Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2020 22:30 Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, hefur staðið hvað harðast gegn því að kalla til vitni. Vísir/AP Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti. Þessi sömu þingmenn höfðu áður haldið því fram að engar upplýsingar hefðu litið dagsins ljós sem sönnuðu að Trump beitti utanríkisstefnu Bandaríkjanna og opinberu fé í pólitískum tilgangi. Ein helsta vörn Trump-liða hefur hingað til verið sú að rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi verið gölluð og drifin áfram af pólitík og hatri gagnvart Trump. Þar að auki hafi verið skortur á mikilvægum sönnunargögnum og vitnisburði. Því hefur verið haldið fram, þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi alfarið neitað að afhenda gögn sem fulltrúadeildin krafðist og meinaði mikilvægum vitnum að bera vitni. Síðan fréttir unnar úr óútgefinni bók John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, voru birtar hefur tónninn þó breyst í þingmönnum Repúblikanaflokksins. Bolton heldur því fram í umræddri bók að Trump hafi sagt honum persónulega að hann hafi fryst tæplega 400 milljóna neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Zelensky átti að tilkynna opnun tveggja rannsókna sem Trump hefði hagnast persónulega á. Önnur rannsóknin sneri að Joe Biden, sem var og er mögulega enn hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á þessu ári. Sjá einnig: Pressa á Repúblikönum Trump var ákærður fyrir að tvö meint embættisbrot. Annars vegar fyrir að misnota vald sitt og hins vegar fyrir að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á fyrra brotinu. Krefjast vitna en án árangurs Demókratar hafa reynt að nota þessar fréttir um Bolton til að fá ný sönnunargögn í réttarhöldin og John Bolton verði kallaður til að bera vitni en Repúblikanar, sem eru í meirihluta í öldungadeildinni, hafa hingað til komið í veg fyrir það. Dershowitz steig svo í pontu síðustu nótt og sagði að jafnvel þótt ásakanirnar væru réttar, væri það ekki tilefni til að vísa forsetanum úr embætti. Þetta hafa þó nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins tekið undir. Eins og bent er á í frétt Washington Post eru þetta stórar yfirlýsingar og gefa ummælin í skyn að þingmennirnir séu þeirrar skoðunar að forseti megi nota opinbert fé til að þvinga bandamenn Bandaríkjanna til að rannsaka bandaríska borgara sem eru að bjóða sig fram gegn umræddum forseta, og það án afleiðinga. Einnig er bent á í fréttinni að þingmenn Repúblikanaflokksins hafa með öllu móti barist gegn því að svara spurningum um hvort þeir telji aðgerðir Trump viðeigandi. Einhverjir hafa jafnvel orðið bálreiðir þegar gengið hefur verið á þá með svör. Varnir snerust ekki um staðreyndir Verjendur Trump luku máli sínu í dag og enduðu þeir á því að biðja Repúblikana um að hunsa áköll Demókrataeftir vitnum og sönnunargögnum. Þingmenn munu greiða atkvæði um það á föstudaginn. Á morgun og hinn munu þingmenn fá átta tíma á dag til að spyrja spurninga. Á föstudaginn munu þingmenn fá fjóra tíma til að ræða málið sína á milli og svo greiða atkvæði um hvort kalla eigi til vitni. Að mestu leyti snerust varnir lögmanna Trump ekki um staðreyndir málsins heldur gagnrýndu lögmennirnir rannsókn fulltrúadeildarinnar og Demókrata fyrir að hafa ákært Trump. Meðal annars héldu lögmennirnir því fram að Demókratar væru að reyna að ógilda forsetakosningarnar 2016, jafnvel þó það liggi fyrir að yrði Trump vikið úr embætti myndi Mike Pence, varaforseti, taka við af honum. Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45 Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14 Lögmenn Trump saka Demókrata um mestu afskipti af kosningum í sögunni Lögmenn Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja "mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. 25. janúar 2020 17:46 Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36 Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15 Segja framferði Trump „verstu martröð“ stofnenda Bandaríkjanna Demókratar og Hvíta húsið lögðu fram lögfræðiálit sín vegna kærunnar á hendur Donald Trump forseta í gær. 19. janúar 2020 07:52 Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Pressa á Repúblikönum Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump. 27. janúar 2020 22:30 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti. Þessi sömu þingmenn höfðu áður haldið því fram að engar upplýsingar hefðu litið dagsins ljós sem sönnuðu að Trump beitti utanríkisstefnu Bandaríkjanna og opinberu fé í pólitískum tilgangi. Ein helsta vörn Trump-liða hefur hingað til verið sú að rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi verið gölluð og drifin áfram af pólitík og hatri gagnvart Trump. Þar að auki hafi verið skortur á mikilvægum sönnunargögnum og vitnisburði. Því hefur verið haldið fram, þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi alfarið neitað að afhenda gögn sem fulltrúadeildin krafðist og meinaði mikilvægum vitnum að bera vitni. Síðan fréttir unnar úr óútgefinni bók John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, voru birtar hefur tónninn þó breyst í þingmönnum Repúblikanaflokksins. Bolton heldur því fram í umræddri bók að Trump hafi sagt honum persónulega að hann hafi fryst tæplega 400 milljóna neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Zelensky átti að tilkynna opnun tveggja rannsókna sem Trump hefði hagnast persónulega á. Önnur rannsóknin sneri að Joe Biden, sem var og er mögulega enn hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á þessu ári. Sjá einnig: Pressa á Repúblikönum Trump var ákærður fyrir að tvö meint embættisbrot. Annars vegar fyrir að misnota vald sitt og hins vegar fyrir að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á fyrra brotinu. Krefjast vitna en án árangurs Demókratar hafa reynt að nota þessar fréttir um Bolton til að fá ný sönnunargögn í réttarhöldin og John Bolton verði kallaður til að bera vitni en Repúblikanar, sem eru í meirihluta í öldungadeildinni, hafa hingað til komið í veg fyrir það. Dershowitz steig svo í pontu síðustu nótt og sagði að jafnvel þótt ásakanirnar væru réttar, væri það ekki tilefni til að vísa forsetanum úr embætti. Þetta hafa þó nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins tekið undir. Eins og bent er á í frétt Washington Post eru þetta stórar yfirlýsingar og gefa ummælin í skyn að þingmennirnir séu þeirrar skoðunar að forseti megi nota opinbert fé til að þvinga bandamenn Bandaríkjanna til að rannsaka bandaríska borgara sem eru að bjóða sig fram gegn umræddum forseta, og það án afleiðinga. Einnig er bent á í fréttinni að þingmenn Repúblikanaflokksins hafa með öllu móti barist gegn því að svara spurningum um hvort þeir telji aðgerðir Trump viðeigandi. Einhverjir hafa jafnvel orðið bálreiðir þegar gengið hefur verið á þá með svör. Varnir snerust ekki um staðreyndir Verjendur Trump luku máli sínu í dag og enduðu þeir á því að biðja Repúblikana um að hunsa áköll Demókrataeftir vitnum og sönnunargögnum. Þingmenn munu greiða atkvæði um það á föstudaginn. Á morgun og hinn munu þingmenn fá átta tíma á dag til að spyrja spurninga. Á föstudaginn munu þingmenn fá fjóra tíma til að ræða málið sína á milli og svo greiða atkvæði um hvort kalla eigi til vitni. Að mestu leyti snerust varnir lögmanna Trump ekki um staðreyndir málsins heldur gagnrýndu lögmennirnir rannsókn fulltrúadeildarinnar og Demókrata fyrir að hafa ákært Trump. Meðal annars héldu lögmennirnir því fram að Demókratar væru að reyna að ógilda forsetakosningarnar 2016, jafnvel þó það liggi fyrir að yrði Trump vikið úr embætti myndi Mike Pence, varaforseti, taka við af honum. Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45 Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14 Lögmenn Trump saka Demókrata um mestu afskipti af kosningum í sögunni Lögmenn Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja "mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. 25. janúar 2020 17:46 Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36 Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15 Segja framferði Trump „verstu martröð“ stofnenda Bandaríkjanna Demókratar og Hvíta húsið lögðu fram lögfræðiálit sín vegna kærunnar á hendur Donald Trump forseta í gær. 19. janúar 2020 07:52 Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Pressa á Repúblikönum Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump. 27. janúar 2020 22:30 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45
Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50
Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14
Lögmenn Trump saka Demókrata um mestu afskipti af kosningum í sögunni Lögmenn Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja "mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. 25. janúar 2020 17:46
Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36
Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15
Segja framferði Trump „verstu martröð“ stofnenda Bandaríkjanna Demókratar og Hvíta húsið lögðu fram lögfræðiálit sín vegna kærunnar á hendur Donald Trump forseta í gær. 19. janúar 2020 07:52
Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40
Pressa á Repúblikönum Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump. 27. janúar 2020 22:30