Baráttan um tímann Sigurður Sigurjónsson skrifar 23. janúar 2020 13:30 Mikið hefur verið rætt og ritað um opnunartíma leikskóla í Reykjavík síðustu daga eftir að meirihluti skóla- og frístundarsviðs setti fram tillögur um styttingu opnunartíma leikskóla. Þessar tillögur eru í samræmi við tillögur stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs. Umræðan hefur verið að mestu málefnaleg, bæði með og á móti. Það getur þó verið erfitt að hlusta á borgarfulltrúa gefa í skyn að stjórnendur og kennarar séu að „kokka upp“ tölur til að nota í samningaviðræðum þegar rætt var um nýtingu á tímanum sem um ræðir, eins og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lét hafa eftir sér í þættinum Í bítið á Bylgjunni 21. janúar síðastliðinn. Kennarar halda utan um skráningar, hvenær börn mæta og hvenær þau fara, og er þessi skráning öryggistæki en ekki „upp kokkaðar tölur“. Hildur ætti að bera meiri virðingu fyrir stjórnendum og kennurum en að gera þeim það upp að vera að „kokka upp tölur“. Einnig er vert að taka fram að þessar aðgerðir eru ekki hluti að kjaraviðræðum eins og gefið er í skyn heldur aðgerð til að gera leikskólana rekstrarhæfa og barnvænni. Áðurnefndur borgarfulltrúi var einnig í Silfrinu þann 19. Janúar sl. og sagði þar að einblínt væri á leikskólakennara og að sé enginn málsvari fyrir um 70% starfsfólks leikskólanna. Skoðum það aðeins út frá skýrslu stýrihópsins. Í skýrslunni kemur fram að „Stýrihópurinn leiti ráðgjafar og álits hjá aðilum með sérþekkingu á viðfangsefninu og helstu hagsmunaaðilum, s.s. Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda í leikskólum, stéttarfélögum annarra starfsmanna leikskóla, samtökum foreldra, Samtökum atvinnulífsins, háskólastofnunum sem koma að menntun leikskólakennara“. Þar kemur einnig fram að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat í stýrihópnum sem kom með þessar tillögur í desember árið 2019. Höldum áfram að ræða stöðu leikskólanna, hvað þarf að gera til að bæta þá, hvaða leiðir eru færar og náum samstöðu um framkvæmdina. Að saka starfsfólk leikskólana um að falsa tölur máli sínu til stuðnings er ekki leiðin til að stuðla að betri leikskólum og auka samstöðu. Stjórnendur hafa bent á þessa leið þ.e. að stytta opnunartíma til að gera leikskólana betri, draga úr álagi á starfsfólk og börn. Fyrir því eru fagleg rök en tillögurnar eru ekki hluti af kjarabaráttu heldur liður í því að gera leikskólana rekstrarhæfa. Í þessu samhengi er rétt að benda á að dvalartími barna í leikskólum á Íslandi er einna lengstur í samanburði við önnur lönd samkvæmt skýrslum OECD og Eurydice og munar þar miklu. Það ætti ekki að hafa farið framhjá þeim sem fylgjast með að síðustu ár fyllast fréttamiðlar reglulega af fréttum um hversu erfitt er að manna leikskólana, deildum er lokað og börn send heim. Að stytta opnunartíma getur dregið úr þeim vanda sem foreldrar eru iðulega settir í með lokunum deilda og seinkaðri inntöku í leikskóla. Svo ekki sé talað um áhrifin á börnin. Samkvæmt lögum um leikskóla er leikskólinn fyrsta skólastigið í skólakerfinu og er hann fyrir börn undir skólaskyldualdri. Leikskóli annast að ósk foreldra uppeldi, umönnun og menntun barna á leikskólaaldri en er ekki eingöngu þjónustustofnun. Ef sveitarfélög ætla að halda uppi háu þjónustustigi með löngum opnunartíma þá þarf að gera ráðstafanir til að hægt sé að veita þá þjónustu. Ráðstafanir geta falist í því að fækka verulega börnum í rými, hækka laun þeirra sem sinna störfunum og gera starfsumhverfið almennt betra. Hingað til hafa sveitarfélögin ekki verið tilbúin til þess og þá þarf að fara leiðir eins og að stytta opnunartímann barnanna vegna. Höfundur er formaður Félags stjórnenda leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um opnunartíma leikskóla í Reykjavík síðustu daga eftir að meirihluti skóla- og frístundarsviðs setti fram tillögur um styttingu opnunartíma leikskóla. Þessar tillögur eru í samræmi við tillögur stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs. Umræðan hefur verið að mestu málefnaleg, bæði með og á móti. Það getur þó verið erfitt að hlusta á borgarfulltrúa gefa í skyn að stjórnendur og kennarar séu að „kokka upp“ tölur til að nota í samningaviðræðum þegar rætt var um nýtingu á tímanum sem um ræðir, eins og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lét hafa eftir sér í þættinum Í bítið á Bylgjunni 21. janúar síðastliðinn. Kennarar halda utan um skráningar, hvenær börn mæta og hvenær þau fara, og er þessi skráning öryggistæki en ekki „upp kokkaðar tölur“. Hildur ætti að bera meiri virðingu fyrir stjórnendum og kennurum en að gera þeim það upp að vera að „kokka upp tölur“. Einnig er vert að taka fram að þessar aðgerðir eru ekki hluti að kjaraviðræðum eins og gefið er í skyn heldur aðgerð til að gera leikskólana rekstrarhæfa og barnvænni. Áðurnefndur borgarfulltrúi var einnig í Silfrinu þann 19. Janúar sl. og sagði þar að einblínt væri á leikskólakennara og að sé enginn málsvari fyrir um 70% starfsfólks leikskólanna. Skoðum það aðeins út frá skýrslu stýrihópsins. Í skýrslunni kemur fram að „Stýrihópurinn leiti ráðgjafar og álits hjá aðilum með sérþekkingu á viðfangsefninu og helstu hagsmunaaðilum, s.s. Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda í leikskólum, stéttarfélögum annarra starfsmanna leikskóla, samtökum foreldra, Samtökum atvinnulífsins, háskólastofnunum sem koma að menntun leikskólakennara“. Þar kemur einnig fram að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat í stýrihópnum sem kom með þessar tillögur í desember árið 2019. Höldum áfram að ræða stöðu leikskólanna, hvað þarf að gera til að bæta þá, hvaða leiðir eru færar og náum samstöðu um framkvæmdina. Að saka starfsfólk leikskólana um að falsa tölur máli sínu til stuðnings er ekki leiðin til að stuðla að betri leikskólum og auka samstöðu. Stjórnendur hafa bent á þessa leið þ.e. að stytta opnunartíma til að gera leikskólana betri, draga úr álagi á starfsfólk og börn. Fyrir því eru fagleg rök en tillögurnar eru ekki hluti af kjarabaráttu heldur liður í því að gera leikskólana rekstrarhæfa. Í þessu samhengi er rétt að benda á að dvalartími barna í leikskólum á Íslandi er einna lengstur í samanburði við önnur lönd samkvæmt skýrslum OECD og Eurydice og munar þar miklu. Það ætti ekki að hafa farið framhjá þeim sem fylgjast með að síðustu ár fyllast fréttamiðlar reglulega af fréttum um hversu erfitt er að manna leikskólana, deildum er lokað og börn send heim. Að stytta opnunartíma getur dregið úr þeim vanda sem foreldrar eru iðulega settir í með lokunum deilda og seinkaðri inntöku í leikskóla. Svo ekki sé talað um áhrifin á börnin. Samkvæmt lögum um leikskóla er leikskólinn fyrsta skólastigið í skólakerfinu og er hann fyrir börn undir skólaskyldualdri. Leikskóli annast að ósk foreldra uppeldi, umönnun og menntun barna á leikskólaaldri en er ekki eingöngu þjónustustofnun. Ef sveitarfélög ætla að halda uppi háu þjónustustigi með löngum opnunartíma þá þarf að gera ráðstafanir til að hægt sé að veita þá þjónustu. Ráðstafanir geta falist í því að fækka verulega börnum í rými, hækka laun þeirra sem sinna störfunum og gera starfsumhverfið almennt betra. Hingað til hafa sveitarfélögin ekki verið tilbúin til þess og þá þarf að fara leiðir eins og að stytta opnunartímann barnanna vegna. Höfundur er formaður Félags stjórnenda leikskóla.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun