Innlent

Bilun uppgötvaðist eftir óvænta lendingu vegna veikinda

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Farþegum hefur verið, eða verður, komið á áfangastað með öðrum flugfélögum.
Farþegum hefur verið, eða verður, komið á áfangastað með öðrum flugfélögum. Vísir/jKJ

Veikindi eins farþega um borð í flugvél pólska flugfélagsins LOT Airlines var ástæða þess að flugstjóri flugvélarinnar tók þá ákvörðun að lenda á Keflavíkurflugvelli í gær.

Vélin var á leið frá Varsjá í Póllandi til New York í Bandaríkjunum en erlendir fjölmiðlar höfðu eftir farþegum sem voru í vélinni að læti í ölvuðum farþega hafi orsakað ákvörðun flugstjórans.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir hins vegar í samtali við Vísi að ástæðan fyrir lendingunni á Keflavíkurflugvelli hafi verið veikindi eins farþega.

Eftir lendingu kom í ljós að bilun var í vélinni og er unnið að viðgerð. Farþegum var eða verður komið á áfangastað með öðrum flugfélögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×