Jóhann Birgir: Það ættu allir að prófa að spila með Einari og Ása Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 22:24 Jóhann er spenntur fyrir næstu viðureign gegn Haukum „Það er alltaf gott að koma heim,“ sagði Jóhann Birgir Ingvarsson, leikmaður FH, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Aftureldingu í kvöld. Jóhann Birgir var á láni hjá HK fyrir áramót en hefur nú verið kallaður aftur heim í Kaplakrika honum til mikillar ánægju „Þótt það hafi verið gaman hjá HK þá er alltaf gott að vera kominn heim.“ Jóhann Birgir var að spila sinn fyrsta leik fyrir FH á tímabilinu, hann átti góða innkomu og skoraði 5 mörk fyrir FH sem átti erfitt uppdráttar í leiknum. Jóhann tekur undir það að fyrri hálfleikurinn hafi verið slakur að þeirra hálfu og segir að leikmenn hafi enn verið í pásu, en þetta var fyrsti leikur ársins eftir 6 vikna landsliðspásu. „Við vorum bara ennþá í pásu í fyrri hálfleik, það var bara þannig. Enn við náðum að bjarga rassgatinu á okkur á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og héldum því svo bara áfram.“ „Það er nátturlega auðvelt að spila með þessu liði, það ættu allir að prófa að spila með Einari og Ása,“ sagði Jóhann Birgir sem sýnir þar aðdáun sína á þeim Einari Rafni Eiðssyni og Ásbirni Friðrikssyni, en báðir voru þeir ógna sterkir í leiknum. Það er stórleikur í næstu umferð hjá FH þegar liðið mætir nágrönnum sínum og erkifjendum í Haukum. Jóhann segist vera spenntur fyrir laugardeginum. „Ég elska að mæta Haukum, það eru lang skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Jóhann Birgir að lokum Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - FH 28-32 | Mikilvægur sigur FH í Mosfellsbæ Frábær síðari hálfleikur tryggði FH sigurinn í kjúklingabænum. 28. janúar 2020 22:45 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Það er alltaf gott að koma heim,“ sagði Jóhann Birgir Ingvarsson, leikmaður FH, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Aftureldingu í kvöld. Jóhann Birgir var á láni hjá HK fyrir áramót en hefur nú verið kallaður aftur heim í Kaplakrika honum til mikillar ánægju „Þótt það hafi verið gaman hjá HK þá er alltaf gott að vera kominn heim.“ Jóhann Birgir var að spila sinn fyrsta leik fyrir FH á tímabilinu, hann átti góða innkomu og skoraði 5 mörk fyrir FH sem átti erfitt uppdráttar í leiknum. Jóhann tekur undir það að fyrri hálfleikurinn hafi verið slakur að þeirra hálfu og segir að leikmenn hafi enn verið í pásu, en þetta var fyrsti leikur ársins eftir 6 vikna landsliðspásu. „Við vorum bara ennþá í pásu í fyrri hálfleik, það var bara þannig. Enn við náðum að bjarga rassgatinu á okkur á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og héldum því svo bara áfram.“ „Það er nátturlega auðvelt að spila með þessu liði, það ættu allir að prófa að spila með Einari og Ása,“ sagði Jóhann Birgir sem sýnir þar aðdáun sína á þeim Einari Rafni Eiðssyni og Ásbirni Friðrikssyni, en báðir voru þeir ógna sterkir í leiknum. Það er stórleikur í næstu umferð hjá FH þegar liðið mætir nágrönnum sínum og erkifjendum í Haukum. Jóhann segist vera spenntur fyrir laugardeginum. „Ég elska að mæta Haukum, það eru lang skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Jóhann Birgir að lokum
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - FH 28-32 | Mikilvægur sigur FH í Mosfellsbæ Frábær síðari hálfleikur tryggði FH sigurinn í kjúklingabænum. 28. janúar 2020 22:45 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Umfjöllun: Afturelding - FH 28-32 | Mikilvægur sigur FH í Mosfellsbæ Frábær síðari hálfleikur tryggði FH sigurinn í kjúklingabænum. 28. janúar 2020 22:45