Erlent

Fujimori fangelsuð á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Keiko Fujimori hefur neitað öllum ásökunum.
Keiko Fujimori hefur neitað öllum ásökunum. AP

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Perú, Keiko Fujimori, hefur verið fangelsuð á ný en henni var sleppt í nóvember eftir að hafa dúsað í fangaklefa í þrettán mánuði.

Fujimori er sökuð um spillingu og um að hafa þegið rúma eina milljón dollara frá brasílísku verktakafyrirtæki í kosningabaráttu sinni árið 2011.

Fujimori neitar öllum ásökunum og hún hefur enn ekki verið formlega ákærð en saksóknarar halda því fram að hún gæti haft áhrif á rannsókn málsins gangi hún laus.

Fujimori segir á móti að um sé að ræða pólitíska herferð gegn sér til að koma í veg fyrir að hún komist til valda í landinu.

Faðir hennar, Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti landsins situr einnig í fangelsi en hann var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir mannréttindabrot árið 2009.


Tengdar fréttir

Keiko Fujimori verður sleppt úr haldi

Fjórir af sjö dómurum stjórnskipunardómstóls Perú greiddu í dag atkvæði með því að Keiko Fujimori verði sleppt úr haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×