Körfubolti

Sjáðu stuttmynd Kobe sem skilaði honum Óskarsverðlaunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kobe Bryant vann Óskarsverðlaun árið 2018.
Kobe Bryant vann Óskarsverðlaun árið 2018. Vísir/Getty

Kobe Bryant, sem lést í morgun í þyrluslysi, verður alltaf minnst sem eins besta körfuboltamanns allra tíma. Í stuttmynd sem hann gerði árið 2018 fer hann yfir hvað körfubolti er fyrir honum og að hann hafi gefið allt sem hann átti í leikinn sem hann elskaði.

Hann fer yfir það hvernig hann hafi ætlað sér að verða Laker frá sex ára aldri og að körfubolti hafi verið fyrsta stóra ástin í lífi hans. Hann hafi lagt allt undir og á endanum þurft að hætta því líkaminn gat ekki meir. Hjartað og hugurinn hefðu þó viljað halda áfram. 

Myndin vann Óskarsverðlaun sem besta stuttmynd í flokki teiknimynda og öðlast í raun nýtt líf eftir skelfilega atburði dagsins. 


Tengdar fréttir

Íslendingar minnast Kobe

Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár.

Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta

Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum.

Kobe Bryant lést í þyrluslysi

Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×