Viðskipti innlent

Hefur af­lýst 40 prósent flug­ferða í janúar

Atli Ísleifsson skrifar
Mánuðurinn hefur verið þungur fyrir Air Iceland Connect.
Mánuðurinn hefur verið þungur fyrir Air Iceland Connect. vísir/vilhelm

Air Iceland Connect hefur aflýst tæplega 40 prósent flugferða, alls um tvö hundruð, það sem af er janúarmánuði. Veðrið hefur sett mest strik í reikninginn, en í einstaka tilfellum hefur þurft að aflýsa ferðum vegna bilana.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að á sama tíma í fyrra hafi verið búið að aflýsa um tíu prósent ferða, alls um fimmtíu.

Haft er eftir Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, að þetta hafi mikil áhrif á reksturinn, enda sé þetta óvenju langur og slæmur kafli þegar kemur að tíðni ferða sem þarf að aflýsa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×