Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2020 13:43 Conor, Darragh og Carla McGinley ásamt föður sínum, Andrew. Írska lögreglan Faðir þriggja írskra systkina, sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á föstudagskvöld, segir að hver einasti andardráttur sé „barátta“ í kjölfar andláts þeirra. Talið er að börnunum hafi verið byrlað og þau svo kæfð. Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. Sjá einnig: Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Móðir barnanna, Deirdre Morley, fannst í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Líkin fundust skömmu síðar. Morley var flutt á sjúkrahús og er enn þar til meðferðar. Eyðilegging, sorg og örvænting Andrew McGinley, faðir barnanna, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem írska lögreglan hafði milligöngu um. „Það eru engin orð. Það er aðeins eyðilegging, sorg og örvænting. Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ segir í yfirlýsingunni. „Til allra foreldra, faðmið börnin ykkar þegar þið fáið tækifæri til þess, segið þeim hversu heitt þið elskið þau eins oft og þið getið. […] Framtíðin er nú orðin óvinur okkar en við munum berjast við hana hvern einasta dag til að halda minningu Conor, Darragh og Cörlu á lofti.“ Komast til botns í því hvaða lyf voru í húsinu Eins og áður segir fannst Deirdre Morley, móðir barnanna, í uppnámi fyrir utan heimilið á föstudag. Í frétt Irish Times segir að hún liggi nú meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Haft hefur verið eftir lögreglu að ekki verði unnt að ræða við hana fyrr en henni batni. Þá sé hún alvarlega veik en búist er við því að hún lifi af. Frá vettvangi við heimili fjölskyldunnar aðfaranótt laugardags.Vísir/getty Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári, að því er fram kemur í frétt Irish Times. Enn hefur ekkert verið staðfest um dánarorsök barnanna en lögregla segir rannsókn málsins „sakamálalegs eðlis“. Málið verði ekki formlega rannsakað sem morð fyrr en lögreglu gefst tækifæri til að ræða við móður barnanna. Biðin eftir því gæti tekið nokkra daga. Þá hefur Irish Times eftir lögreglu að nú sé talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Þá muni rannsókn m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið blasti við honum miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem hann gerði. Í frétt Irish Times segir að annar miði hafi fundist á vettvangi, þar sem „lýst var yfir áhyggjum af framtíð barnanna“. Írland Tengdar fréttir Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Faðir þriggja írskra systkina, sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á föstudagskvöld, segir að hver einasti andardráttur sé „barátta“ í kjölfar andláts þeirra. Talið er að börnunum hafi verið byrlað og þau svo kæfð. Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. Sjá einnig: Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Móðir barnanna, Deirdre Morley, fannst í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Líkin fundust skömmu síðar. Morley var flutt á sjúkrahús og er enn þar til meðferðar. Eyðilegging, sorg og örvænting Andrew McGinley, faðir barnanna, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem írska lögreglan hafði milligöngu um. „Það eru engin orð. Það er aðeins eyðilegging, sorg og örvænting. Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ segir í yfirlýsingunni. „Til allra foreldra, faðmið börnin ykkar þegar þið fáið tækifæri til þess, segið þeim hversu heitt þið elskið þau eins oft og þið getið. […] Framtíðin er nú orðin óvinur okkar en við munum berjast við hana hvern einasta dag til að halda minningu Conor, Darragh og Cörlu á lofti.“ Komast til botns í því hvaða lyf voru í húsinu Eins og áður segir fannst Deirdre Morley, móðir barnanna, í uppnámi fyrir utan heimilið á föstudag. Í frétt Irish Times segir að hún liggi nú meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Haft hefur verið eftir lögreglu að ekki verði unnt að ræða við hana fyrr en henni batni. Þá sé hún alvarlega veik en búist er við því að hún lifi af. Frá vettvangi við heimili fjölskyldunnar aðfaranótt laugardags.Vísir/getty Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári, að því er fram kemur í frétt Irish Times. Enn hefur ekkert verið staðfest um dánarorsök barnanna en lögregla segir rannsókn málsins „sakamálalegs eðlis“. Málið verði ekki formlega rannsakað sem morð fyrr en lögreglu gefst tækifæri til að ræða við móður barnanna. Biðin eftir því gæti tekið nokkra daga. Þá hefur Irish Times eftir lögreglu að nú sé talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Þá muni rannsókn m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið blasti við honum miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem hann gerði. Í frétt Irish Times segir að annar miði hafi fundist á vettvangi, þar sem „lýst var yfir áhyggjum af framtíð barnanna“.
Írland Tengdar fréttir Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08
Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48