Ólafur Stefánsson um íslenska handboltalandsliðið: Mér finnst að við séum komnir eiginlega með allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 08:30 Ólafur Stefánsson í leik með íslenska landsliðnu og skorar hér eitt af 1579 mörkum sínum fyrir A-landsliðið að þessu sinn á ÓL í London 2012. Getty/Jeff Gross Ólafur Stefánsson hefur mikla trú á bjartri framtíð íslenska handboltalandsliðsins þrátt fyrir að liðið hafi gefið mikið eftir í seinni hluta Evrópumótsins í handbolta. Ólafur gerði upp Evrópumótið í viðtali við Ríkisútvarpið en hann sjálfur spilaði með landsliðinu í tvo áratugi og var um tíma markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Íslenska liðið sýndi styrk sinn með því að vinna Dani og Rússa í fyrstu tveimur leikjunum og Ólafur segist þá hafa verið að vonast eftir leikjum um verðlaun. „Sérstaklega eftir Danaleikinn og líka fyrir mótið þá var ég svona að vona og hélt að við myndum bara fara í undanúrslit jafnvel, eða fimmta, sjötta sæti - eitthvað svoleiðis. Það var svona mín tilfinning, án þess að ég væri að gefa það mikið út,“ sagði Ólafur í viðtali við Rúv. Íslenska landsliðið er að hans mati til alls líklegt í framhaldinu enda að mati Ólafs með allt sem þarf í gott handboltalið. „Mér finnst að við séum komnir eiginlega með allt, við erum komnir með rosalega flotta karaktera af strákum og það sem ég segi í raun og veru við þá er: Þið eruð allir góðir, jafnvel betri. Ég meina Haukur Þrastarson er bara vel betri heldur en ég var á hans aldri. Sama með Aron, Janus og Viktor,“ sagði Ólafur. Hann er á því að aðeins strákarnir sjálfir geti stoppað sig næstu árin. Ólafur fagnar líka innkomu markvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar og sparar ekki yfirlýsingarnar þar. „Hann [Viktor] verður líklega besti markvörður sem við höfum átt, með allri virðingu fyrir Einari Þorvarðarsyni eða fleirum. Þetta verður líklega besti markvörður sem við höfum átt ef hann helst heill og karakterinn. Það er líka svona smá refur í honum og ef hann kemst út fyrir óttann sinn. Hann er að gera allt og hann er að vaxa. Það að hafa svona markmann með okkur næstu tíu, fimmtán ár - það á að gefa öllum hinum byr yndir báða vængi,“ sagði Ólafur en það smá sjá allt viðtalið við hann hér. EM 2020 í handbolta Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Ólafur Stefánsson hefur mikla trú á bjartri framtíð íslenska handboltalandsliðsins þrátt fyrir að liðið hafi gefið mikið eftir í seinni hluta Evrópumótsins í handbolta. Ólafur gerði upp Evrópumótið í viðtali við Ríkisútvarpið en hann sjálfur spilaði með landsliðinu í tvo áratugi og var um tíma markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Íslenska liðið sýndi styrk sinn með því að vinna Dani og Rússa í fyrstu tveimur leikjunum og Ólafur segist þá hafa verið að vonast eftir leikjum um verðlaun. „Sérstaklega eftir Danaleikinn og líka fyrir mótið þá var ég svona að vona og hélt að við myndum bara fara í undanúrslit jafnvel, eða fimmta, sjötta sæti - eitthvað svoleiðis. Það var svona mín tilfinning, án þess að ég væri að gefa það mikið út,“ sagði Ólafur í viðtali við Rúv. Íslenska landsliðið er að hans mati til alls líklegt í framhaldinu enda að mati Ólafs með allt sem þarf í gott handboltalið. „Mér finnst að við séum komnir eiginlega með allt, við erum komnir með rosalega flotta karaktera af strákum og það sem ég segi í raun og veru við þá er: Þið eruð allir góðir, jafnvel betri. Ég meina Haukur Þrastarson er bara vel betri heldur en ég var á hans aldri. Sama með Aron, Janus og Viktor,“ sagði Ólafur. Hann er á því að aðeins strákarnir sjálfir geti stoppað sig næstu árin. Ólafur fagnar líka innkomu markvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar og sparar ekki yfirlýsingarnar þar. „Hann [Viktor] verður líklega besti markvörður sem við höfum átt, með allri virðingu fyrir Einari Þorvarðarsyni eða fleirum. Þetta verður líklega besti markvörður sem við höfum átt ef hann helst heill og karakterinn. Það er líka svona smá refur í honum og ef hann kemst út fyrir óttann sinn. Hann er að gera allt og hann er að vaxa. Það að hafa svona markmann með okkur næstu tíu, fimmtán ár - það á að gefa öllum hinum byr yndir báða vængi,“ sagði Ólafur en það smá sjá allt viðtalið við hann hér.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða