Dreng bjargað af læknum eftir að fiskur stakk hann í gegnum hálsinn Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2020 08:06 Einn læknanna sem bjargaði Idul sýnir blaðamönnum mynd af fiskinum. Wahidin Sudirohusodo sjúkrahúsið Hinn sextán ára gamli Muhammad Idul, frá Indónesíu, þykir einstaklega heppinn að vera á lífi eftir að hornfiskur stakk hann í gegnum hálsinn. Idul var við veiðar þegar fiskurinn stökk upp úr sjónum og stakk hann. Við það datt drengurinn í sjóinn og þurfti hann að synda í land, með fiskinn fastann í hálsinum og koma sér til aðhlynningar. Myndir af Idul hafa farið eins og eldur um sinu á internetinu undanfarna daga. Vert er að vara við því að myndirnar hér að neðan gætu vakið óhug meðal lesenda. Í samtali við BBC segir Idul að hann og vinur hans hafi farið að veiða að kvöldi til á tveimur bátum. Þeir hafi verið komnir í um 500 metra fjarlægð frá ströndinni þegar hann kveikti á vasaljósi sínu. Þá stökk fiskurinn sem var um 75 sentímetrar að lengd, upp úr sjónum og stakk drenginni. Vinur Idul kom í veg fyrir að hann reyndi að draga fiskinn út og tókst þeim að synda í land. Á meðan á sundferðinni stóð þurfti Idul að halda fiskinum, sem var enn á lífi og að reyna að losa sig. Faðir Idul rauk með hann á sjúkrahús, sem var í um 90 mínútna fjarlægð frá heimili þeirra. Læknum þar tókst að skera hausinn af fiskinum en þeir þorðu ekki að losa hann úr hálsi Idul, því þeir höfðu ekki þann búnað sem þeir töldu sig þurfa. Því var hann fluttur aftur um set. Þegar Idul var kominn til borgarinnar Makassar og á héraðssjúkrahús svæðisins þurftu fimm sérhæfðir skurðlæknar að verja um tveimur tímum í að losa fiskinn, samkvæmt héraðsmiðlinum Terkini Makassar. Það er talið hafa bjargað lífi Idul að vinur hans hafi haft rænu á því að þeir ættu ekki að losa fiskinn strax. Það hafi komið í veg fyrir mikla blæðingu. Idul er enn á sjúkrahúsi og hlakkar til að komast heim en hann er undir eftirliti af ótta við sýkingu. Þá segist hann ekki ætla að hætta að veiða. Hann þurfi bara að passa sig betur. Dýr Indónesía Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Hinn sextán ára gamli Muhammad Idul, frá Indónesíu, þykir einstaklega heppinn að vera á lífi eftir að hornfiskur stakk hann í gegnum hálsinn. Idul var við veiðar þegar fiskurinn stökk upp úr sjónum og stakk hann. Við það datt drengurinn í sjóinn og þurfti hann að synda í land, með fiskinn fastann í hálsinum og koma sér til aðhlynningar. Myndir af Idul hafa farið eins og eldur um sinu á internetinu undanfarna daga. Vert er að vara við því að myndirnar hér að neðan gætu vakið óhug meðal lesenda. Í samtali við BBC segir Idul að hann og vinur hans hafi farið að veiða að kvöldi til á tveimur bátum. Þeir hafi verið komnir í um 500 metra fjarlægð frá ströndinni þegar hann kveikti á vasaljósi sínu. Þá stökk fiskurinn sem var um 75 sentímetrar að lengd, upp úr sjónum og stakk drenginni. Vinur Idul kom í veg fyrir að hann reyndi að draga fiskinn út og tókst þeim að synda í land. Á meðan á sundferðinni stóð þurfti Idul að halda fiskinum, sem var enn á lífi og að reyna að losa sig. Faðir Idul rauk með hann á sjúkrahús, sem var í um 90 mínútna fjarlægð frá heimili þeirra. Læknum þar tókst að skera hausinn af fiskinum en þeir þorðu ekki að losa hann úr hálsi Idul, því þeir höfðu ekki þann búnað sem þeir töldu sig þurfa. Því var hann fluttur aftur um set. Þegar Idul var kominn til borgarinnar Makassar og á héraðssjúkrahús svæðisins þurftu fimm sérhæfðir skurðlæknar að verja um tveimur tímum í að losa fiskinn, samkvæmt héraðsmiðlinum Terkini Makassar. Það er talið hafa bjargað lífi Idul að vinur hans hafi haft rænu á því að þeir ættu ekki að losa fiskinn strax. Það hafi komið í veg fyrir mikla blæðingu. Idul er enn á sjúkrahúsi og hlakkar til að komast heim en hann er undir eftirliti af ótta við sýkingu. Þá segist hann ekki ætla að hætta að veiða. Hann þurfi bara að passa sig betur.
Dýr Indónesía Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira