Erlent

Þremur eld­flaugum skotið á banda­ríska sendi­ráðið í Bagdad

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil mótmæli hafa verið gegn íröksku ríkisstjórninni í Bagdad síðustu daga.
Mikil mótmæli hafa verið gegn íröksku ríkisstjórninni í Bagdad síðustu daga. AP

Þremur eldflaugum var í dag skotið á bandaríska sendiráðið í íröksku höfuðborginni Bagdad. Sendiráðið er að finna á græna svæðinu svokallaða þar sem öryggisgæsla er mikil.

Talsmaður írakskra öryggissveita segir að ekki hafi borist tilkynningar um manntjón, að því er fram kemur í frétt AFP.

Óeirðir hafa verið á götum Bagdad í dag og í kvöld þar sem öryggissveitir hafa beitt táragasi gegn mótmælendum. Mótmælendur hafa varpað eldsprengjum, grjóti og öðru lauslegu að öryggissveitum.

Ekki liggur fyrir hver eða hverjir skutu eldflaugunum að sendiráðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×