Körfubolti

LeBron fór upp fyrir Bryant á stigalistanum | Utah og OKC á góðu skriði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LeBron er núna þriðji stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar.
LeBron er núna þriðji stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. vísir/getty

LeBron James komst upp fyrir Kobe Bryant á listanum yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar þegar Los Angeles Lakers tapaði fyrir Philadelphia 76ers í nótt, 108-91.

James komst upp fyrir Bryant í 3. sæti stigalistans um miðjan 3. leikhluta. James skoraði 29 stig í leiknum og hefur alls skorað 33.655 stig í NBA á ferlinum. Kareem Abdul-Jabbar er í 1. sæti stigalistans og Karl Malone í 2. sætinu.



Tobias Harris skoraði 29 stig fyrir Philadelphia og Ben Simmons var með 28 stig, tíu fráköst, átta stoðsendingar og fjóra stolna bolta.



Fjórir aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Utah Jazz vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Dallas Mavericks, 112-107.

Donovan Mitchell skoraði 25 stig fyrir Utah sem hefur unnið fjóra leiki í röð og er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Bojan Bogdanovic skoraði 23 stig og Rudy Gobert var með 22 stig, 17 fráköst og fimm varin skot.



Oklahoma City Thunder er á góðu skriði og vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið sótti Minnesota Timberwolves heim. Lokatölur 104-113, OKC í vil. Þetta var níunda tap Minnesota í röð.

Dennis Schröder skoraði 26 stig fyrir OKC og Chris Paul var með 25 stig og tíu stoðsendingar.



Úrslitin í nótt:

Philadelphia 108-91 LA Lakers

Utah 112-107 Dallas

Minnesota 104-113 Oklahoma

Detroit 111-121 Brooklyn

Cleveland 106-118 Chicago




Fleiri fréttir

Sjá meira


×