Tárin runnu hjá Tracy McGrady þegar hann talaði um einstakt samband sitt og Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2020 13:00 Tracy McGrady og Kobe Bryant mættust oft á tíma sínum í NBA-deildinni. Getty/ Lisa Blumenfeld Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. Tracy McGrady og Kobe Bryant voru lengi í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar þó að ferill Kobe hafi verið mun lengri og sigursælli. McGrady var engu að síður frábær leikmaður þegar hann var upp á sitt besta. McGrady á stelpu á sama aldri og Kobe þeir kynntust því enn betur þegar þeir voru að fylgjast með stelpunum sínum elta körfuboltadraum sinn. Það var ljóst frá fyrstu sekúndu að viðtalið yrði Tracy McGrady, oftast kallaður T-Mac, mjög erfitt því hann byrjaði með ekka og vasaklút í hendinni. „Ég er algjörlega niðurbrotinn eins og allir. Ég held að enginn annar hafi þessi ákveðnu tengsl við Kobe sem ég hafði. Við náðum strax saman frá fyrsta degi og sögurnar sem ég gæti sagt,“ sagði Tracy McGrady. Tracy McGrady was in tears recalling young Kobe's words: "I thought he was crazy. He used to say, 'I wanna die young. I wanna be immortalized.'" (via @Rachel__Nichols) pic.twitter.com/7XrVnde9TV— SportsCenter (@SportsCenter) January 27, 2020 Tracy McGrady rifjaði meðal annars upp þegar hann og Kobe voru að horfa saman á myndbönd með Michael Jordan og Bryant var alltaf að spóla til baka til að leggja hreyfingar Jordan á minnið. „Kobe sagði alltaf að hann vildi deyja ungur. Hann ætlaði sér að verða betri en Michael Jordan og deyja svo ungur. Mér fannst það vera svo fáránlegt að segja þetta,“ sagði Tracy McGrady. „Kobe sagði þetta löngu áður en hann eignaðist börn. Hann hugsaði ekki lengur svona þegar hann var orðinn faðir,“ sagði Tracy. Tracy McGrady kom inn í NBA-deildina beint úr menntaskóla eins og Kobe en ári á undan. Tracy segir að Kobe hafi hjálpað sér í gegnum þessi fyrstu erfiðu ár í NBA-deildinni og hann hafi fengið hjá honum góð ráð. Þeir þekktust mjög vel þegar þeir voru ungir en kynntust líka vel á síðustu árum þegar þeir voru að þjálfa stelpurnar sína. Það má sjá allt viðtalið við Tracy McGrady hér fyrir neðan. Andlát Kobe Bryant NBA Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 Jack Nicholson minnist Kobe: „Það er stór hola í veggnum“ Stórleikarinn sá fleiri leiki með Kobe Bryant heitnum en flestir. 28. janúar 2020 12:30 LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00 Chris Paul treysti sér ekki til að spila vegna Kobe og missti af fyrsta leik tímabilsins Chris Paul, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var svo niðurbrotinn eftir fráfall Kobe Bryant að hann treysti sér ekki til að spila með liðinu í nótt. 28. janúar 2020 07:30 Barðist við tárin þegar hún sagði fallega sögu frá því hversu stoltur Kobe Bryant var af stelpunum sínum Fjölmiðlakonan Elle Duncan sagði frá eina skiptinu sem hún hitti Kobe Bryant og þurfti að berjast við tárin á meðan hún kláraði söguna. 28. janúar 2020 09:30 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. Tracy McGrady og Kobe Bryant voru lengi í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar þó að ferill Kobe hafi verið mun lengri og sigursælli. McGrady var engu að síður frábær leikmaður þegar hann var upp á sitt besta. McGrady á stelpu á sama aldri og Kobe þeir kynntust því enn betur þegar þeir voru að fylgjast með stelpunum sínum elta körfuboltadraum sinn. Það var ljóst frá fyrstu sekúndu að viðtalið yrði Tracy McGrady, oftast kallaður T-Mac, mjög erfitt því hann byrjaði með ekka og vasaklút í hendinni. „Ég er algjörlega niðurbrotinn eins og allir. Ég held að enginn annar hafi þessi ákveðnu tengsl við Kobe sem ég hafði. Við náðum strax saman frá fyrsta degi og sögurnar sem ég gæti sagt,“ sagði Tracy McGrady. Tracy McGrady was in tears recalling young Kobe's words: "I thought he was crazy. He used to say, 'I wanna die young. I wanna be immortalized.'" (via @Rachel__Nichols) pic.twitter.com/7XrVnde9TV— SportsCenter (@SportsCenter) January 27, 2020 Tracy McGrady rifjaði meðal annars upp þegar hann og Kobe voru að horfa saman á myndbönd með Michael Jordan og Bryant var alltaf að spóla til baka til að leggja hreyfingar Jordan á minnið. „Kobe sagði alltaf að hann vildi deyja ungur. Hann ætlaði sér að verða betri en Michael Jordan og deyja svo ungur. Mér fannst það vera svo fáránlegt að segja þetta,“ sagði Tracy McGrady. „Kobe sagði þetta löngu áður en hann eignaðist börn. Hann hugsaði ekki lengur svona þegar hann var orðinn faðir,“ sagði Tracy. Tracy McGrady kom inn í NBA-deildina beint úr menntaskóla eins og Kobe en ári á undan. Tracy segir að Kobe hafi hjálpað sér í gegnum þessi fyrstu erfiðu ár í NBA-deildinni og hann hafi fengið hjá honum góð ráð. Þeir þekktust mjög vel þegar þeir voru ungir en kynntust líka vel á síðustu árum þegar þeir voru að þjálfa stelpurnar sína. Það má sjá allt viðtalið við Tracy McGrady hér fyrir neðan.
Andlát Kobe Bryant NBA Tengdar fréttir WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30 Jack Nicholson minnist Kobe: „Það er stór hola í veggnum“ Stórleikarinn sá fleiri leiki með Kobe Bryant heitnum en flestir. 28. janúar 2020 12:30 LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00 Chris Paul treysti sér ekki til að spila vegna Kobe og missti af fyrsta leik tímabilsins Chris Paul, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var svo niðurbrotinn eftir fráfall Kobe Bryant að hann treysti sér ekki til að spila með liðinu í nótt. 28. janúar 2020 07:30 Barðist við tárin þegar hún sagði fallega sögu frá því hversu stoltur Kobe Bryant var af stelpunum sínum Fjölmiðlakonan Elle Duncan sagði frá eina skiptinu sem hún hitti Kobe Bryant og þurfti að berjast við tárin á meðan hún kláraði söguna. 28. janúar 2020 09:30 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. 28. janúar 2020 10:30
Jack Nicholson minnist Kobe: „Það er stór hola í veggnum“ Stórleikarinn sá fleiri leiki með Kobe Bryant heitnum en flestir. 28. janúar 2020 12:30
LeBron James tjáir sig í fyrsta sinn um Kobe: Arfleifð Kobe Bryant er nú á minni ábyrgð Flest stærstu nöfn íþróttaheimsins voru búin að tjá sig um Kobe Bryant eftir að hann fórst í þyrluslysi á sunnudaginn en ekkert hafði heyrst í LeBron James fyrr en í nótt. 28. janúar 2020 08:00
Chris Paul treysti sér ekki til að spila vegna Kobe og missti af fyrsta leik tímabilsins Chris Paul, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, var svo niðurbrotinn eftir fráfall Kobe Bryant að hann treysti sér ekki til að spila með liðinu í nótt. 28. janúar 2020 07:30
Barðist við tárin þegar hún sagði fallega sögu frá því hversu stoltur Kobe Bryant var af stelpunum sínum Fjölmiðlakonan Elle Duncan sagði frá eina skiptinu sem hún hitti Kobe Bryant og þurfti að berjast við tárin á meðan hún kláraði söguna. 28. janúar 2020 09:30