssonar. Hann setur fyrirvara á mál sitt, segir ekki hægt að hengja allt sitt vit á könnunin en þetta sé þó engin Útvarp Sögu-könnun. „Á mörkum þess að vera leikur og vísindi. En, það má fullyrða að VG sé að tapa big-time, að Miðflokkur, Sjálfstæðis, Samfylkingin og Framsókn séu stærstu flokkarnir, að Sósíalistar stimpli sig inn og að Píratar og Viðreisn séu mjög veik í kjördæminu,“ segir Gunnar Smári. En, hann telur eftir sem áður merkilegt að sjá skiptinguna á fylginu í kjördæminu (Innan sviga er breyting frá kosningum 2017):Miðflokkurinn: 20,7% (+6,5 prósentur)Sjálfstæðisflokkurinn: 19,8% (–4,7 prósentur)Samfylkingin: 15,7% (+6,0 prósentur)Framsókn: 15,6% (–2,8 prósentur)Sósíalistaflokkurinn: 7,1% (+7,1 prósentur)Flokkur fólksins: 6,5% (+1,2 prósentur)Píratar: 6,1% (–0,7 prósentur)VG: 4,4% (–13,4 prósentur)Viðreisn: 3,2% (+0,7 prósentur) „Þessi staða, sem könnunin vísar til, er alvarleg fyrir VG. Í síðustu borgarstjórnarkosningum galt flokkurinn afhroð. Í þeim fékk Sósíalistaflokkurinn mun meira fylgi en VG, og meira fylgi en Framsókn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn. VG má illa við því að skreppa saman bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðunum,“ segir Gunnar Smári. Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Fylgi Vinstri grænna mælist einungis 4,4 prósent í Norðvesturkjördæmi í nýjustu könnum MMR um fylgi flokkanna. Vikmörk eru 3 prósent en Bæjarins besta greinir frá þessu sérstaklega. Í síðustu Alþingiskosningum hlaut VG 17,8 prósenta fylgi í kjördæminu. Sé litið til landsins alls þá mælist fylgi við VG nú 11 prósent á landsvísu. Könnun MMR fór fram dagana 3. til 13. þessa mánaðar, svarndur alls voru 2000 og rúmlega 200 í umræddu kjördæmi. Oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi er Lilja Rafney Magnúsdóttir en hún fellur af þingi fari kosningarnar eins og þessi könnun gefur til kynna að geti orðið. En samkvæmt könnuninni skiptast sjö þingsæti kjördæmisins þannig að Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fengju 2 þingsæti hver flokkur um sig en Framsókn einn. Miðflokkurinn mælist stærstur í kjördæminu, með 20,7 prósenta fylgi og þá sætir tíðindum að samkvæmt þessari mælingu er Sósíalistaflokkurinn með 7,1 prósenta fylgi og það mesta sem sá flokkur hefur fengið í mælingum, er með meira en í öðrum kjördæmum. Veruleg ánægja er í þeirra röðum með þessa stöðu að sögn Gunnars Smára Egilssonar. Hann setur fyrirvara á mál sitt, segir ekki hægt að hengja allt sitt vit á könnunin en þetta sé þó engin Útvarp Sögu-könnun. „Á mörkum þess að vera leikur og vísindi. En, það má fullyrða að VG sé að tapa big-time, að Miðflokkur, Sjálfstæðis, Samfylkingin og Framsókn séu stærstu flokkarnir, að Sósíalistar stimpli sig inn og að Píratar og Viðreisn séu mjög veik í kjördæminu,“ segir Gunnar Smári. En, hann telur eftir sem áður merkilegt að sjá skiptinguna á fylginu í kjördæminu (Innan sviga er breyting frá kosningum 2017):Miðflokkurinn: 20,7% (+6,5 prósentur)Sjálfstæðisflokkurinn: 19,8% (–4,7 prósentur)Samfylkingin: 15,7% (+6,0 prósentur)Framsókn: 15,6% (–2,8 prósentur)Sósíalistaflokkurinn: 7,1% (+7,1 prósentur)Flokkur fólksins: 6,5% (+1,2 prósentur)Píratar: 6,1% (–0,7 prósentur)VG: 4,4% (–13,4 prósentur)Viðreisn: 3,2% (+0,7 prósentur) „Þessi staða, sem könnunin vísar til, er alvarleg fyrir VG. Í síðustu borgarstjórnarkosningum galt flokkurinn afhroð. Í þeim fékk Sósíalistaflokkurinn mun meira fylgi en VG, og meira fylgi en Framsókn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn. VG má illa við því að skreppa saman bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðunum,“ segir Gunnar Smári.
Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira