Lífið

Stjörnurnar minnast Kobe Bryant og Gianna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Falleg orð frá frægasta fólki heims.
Falleg orð frá frægasta fólki heims.

Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant lést í þyrluslysi Calabasas í Kaliforníu í gærmorgun.

Gianna Maria-Onore Bryant, dóttir körfuboltamannsins, var einnig um borð í þyrlunni ásamt sjö öðrum en enginn lifði slysið af.

Stjörnurnar um heima allan minnast þeirra tveggja á samfélagsmiðlum en var Bryant gríðarlega vinsæll. Kobe Bryant var einn besti körfuboltamaður sögunnar og mikill sigurvegari. Hann skilur eftir sig eiginkonuna Vanessa Laine Bryant og þrjár dætur.

Hér að neðan má sjá hvernig þekktasta fólk heims minnist Kobe. Söngkonan Alica Keys og Boys II Men minntust hans á Grammy-verðlaununum í Staples Center í Los Angeles í nótt.

Söngvarinn John Legend tók fréttunum mjög inn á sig. 

Fimleikadrottningin Simone Biles minnist Kobe með þessum orðum og birtir mynd með.

Pharrell Williams segir að heimurinn sé fátækari eftir fráfall Kobe Bryant.

Spjallþáttadrottningin Ellen er í sjokki eins og margir aðrir.

Taylor Swift sendir samúðakveðjur til Vanessa og fjölskyldunnar. 

Justin Bieber trúir hreinlega ekki að þetta hafi átt sér stað. 

 
 
 
View this post on Instagram

It can't be. You always encouraged me mamba. Gave me me some of the best quotes that we smile about to this day.! Love you man!

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on Jan 26, 2020 at 12:20pm PST

Barack Obama fyrrum forseti Bandaríkjanna og Michelle Obama senda kveðjur á fjölskylduna.

Mariah Carey er einnig í sjokki.

Hjartað í molum á söngkonunni Fergie.

Ofurfyrirsætan Chrissy Teigen er dofin yfir fréttunum.

Kanye West biður fyrir fjölskyldunni.

Jimmy Kimmel minnist Kobe með þessum fallegum orðum.

Leikkonan Reese Witherspoon er algjörlega í rusli.

Bruna Mars talar um Kobe Bryant sem ofurhetju.

Rapparinn Lil Wayne segir að heimurinn hafi misst konung.

Leikarinn Idris Elbe tekur fréttunum ekki vel.

Kelly Clarkson er algjörlega miður sín.

Sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest á enginn orð.

Demi Lovato er mjög sorgmædd.


Tengdar fréttir

Michael Jordan um Kobe Bryant: Hann var eins og litli bróðir minn

Nær allir sem hafa eitthvað með NBA-deildina að gera, fyrr eða síðar, hafa gefið sér tíma til að minnast Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í gær. Michael Jordan, maðurinn sem Kobe Bryant var alltaf borinn saman við, var einn af þeim og hann minntist Kobe með hjartnæmum orðum.

Kobe Bryant lést í þyrluslysi

Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun.

Ferill Kobe Bryant í máli og myndum

Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.