Af verðmyndun auðlinda - er þetta eðlilegt? Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 23. janúar 2020 13:00 Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. Ég held að það sé alveg ljóst að mikið vantraust ríkir á milli almennings í landinu og þeirra sem nýta fiskveiðiauðlindina okkar. Á árinu 2019 gaf Verðlagsstofa skiptasverðs út skýrslu þar sem fjallað var um mun á verði á makríl frá Íslandi annarsvegar og Noregi hinsvegar. Tölurnar náðu yfir árin 2012-2018 og voru sláandi. Munaði allt að 300% á því verði sem Norðmenn gefa upp sem meðalverð og því verði sem íslenskir útgerðarmenn gefa upp. Það urðu eðlilega læti í samfélaginu í kringum þessa skýrslu, talsmaður útgerðarmanna kom fram í fjölmiðlum og sagði að þessi munur væri eðlilegur, Norðmenn seldu sinn makríl á dýrari markaði en við Íslendingar og því væri þetta moldviðri. Gott og vel, góð rök segja sumir. Norðmenn hafa unnið baráttuna um betri markaði á unnum makríl. En hvað um makríl til bræðslu? Árið 2018 fékkst 43% hærra verð fyrir makríl til bræðslu í Noregi en á Íslandi samkvæmt skýrslu Verðlagsstofu. Ég er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna en í því félagi eru meðal annars vélstjórar á fiskiskipum. Á síðustu áratugum hefur verið vaxandi orðrómur um það að útgerðarmenn gefi ekki upp rétt verð á sjávarfangi. Ef rétt reynist er það grafalvarlegt, enda svindla þeir þá ekki bara á launum sjómanna heldur á samfélaginu öllu. Samfélagið allt verður af tekjum ef verð á sjávarafurðum úr okkar sameiginlegri fiskveiðiauðlind er ekki rétt upp gefin. Hafnarsjóðir bæjarfélaganna verða af tekjum, bæjarsjóðir verða af útsvari og ríkissjóður af auðlindagjöldum og tekjuskatti. Kjarasamningar vélstjóra á fiskiskipum hafa verið lausir síðan 1. október síðastliðinn. Um jól og áramót fórum við hjá VM hringinn í kringum landið til þess að hitta félagsmenn okkar og spurðum þá meðal annars hvað félagið eigi að leggja áherslu á í samningaviðræðum við útgerðarmenn. Allir svöruðu þeir á sömu leið; „Við viljum að fiskverð sé gagnsætt og að við fáum greidd rétt laun“. Eðlileg krafa segja flestir. Þegar borið er upp á útgerðarmenn að þeir greiði ekki rétt verð fyrir fiskinn í sjónum til sjómanna og almennings er stutt í hneykslisgírinn og þeir skilja bara ekki hvaðan þessar sögusagnir koma. Í mars árið 2019 lönduðu þrjú skip á Íslandi kolmunna sama dag, hjá sama fyrirtæki, fiski úr sömu torfunni. Tvö þessara skipa voru íslensk og eitt var norskt. Íslensku skipin fengu 25,17 krónur á kíló fyrir sinn farm, en norska skipið fékk 36,07 krónur á kíló fyrir sinn kolmunna. Munurinn er rúmlega 43%. Það er sami verðmunur og var á makríl til bræðslu sumarið áður, er það tilviljun? Af hverju er hægt að borga Norðmönnum svona miklu betur en Íslendingum? Þessu þurfa útgerðarmenn að svara. Sögur af misbresti eru bara svo margar, að almenningur getur ekki lengur setið hjá. Hvað þá stjórnmálamenn. Útlit er fyrir að sameiginlegir sjóðir okkar verði af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Er því nema vona að við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna spyrjum: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Sjávarútvegur Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða um hvaða endurgjald þjóðin eigi að fá fyrir sínar sameiginlegu auðlindir og hefur verðlagning á sjávarafurðum verið mjög áberandi í þeirri umræðu. Ég held að það sé alveg ljóst að mikið vantraust ríkir á milli almennings í landinu og þeirra sem nýta fiskveiðiauðlindina okkar. Á árinu 2019 gaf Verðlagsstofa skiptasverðs út skýrslu þar sem fjallað var um mun á verði á makríl frá Íslandi annarsvegar og Noregi hinsvegar. Tölurnar náðu yfir árin 2012-2018 og voru sláandi. Munaði allt að 300% á því verði sem Norðmenn gefa upp sem meðalverð og því verði sem íslenskir útgerðarmenn gefa upp. Það urðu eðlilega læti í samfélaginu í kringum þessa skýrslu, talsmaður útgerðarmanna kom fram í fjölmiðlum og sagði að þessi munur væri eðlilegur, Norðmenn seldu sinn makríl á dýrari markaði en við Íslendingar og því væri þetta moldviðri. Gott og vel, góð rök segja sumir. Norðmenn hafa unnið baráttuna um betri markaði á unnum makríl. En hvað um makríl til bræðslu? Árið 2018 fékkst 43% hærra verð fyrir makríl til bræðslu í Noregi en á Íslandi samkvæmt skýrslu Verðlagsstofu. Ég er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna en í því félagi eru meðal annars vélstjórar á fiskiskipum. Á síðustu áratugum hefur verið vaxandi orðrómur um það að útgerðarmenn gefi ekki upp rétt verð á sjávarfangi. Ef rétt reynist er það grafalvarlegt, enda svindla þeir þá ekki bara á launum sjómanna heldur á samfélaginu öllu. Samfélagið allt verður af tekjum ef verð á sjávarafurðum úr okkar sameiginlegri fiskveiðiauðlind er ekki rétt upp gefin. Hafnarsjóðir bæjarfélaganna verða af tekjum, bæjarsjóðir verða af útsvari og ríkissjóður af auðlindagjöldum og tekjuskatti. Kjarasamningar vélstjóra á fiskiskipum hafa verið lausir síðan 1. október síðastliðinn. Um jól og áramót fórum við hjá VM hringinn í kringum landið til þess að hitta félagsmenn okkar og spurðum þá meðal annars hvað félagið eigi að leggja áherslu á í samningaviðræðum við útgerðarmenn. Allir svöruðu þeir á sömu leið; „Við viljum að fiskverð sé gagnsætt og að við fáum greidd rétt laun“. Eðlileg krafa segja flestir. Þegar borið er upp á útgerðarmenn að þeir greiði ekki rétt verð fyrir fiskinn í sjónum til sjómanna og almennings er stutt í hneykslisgírinn og þeir skilja bara ekki hvaðan þessar sögusagnir koma. Í mars árið 2019 lönduðu þrjú skip á Íslandi kolmunna sama dag, hjá sama fyrirtæki, fiski úr sömu torfunni. Tvö þessara skipa voru íslensk og eitt var norskt. Íslensku skipin fengu 25,17 krónur á kíló fyrir sinn farm, en norska skipið fékk 36,07 krónur á kíló fyrir sinn kolmunna. Munurinn er rúmlega 43%. Það er sami verðmunur og var á makríl til bræðslu sumarið áður, er það tilviljun? Af hverju er hægt að borga Norðmönnum svona miklu betur en Íslendingum? Þessu þurfa útgerðarmenn að svara. Sögur af misbresti eru bara svo margar, að almenningur getur ekki lengur setið hjá. Hvað þá stjórnmálamenn. Útlit er fyrir að sameiginlegir sjóðir okkar verði af háum upphæðum í formi skatta og gjalda á hverju einasta ári. Er því nema vona að við hjá VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna spyrjum: Er þetta eðlilegt? Höfundur er formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun