Fórnar Ólympíuleikunum til að berjast fyrir frelsi manns sem situr í fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 17:30 Maya Moore með Ólympíugullið sitt frá því í Ríó 2016. Getty/Jesse D. Garrabrant Bandaríska körfuboltakonan Maya Moore er með þeim bestu í heimi og hefur unnið fjóra meistaratitla í WNBA-deildinni á sínum ferli. Hún er líka klár í að berjast fyrir réttlæti utan vallar. Maya Moore hefur nú tilkynnt það að hún gefi ekki kost á sér í bandaríska körfuboltalandsliðið á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Maya Moore ætti þar nær öruggt sæti enda frábær leikmaður og mikill leiðtogi. Ástæðan er að Maya Moore berst nú fyrir því að maður í fangelsi í Missouri verði látinn laus. Sá heitir Jonathan Irons og er 39 ár gamall. Jonathan Irons fékk 50 ára dóm fyrir innbrot og að ráðast á húsráðanda með byssu. Maya Moore trúir því að hann hafi verið ranglega dæmdur. „Körfubolti er ekki ofarlega í mínum huga,“ sagði Maya Moore í viðtali við New York Times. Hún ætlar ekki aðeins að sleppa Ólympíuleikunum heldur einnig öðru WNBA-tímabilinu sínu í röð. Why Maya Moore is skipping the Olympics this summer. https://t.co/tPhW8Fetrw— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 23, 2020 „Ég hef hvílst og tengst betur fólkinu í kringum mig. Ég hef verið á sama stað og þau eftir öll þessi ár mín á ferðalagi. Svo hef ég getað verið til staðar fyrir Jonathan,“ sagði Maya Moore. Maya Moore er ekkert skyld Jonathan Irons og hitti hann fyrst árið 2017 þegar hún heimsótti fangelsið hans. Maya er samt ekki tilbúin að tilkynna það að skórnir séu komnir upp á hillu en liðin hennar sakna hennar mikið á meðan hennar nýtur ekki við. Minnesota Lynx star Maya Moore has decided to skip another WNBA season to focus on her effort to free a man she believes was wrongfully convicted. https://t.co/f99gOfqyMh— NYT Sports (@NYTSports) January 22, 2020 Maya Moore er þrítug og hefur unnið fjóra WNBA meistaratitla með Minnesota Lynx, þann síðasta árið 2017. Hún hefur einnig unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu, orðið tvisvar heimsmeistari og unnið Euroleague með tveimur mismunandi liðum. Hún varð líka tvisvar háskólameistari með UConn áður en hún kom í WNBA-deildina. Á síðasta tímabili sínu með Minnesota Lynx var Maya Moore með 18,0 stig, 5,1 frákast og 2,5 stoðsendingar að meðaltali en mest hefur hún skorað 23,9 stig í leik á einu WNBA-tímabili. Breaking: Maya Moore will sit out a second consecutive WNBA season so she can push for the prison release of a Missouri man who she believes is innocent, she told the New York Times. https://t.co/ryJD97TdMA— espnW (@espnW) January 22, 2020 Bandaríkin NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Bandaríska körfuboltakonan Maya Moore er með þeim bestu í heimi og hefur unnið fjóra meistaratitla í WNBA-deildinni á sínum ferli. Hún er líka klár í að berjast fyrir réttlæti utan vallar. Maya Moore hefur nú tilkynnt það að hún gefi ekki kost á sér í bandaríska körfuboltalandsliðið á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Maya Moore ætti þar nær öruggt sæti enda frábær leikmaður og mikill leiðtogi. Ástæðan er að Maya Moore berst nú fyrir því að maður í fangelsi í Missouri verði látinn laus. Sá heitir Jonathan Irons og er 39 ár gamall. Jonathan Irons fékk 50 ára dóm fyrir innbrot og að ráðast á húsráðanda með byssu. Maya Moore trúir því að hann hafi verið ranglega dæmdur. „Körfubolti er ekki ofarlega í mínum huga,“ sagði Maya Moore í viðtali við New York Times. Hún ætlar ekki aðeins að sleppa Ólympíuleikunum heldur einnig öðru WNBA-tímabilinu sínu í röð. Why Maya Moore is skipping the Olympics this summer. https://t.co/tPhW8Fetrw— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 23, 2020 „Ég hef hvílst og tengst betur fólkinu í kringum mig. Ég hef verið á sama stað og þau eftir öll þessi ár mín á ferðalagi. Svo hef ég getað verið til staðar fyrir Jonathan,“ sagði Maya Moore. Maya Moore er ekkert skyld Jonathan Irons og hitti hann fyrst árið 2017 þegar hún heimsótti fangelsið hans. Maya er samt ekki tilbúin að tilkynna það að skórnir séu komnir upp á hillu en liðin hennar sakna hennar mikið á meðan hennar nýtur ekki við. Minnesota Lynx star Maya Moore has decided to skip another WNBA season to focus on her effort to free a man she believes was wrongfully convicted. https://t.co/f99gOfqyMh— NYT Sports (@NYTSports) January 22, 2020 Maya Moore er þrítug og hefur unnið fjóra WNBA meistaratitla með Minnesota Lynx, þann síðasta árið 2017. Hún hefur einnig unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu, orðið tvisvar heimsmeistari og unnið Euroleague með tveimur mismunandi liðum. Hún varð líka tvisvar háskólameistari með UConn áður en hún kom í WNBA-deildina. Á síðasta tímabili sínu með Minnesota Lynx var Maya Moore með 18,0 stig, 5,1 frákast og 2,5 stoðsendingar að meðaltali en mest hefur hún skorað 23,9 stig í leik á einu WNBA-tímabili. Breaking: Maya Moore will sit out a second consecutive WNBA season so she can push for the prison release of a Missouri man who she believes is innocent, she told the New York Times. https://t.co/ryJD97TdMA— espnW (@espnW) January 22, 2020
Bandaríkin NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira