Brexit og tollkvótar Sigmar Vilhjálmsson skrifar 23. janúar 2020 16:00 Forsendubrestur Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. Markaðssvæði Evrópusambandsins er 513 milljónir manna. Útganga Bretlands þýðir að 66-67 milljónir manna eru ekki lengur hluti af þessu markaðssvæði. Það þýðir að með útgöngu Breta hefur markaðssvæðið sem samningurinn nær yfir minnkað með einu pennastriki um 13%. Þessi mikli munur er klár forsendubrestur þeirra tollasamninga sem eru í gildi. Samningur við Breta Búið er að leggja drög að samningum við Breta um inn- og útflutning í ljósi stöðunnar en ekkert hefur heyrst um endurupptöku á samningum við Evrópusambandið í ljósi þessara miklu breytinga á markaðssvæði ESB. Samningurinn við Breta kveður á um inn- og útflutning á vörum á milli landanna í ljósi Brexit. Þannig verður engin breyting á gildandi tollum, né heldur tollalausum viðskiptum iðnaðarvara. Þá verða kvótar fyrir tollfrjáls viðskipti með landbúnaðar- og sjávarafurðir einnig óbreyttir. Það þýðir að búið er að gera samninga um aukin innflutning ofan á þá tollasamninga sem í gildi eru án þess að hafa á sama tíma lækkað það magn sem flytja má inn frá Evrópusambandinu. Til upprifjunar þá kveða tollasamningar okkar við Evrópusambandið á um að við fáum að flytja út 0,17 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn í Evrópu á meðan Evrópusambandið má flytja inn 11,2 kg. af landbúnaðarvörum til Íslands. Tollasamningurinn sem er í gildi er með öllu óháður afurðaverðmætum og í ljósi þess að ekkert hefur orðið af útrás mjólkurafurða, eins og samningurinn gerði ráð fyrir, þá hefur af þessum samningi hlotist gríðarlegur viðskiptahalli. Er því full ástæða fyrir Íslensk stjórnvöld að hefja viðræður á grundvelli forsendubrests. Nýir samningar Nýir tollasamningar við Evrópusambandið ættu að vera í eðlilegra hlutfalli á milli markaðssvæða, hvort sem það væri útfrá afurðarverðmætum eða magni. Ef við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við megum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla en ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja 5.725.621 tonn til Evrópu en ekki bara 8.800 tonn. Nýr samningur, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum framleiðendum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Slíkt er til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda, á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson Utanríkismál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Forsendubrestur Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. Markaðssvæði Evrópusambandsins er 513 milljónir manna. Útganga Bretlands þýðir að 66-67 milljónir manna eru ekki lengur hluti af þessu markaðssvæði. Það þýðir að með útgöngu Breta hefur markaðssvæðið sem samningurinn nær yfir minnkað með einu pennastriki um 13%. Þessi mikli munur er klár forsendubrestur þeirra tollasamninga sem eru í gildi. Samningur við Breta Búið er að leggja drög að samningum við Breta um inn- og útflutning í ljósi stöðunnar en ekkert hefur heyrst um endurupptöku á samningum við Evrópusambandið í ljósi þessara miklu breytinga á markaðssvæði ESB. Samningurinn við Breta kveður á um inn- og útflutning á vörum á milli landanna í ljósi Brexit. Þannig verður engin breyting á gildandi tollum, né heldur tollalausum viðskiptum iðnaðarvara. Þá verða kvótar fyrir tollfrjáls viðskipti með landbúnaðar- og sjávarafurðir einnig óbreyttir. Það þýðir að búið er að gera samninga um aukin innflutning ofan á þá tollasamninga sem í gildi eru án þess að hafa á sama tíma lækkað það magn sem flytja má inn frá Evrópusambandinu. Til upprifjunar þá kveða tollasamningar okkar við Evrópusambandið á um að við fáum að flytja út 0,17 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn í Evrópu á meðan Evrópusambandið má flytja inn 11,2 kg. af landbúnaðarvörum til Íslands. Tollasamningurinn sem er í gildi er með öllu óháður afurðaverðmætum og í ljósi þess að ekkert hefur orðið af útrás mjólkurafurða, eins og samningurinn gerði ráð fyrir, þá hefur af þessum samningi hlotist gríðarlegur viðskiptahalli. Er því full ástæða fyrir Íslensk stjórnvöld að hefja viðræður á grundvelli forsendubrests. Nýir samningar Nýir tollasamningar við Evrópusambandið ættu að vera í eðlilegra hlutfalli á milli markaðssvæða, hvort sem það væri útfrá afurðarverðmætum eða magni. Ef við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við megum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla en ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja 5.725.621 tonn til Evrópu en ekki bara 8.800 tonn. Nýr samningur, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum framleiðendum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Slíkt er til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda, á Íslandi.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar