Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Sylvía Hall skrifar 26. janúar 2020 17:18 Bláa lónið og fjallið Þorbjörn í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn og hefur óvissustigi verið lýst yfir. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Landrisið er sagt vera óvenju hratt eða um 3 til 4 millimetrar á dag. Í heildina er það orðið um tveir sentimetrar þar sem það er mest og kemur fram bæði á síritandi GPS mælum og í bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Landrisið er sagt vera vísbending um kvikusöfnun á nokkurra kílómetra dýpi. Ef skýringin er kvikusöfnun er hún enn sem komið er mjög lítil en gróft mat er að rúmmálið sé af stærðargráðunni ein milljón rúmmetrar. Þetta er niðurstaða samráðsfunda vísindamanna sem haldnir voru á Veðurstofunni nú í morgun og eftir hádegi. Sambærilegur landrishraði ekki sést síðustu áratugi Í tilkynningunni segir að nákvæmar mælingar á jarðskorpuhreyfingum á Reykjanesskaganum hafi staðið yfir í tæplega þrjá áratugi. Á þeim tíma hefur sambærilegur landrishraði ekki mælst og atburðarrásin því óvenjuleg fyrir svæðið. Landrisið mælist samfara jarðskjálftahrinu austan við rismiðjuna frá 21. janúar sem staðsett er norðaustan við Grindavík. Stærstu skjálftarnir mældust 22. janúar og voru 3,7 og 3,6 að stærð. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanessskaganum og norður í Borgarnes. Hrinan sjálf telst ekki óvenjuleg ein og sér þar sem slíka hrinur eru algengar á svæðinu en landrisið gefur tilefni til þess að fylgjast sérstaklega náið með framvindu á svæðinu. Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni á svæðinu og þar með hugsanlega stærri skjálftum.Vísir Landrisið er innan eldstöðvakerfis Svartsengis sem er ýmist talið sjálfstætt eldstöðvakerfi eða talið vera hluti stærra kerfis sem kennt er við Reykjanes. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldum sem stóðu yfir með hléum á tímabilinu 1210 til 1240. Engin sprengigos eru þekkt í Svartsengiskerfinu en stærsta gos í hrinunni á 13. öld myndaði Arnarseturshraun. Algengast er að gos af þessari gerð standi yfir í nokkra daga og jafnvel nokkrar vikur. Íbúafundir boðaðir Óvissustig Almannavarna hefur verið virkjað og boðað hefur verið til íbúafunda í Grindavík klukkan 16 á morgun. Þar verður farið yfir stöðu mála með fulltrúum Almannavarna, viðbragðsaðila og vísindamanna. Þá hefur Veðurstofan fært litakóða á flug á gult. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar hefur aukið eftirlit með svæðinu og verður þar að auki aukið eftirlit með uppsetningu fleiri mælitækja til að vakta og greina betur framvindu atburða. Mögulegar sviðsmyndir hafa verið teiknaðar upp út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Ekki er hægt að segja að svo stöddu hver sé líklegust eða hversu hratt atburðarásin mun þróast. Ef landris stafar af kvikusöfnun: - Kvikusöfnun hættir mjög fljótlega án frekari atburða. - Kvikusöfnun heldur áfram á sama stað og hraða í einhvern tíma án þess að til stærri atburða komi - Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots - Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots og eldgoss (hraungoss á sprungu). - Kvikusöfnun veldur jarðskjálftavirkni með stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6) Ef landris stafar ekki af kvikusöfnun: - Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni og þar með hugsanlega stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6). Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn og hefur óvissustigi verið lýst yfir. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Landrisið er sagt vera óvenju hratt eða um 3 til 4 millimetrar á dag. Í heildina er það orðið um tveir sentimetrar þar sem það er mest og kemur fram bæði á síritandi GPS mælum og í bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Landrisið er sagt vera vísbending um kvikusöfnun á nokkurra kílómetra dýpi. Ef skýringin er kvikusöfnun er hún enn sem komið er mjög lítil en gróft mat er að rúmmálið sé af stærðargráðunni ein milljón rúmmetrar. Þetta er niðurstaða samráðsfunda vísindamanna sem haldnir voru á Veðurstofunni nú í morgun og eftir hádegi. Sambærilegur landrishraði ekki sést síðustu áratugi Í tilkynningunni segir að nákvæmar mælingar á jarðskorpuhreyfingum á Reykjanesskaganum hafi staðið yfir í tæplega þrjá áratugi. Á þeim tíma hefur sambærilegur landrishraði ekki mælst og atburðarrásin því óvenjuleg fyrir svæðið. Landrisið mælist samfara jarðskjálftahrinu austan við rismiðjuna frá 21. janúar sem staðsett er norðaustan við Grindavík. Stærstu skjálftarnir mældust 22. janúar og voru 3,7 og 3,6 að stærð. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanessskaganum og norður í Borgarnes. Hrinan sjálf telst ekki óvenjuleg ein og sér þar sem slíka hrinur eru algengar á svæðinu en landrisið gefur tilefni til þess að fylgjast sérstaklega náið með framvindu á svæðinu. Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni á svæðinu og þar með hugsanlega stærri skjálftum.Vísir Landrisið er innan eldstöðvakerfis Svartsengis sem er ýmist talið sjálfstætt eldstöðvakerfi eða talið vera hluti stærra kerfis sem kennt er við Reykjanes. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldum sem stóðu yfir með hléum á tímabilinu 1210 til 1240. Engin sprengigos eru þekkt í Svartsengiskerfinu en stærsta gos í hrinunni á 13. öld myndaði Arnarseturshraun. Algengast er að gos af þessari gerð standi yfir í nokkra daga og jafnvel nokkrar vikur. Íbúafundir boðaðir Óvissustig Almannavarna hefur verið virkjað og boðað hefur verið til íbúafunda í Grindavík klukkan 16 á morgun. Þar verður farið yfir stöðu mála með fulltrúum Almannavarna, viðbragðsaðila og vísindamanna. Þá hefur Veðurstofan fært litakóða á flug á gult. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar hefur aukið eftirlit með svæðinu og verður þar að auki aukið eftirlit með uppsetningu fleiri mælitækja til að vakta og greina betur framvindu atburða. Mögulegar sviðsmyndir hafa verið teiknaðar upp út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Ekki er hægt að segja að svo stöddu hver sé líklegust eða hversu hratt atburðarásin mun þróast. Ef landris stafar af kvikusöfnun: - Kvikusöfnun hættir mjög fljótlega án frekari atburða. - Kvikusöfnun heldur áfram á sama stað og hraða í einhvern tíma án þess að til stærri atburða komi - Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots - Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots og eldgoss (hraungoss á sprungu). - Kvikusöfnun veldur jarðskjálftavirkni með stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6) Ef landris stafar ekki af kvikusöfnun: - Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni og þar með hugsanlega stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6).
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira