Darwin, Keiko og við hin Jens Garðar Helgason skrifar 23. janúar 2020 07:00 Til er fólk sem hafnar kenningum Darwins um náttúruval og oft á tíðum fá fréttir af slíku fólki aðra til að brosa útí annað og hrista hausinn. Keikó blessaður fékk heldur betur að kynnast náttúruvalinu af eigin raun. Alinn uppí fiskabúri nánast alla ævi og svo þegar honum var sleppt útí villta náttúruna, veslaðist hann upp og gaf loks upp öndina við Noregsstrendur. Á Íslandi er hópur fólks sem heldur því fram að kenningar Darwins um náttúruvalið eigi ekki við um lax sem alinn er í sjókvíum. Því er iðulega haldið fram, og almenningur hræddur með þeirri fullyrðingu, að eldislaxinn muni sleppa í stórum stíl og ganga hér upp í allar ár og eyðileggja hinn íslenska laxastofn. Þrátt fyrir að vísinda – og fræðafólk leggi fram gögn og rannsóknir sem sýna að hinum íslenska laxastofni stafi lítil sem engin hætta af eldislaxi í sjókvíum er málflutningurinn yfirleitt afgreiddur á þá leið að viðkomandi séu leppar fiskeldisfyrirtækjanna, leigupennar eða eitthvað annað þaðan af verra. Blessaður sannleikurinn Sannleikurinn er hins vegar annar. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að mjög litlar líkur eru á að eldislax sem sleppur úr sjókvíum lifi af í villtri náttúru, gangi uppí ár og takist að blandast við villta stofna. Náttúruvalið er óvægið og lax sem alinn hefur verið upp og kynbættur í kynslóðir sem eldisdýr kann ekki að bjarga sér í náttúrunni, frekar en önnur húsdýr. Annað hvort deyr hann úr hungri eða er étinn af öðrum. Veslast upp og deyr líkt og Keikó hér um árið. Vísindalegar rannsóknir hafa líka sýnt að ef eldislax ratar uppí laxveiðiá kemur Darwin aftur leiks og náttúruvalið sér til þess að villtir stofnar sem aðlagaðir eru að náttúrulegu umhverfi í kynslóðir hafa yfirhöndina í makavali og fjölgun. Og enn og aftur sér Darwin um sína ef eldislax skyldi nú ná að blandast villtum laxi því blendingsafkvæmin hafa skerta hæfni til að komast af og það tekur einungis fáeinar kynslóðir þar til náttúruvalið er búið að eyða út ummerkjum um blöndun. Það samræmist ekki eðli náttúruvalsins að eldisdýr með mjög skerta hæfni til að komast af í náttúrunni ryðji burt villtum stofnum sem hafa mun meiri hæfni til að komast af, eftir langtíma aðlögun að náttúrulegum aðstæðum. Því má segja að náttúrvalið sé með þrefalda öryggisvörn fyrir hinn villta stofn. Sýnt er að laxastofninn í Norður Atlantshafi er hvorki með vegabréf né kennitölu og því flakkar alltaf ákveðin hluti norskra, íslenskra og skoskra laxa á milli landa, fer í aðrar ár en sína eigin og fjölgar sér þar. Sama á við um stofna innan hvers hafsvæðis, þeir fara ekki allir upp í sína upprunaá. Með því er náttúruvalið að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika á hverju vistsvæði fyrir sig og erfðasamsetning stofna helst því ekki óbreytt yfir tíma, frekar en annað í náttúrunni. Landeigendur og veiðiréttarhafa hafa margir sjálfir viljað breyta og hafa áhrif á náttúrvalið. Á undanförnum áratugum hefur mörgum milljónum laxaseiða verið sleppt í íslenskar ár og slík fiskirækt stendur enn hérlendis þó hún sé að mestu bönnuð í nágrannalöndunum, einmitt vegna inngrips í náttúruvalið. Raunar er það svo að villt laxaseiði sem alin eru í eldisstöð og sleppt er í ár eru einnig með mjög skerta hæfni til að komast af. Það endurspeglast m.a. í hversu mikið mun lakar þau skila sér úr hafi en seiði sem alast upp við náttúrulegar aðstæður. Fiskirækt með seiðasleppingum hefur því tæpast það markmið að viðhalda og vernda laxastofninn í viðkomandi á. Markmiðið er fremur að fjölga fiskum, helst stórlöxum, sem fást úr stangveiði. Því hver vill ekki fara í á þar sem er stórlaxavon. Margar íslenskar „laxveiðiár“ eru hreinar hafbeitarár þar sem lítil sem engin laxveiði var fyrr en veiðiréttarhafar og landeigendur fóru að sleppa seiðum í viðkomandi ár. Ef landeigendur og aðrir geta gert sér tekjur og afkomu af slíku fiskeldi er það ánægjulegt á margan hátt. Skapar vonandi störf og tekjur en getur vart talist sérstök náttúruvernd. Það hlýtur líka að hjálpa veiðiréttarhöfum að sala veiðileyfa er undanþegin virðisaukaskatti í skattalögum. Vandað til verka Laxeldi á Íslandi er stækkandi atvinnugrein, sem nú þegar á fyrstu árum sínum er farin að skila yfir 25 milljörðum króna í útflutningstekjur og tryggt sjálfbæra byggðafestu í mörgum samfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Með tilkomu laxeldis hafa skapast hundruðir starfa og óbeinum störfum fjölgar með hverjum degi hjá þjónustufyrirtækjum sem eru að byggjast upp í kringum greinina. Fyrirtækin leggja mikla áherslu á mikið eftirlit og gott samstarf við eftirlitsstofnanir, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Að starfa í sátt og samlyndi við umhverfið er lykilatriði fyrir framleiðslu fyrirtækjanna og því leggja þau mikið upp úr umhverfisvöktun og eftirliti. Því er það miður hvernig umræðan er oft á villigötum. Fullyrðingum, sem eiga engar vísindalegar stoðir, er slegið fram og spilað er inná hræðslu og tilfinningar þeirra sem ekki þekkja nægjanlega vel til. Það er von mín að umræðan um framtíðaruppbyggingu fiskeldis á Íslandi komist upp úr þessum hjólförum og við einhendum okkur saman í að byggja hér upp frábæra atvinnugrein, nýsköpunar og þekkingariðnað, sem getur orðið enn ein stoðin undir velferðarsamfélagið Ísland og kærkomin viðspyrna fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Höfundur er formaður SFS, framkvæmdastjóri Laxa Fiskeldis ehf og stangveiðimaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Stangveiði Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Til er fólk sem hafnar kenningum Darwins um náttúruval og oft á tíðum fá fréttir af slíku fólki aðra til að brosa útí annað og hrista hausinn. Keikó blessaður fékk heldur betur að kynnast náttúruvalinu af eigin raun. Alinn uppí fiskabúri nánast alla ævi og svo þegar honum var sleppt útí villta náttúruna, veslaðist hann upp og gaf loks upp öndina við Noregsstrendur. Á Íslandi er hópur fólks sem heldur því fram að kenningar Darwins um náttúruvalið eigi ekki við um lax sem alinn er í sjókvíum. Því er iðulega haldið fram, og almenningur hræddur með þeirri fullyrðingu, að eldislaxinn muni sleppa í stórum stíl og ganga hér upp í allar ár og eyðileggja hinn íslenska laxastofn. Þrátt fyrir að vísinda – og fræðafólk leggi fram gögn og rannsóknir sem sýna að hinum íslenska laxastofni stafi lítil sem engin hætta af eldislaxi í sjókvíum er málflutningurinn yfirleitt afgreiddur á þá leið að viðkomandi séu leppar fiskeldisfyrirtækjanna, leigupennar eða eitthvað annað þaðan af verra. Blessaður sannleikurinn Sannleikurinn er hins vegar annar. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að mjög litlar líkur eru á að eldislax sem sleppur úr sjókvíum lifi af í villtri náttúru, gangi uppí ár og takist að blandast við villta stofna. Náttúruvalið er óvægið og lax sem alinn hefur verið upp og kynbættur í kynslóðir sem eldisdýr kann ekki að bjarga sér í náttúrunni, frekar en önnur húsdýr. Annað hvort deyr hann úr hungri eða er étinn af öðrum. Veslast upp og deyr líkt og Keikó hér um árið. Vísindalegar rannsóknir hafa líka sýnt að ef eldislax ratar uppí laxveiðiá kemur Darwin aftur leiks og náttúruvalið sér til þess að villtir stofnar sem aðlagaðir eru að náttúrulegu umhverfi í kynslóðir hafa yfirhöndina í makavali og fjölgun. Og enn og aftur sér Darwin um sína ef eldislax skyldi nú ná að blandast villtum laxi því blendingsafkvæmin hafa skerta hæfni til að komast af og það tekur einungis fáeinar kynslóðir þar til náttúruvalið er búið að eyða út ummerkjum um blöndun. Það samræmist ekki eðli náttúruvalsins að eldisdýr með mjög skerta hæfni til að komast af í náttúrunni ryðji burt villtum stofnum sem hafa mun meiri hæfni til að komast af, eftir langtíma aðlögun að náttúrulegum aðstæðum. Því má segja að náttúrvalið sé með þrefalda öryggisvörn fyrir hinn villta stofn. Sýnt er að laxastofninn í Norður Atlantshafi er hvorki með vegabréf né kennitölu og því flakkar alltaf ákveðin hluti norskra, íslenskra og skoskra laxa á milli landa, fer í aðrar ár en sína eigin og fjölgar sér þar. Sama á við um stofna innan hvers hafsvæðis, þeir fara ekki allir upp í sína upprunaá. Með því er náttúruvalið að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika á hverju vistsvæði fyrir sig og erfðasamsetning stofna helst því ekki óbreytt yfir tíma, frekar en annað í náttúrunni. Landeigendur og veiðiréttarhafa hafa margir sjálfir viljað breyta og hafa áhrif á náttúrvalið. Á undanförnum áratugum hefur mörgum milljónum laxaseiða verið sleppt í íslenskar ár og slík fiskirækt stendur enn hérlendis þó hún sé að mestu bönnuð í nágrannalöndunum, einmitt vegna inngrips í náttúruvalið. Raunar er það svo að villt laxaseiði sem alin eru í eldisstöð og sleppt er í ár eru einnig með mjög skerta hæfni til að komast af. Það endurspeglast m.a. í hversu mikið mun lakar þau skila sér úr hafi en seiði sem alast upp við náttúrulegar aðstæður. Fiskirækt með seiðasleppingum hefur því tæpast það markmið að viðhalda og vernda laxastofninn í viðkomandi á. Markmiðið er fremur að fjölga fiskum, helst stórlöxum, sem fást úr stangveiði. Því hver vill ekki fara í á þar sem er stórlaxavon. Margar íslenskar „laxveiðiár“ eru hreinar hafbeitarár þar sem lítil sem engin laxveiði var fyrr en veiðiréttarhafar og landeigendur fóru að sleppa seiðum í viðkomandi ár. Ef landeigendur og aðrir geta gert sér tekjur og afkomu af slíku fiskeldi er það ánægjulegt á margan hátt. Skapar vonandi störf og tekjur en getur vart talist sérstök náttúruvernd. Það hlýtur líka að hjálpa veiðiréttarhöfum að sala veiðileyfa er undanþegin virðisaukaskatti í skattalögum. Vandað til verka Laxeldi á Íslandi er stækkandi atvinnugrein, sem nú þegar á fyrstu árum sínum er farin að skila yfir 25 milljörðum króna í útflutningstekjur og tryggt sjálfbæra byggðafestu í mörgum samfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Með tilkomu laxeldis hafa skapast hundruðir starfa og óbeinum störfum fjölgar með hverjum degi hjá þjónustufyrirtækjum sem eru að byggjast upp í kringum greinina. Fyrirtækin leggja mikla áherslu á mikið eftirlit og gott samstarf við eftirlitsstofnanir, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Að starfa í sátt og samlyndi við umhverfið er lykilatriði fyrir framleiðslu fyrirtækjanna og því leggja þau mikið upp úr umhverfisvöktun og eftirliti. Því er það miður hvernig umræðan er oft á villigötum. Fullyrðingum, sem eiga engar vísindalegar stoðir, er slegið fram og spilað er inná hræðslu og tilfinningar þeirra sem ekki þekkja nægjanlega vel til. Það er von mín að umræðan um framtíðaruppbyggingu fiskeldis á Íslandi komist upp úr þessum hjólförum og við einhendum okkur saman í að byggja hér upp frábæra atvinnugrein, nýsköpunar og þekkingariðnað, sem getur orðið enn ein stoðin undir velferðarsamfélagið Ísland og kærkomin viðspyrna fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Höfundur er formaður SFS, framkvæmdastjóri Laxa Fiskeldis ehf og stangveiðimaður.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar