Körfubolti

Stuðningsmenn Lakers minnast Kobe: „Hluti af LA dó“ | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stuðningsmenn Los Angeles Lakers eru í sárum.
Stuðningsmenn Los Angeles Lakers eru í sárum. vísir/getty

Mikið fjölmenni safnaðist saman fyrir framan Staples Center, heimavöll Los Angeles Lakers, eftir að fréttir bárust af fráfalli Kobes Bryant.

Kobe lést í þyrluslysi í gær ásamt 13 ára dóttur sinni og sjö öðrum.

Hann lék með Lakers í 20 ár og varð fimm sinnum NBA-meistari með liðinu. Hann er talinn einn besti körfuboltamaður allra tíma.

„Fyrir mér var hann borgarstjóri Los Angeles. Margir segja að hluti af Los Angeles hafi dáið í dag. Ég veit að ég á eftir að fella mörg tár næstu daga,“ sagði Rene Sotomayor, einn fjölmargra sem söfnuðust saman fyrir utan Staples Center til að votta Kobe virðingu sína.

„Kobe er Los Angeles, jafnvel þótt hann sé frá Philly. Hann fór til Spánar og ferðaðist um en hann er samt Los Angeles. Þetta er heimili hans. Það þarf að reisa styttu af honum,“ sagði William Anderson, annar aðdáandi Kobes og stuðningsmaður Lakers.

Myndir frá vökunni fyrir utan Staples Center má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Kobe Bryant minnst

 

Klippa: Stuðningsmennirnir syrgja Kobe Bryant

 

 


Tengdar fréttir

Neymar minntist Kobe

Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins.

Íslendingar minnast Kobe

Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár.

Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta

Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum.

Sjáðu stuttmynd Kobe sem skilaði honum Óskarsverðlaunum

Kobe Bryant, sem lést í morgun í þyrluslysi, verður alltaf minnst sem eins besta körfuboltamanns allra tíma. Í stuttmynd sem hann gerði árið 2018 fer hann yfir hvað körfubolti er fyrir honum og að hann hafi gefið allt sem hann átti í leikinn sem hann elskaði.

Michael Jordan um Kobe Bryant: Hann var eins og litli bróðir minn

Nær allir sem hafa eitthvað með NBA-deildina að gera, fyrr eða síðar, hafa gefið sér tíma til að minnast Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi í gær. Michael Jordan, maðurinn sem Kobe Bryant var alltaf borinn saman við, var einn af þeim og hann minntist Kobe með hjartnæmum orðum.

Kobe Bryant lést í þyrluslysi

Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun.

Ferill Kobe Bryant í máli og myndum

Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Í greininni verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Kobe mannsæmandi skil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×